Jessica Andrade skellti Rose Namajunas á hausinn og tryggði sér titilinn Pétur Marinó Jónsson skrifar 12. maí 2019 06:08 Andrade skellir Namajunas á hausinn. Vísir/Getty UFC 237 fór fram í nótt þar sem þær Rose Namajunas og Jessica Andrade mættust í aðalbardaga kvöldsins. Endirinn var óvæntur en Andrade er nýr strávigtarmeistari UFC. 115 punda strávigtartitill UFC var í húfi í aðalbardaga kvöldsins á UFC 237 í nótt. Meistarinn Rose Namajunas ferðaðist alla leið til Brasilíu til að mæta áskorandanum Jessicu Andrade. Namajunas byrjaði bardagann ákaflega vel og var ekki lengi að blóðga Andrade með hárbeittum höggum. Hin brasilíska Andade elti Namajunas með villtum höggum en Namajunas var mjög hreyfanleg og kom sér undan villtri pressu áskorandans. Fyrsta lota var mjög skemmtileg og önnur lotan lítið síðri. Andrade nálgaðist Namajunas þegar leið á bardagann og tókst að hægja á Namajunas með lágspörkum. Í 2. lotu náði Andrade góðu taki á Namajunas upp við búrið, lyfti henni hátt í loftið og skellti henni í gólfið með þeim afleiðingum að Namajunas rotaðist! Ótrúlegur endir á skemmtilegum bardaga. Jessica Andrade er því nýr strávigtarmeistari kvenna en framhald Namajunas er óljóst. Namajunas talaði um það eftir bardagann að þetta gæti hafa verið síðasti bardagi hennar á ferlinum en vildi ekki taka neinar stórar ákvarðanir á þessari stundu. Namajunas segir að áhugi hennar á MMA fari dvínandi og að hún sé þreytt á pressunni. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mættust þeir Anderson Silva og Jared Cannonier. Í lok 1. lotu meiddist Silva á hnénu eftir spark frá Cannonier og var sárþjáður. Silva gekk sjálfur úr búrinu og er óvíst hvers konar meiðsli var um að ræða en Silva var þó ekki fluttur upp á spítala eftir bardagann. Alexander Volkanovski tryggði sér sennilega titilbardaga með sigri á Jose Aldo. Bardaginn var taktískur og vann Volkanovski eftir dómaraákvörðun. Jose Aldo virtist aldrei detta í gang og vann Volkanovski allar loturnar þó hvorugur hafi gert mikinn skaða í bardaganum. Volkanovski hefur unnið alla sína sjö bardaga í UFC og mætir líklegast fjaðurvigtarmeistaranum Max Holloway næst. Bardagakvöldið var ágætis skemmtun en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Nær Rose að verja titilinn í fjandsamlegu andrúmslofti? UFC 237 fer fram í kvöld í Rio de Janeiro í Brasilíu. Í aðalbardaga kvöldsins mun Rose Namajunas freista þess að verja titilinn á heimavelli andstæðingsins. 11. maí 2019 12:00 Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sjá meira
UFC 237 fór fram í nótt þar sem þær Rose Namajunas og Jessica Andrade mættust í aðalbardaga kvöldsins. Endirinn var óvæntur en Andrade er nýr strávigtarmeistari UFC. 115 punda strávigtartitill UFC var í húfi í aðalbardaga kvöldsins á UFC 237 í nótt. Meistarinn Rose Namajunas ferðaðist alla leið til Brasilíu til að mæta áskorandanum Jessicu Andrade. Namajunas byrjaði bardagann ákaflega vel og var ekki lengi að blóðga Andrade með hárbeittum höggum. Hin brasilíska Andade elti Namajunas með villtum höggum en Namajunas var mjög hreyfanleg og kom sér undan villtri pressu áskorandans. Fyrsta lota var mjög skemmtileg og önnur lotan lítið síðri. Andrade nálgaðist Namajunas þegar leið á bardagann og tókst að hægja á Namajunas með lágspörkum. Í 2. lotu náði Andrade góðu taki á Namajunas upp við búrið, lyfti henni hátt í loftið og skellti henni í gólfið með þeim afleiðingum að Namajunas rotaðist! Ótrúlegur endir á skemmtilegum bardaga. Jessica Andrade er því nýr strávigtarmeistari kvenna en framhald Namajunas er óljóst. Namajunas talaði um það eftir bardagann að þetta gæti hafa verið síðasti bardagi hennar á ferlinum en vildi ekki taka neinar stórar ákvarðanir á þessari stundu. Namajunas segir að áhugi hennar á MMA fari dvínandi og að hún sé þreytt á pressunni. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mættust þeir Anderson Silva og Jared Cannonier. Í lok 1. lotu meiddist Silva á hnénu eftir spark frá Cannonier og var sárþjáður. Silva gekk sjálfur úr búrinu og er óvíst hvers konar meiðsli var um að ræða en Silva var þó ekki fluttur upp á spítala eftir bardagann. Alexander Volkanovski tryggði sér sennilega titilbardaga með sigri á Jose Aldo. Bardaginn var taktískur og vann Volkanovski eftir dómaraákvörðun. Jose Aldo virtist aldrei detta í gang og vann Volkanovski allar loturnar þó hvorugur hafi gert mikinn skaða í bardaganum. Volkanovski hefur unnið alla sína sjö bardaga í UFC og mætir líklegast fjaðurvigtarmeistaranum Max Holloway næst. Bardagakvöldið var ágætis skemmtun en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Nær Rose að verja titilinn í fjandsamlegu andrúmslofti? UFC 237 fer fram í kvöld í Rio de Janeiro í Brasilíu. Í aðalbardaga kvöldsins mun Rose Namajunas freista þess að verja titilinn á heimavelli andstæðingsins. 11. maí 2019 12:00 Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sjá meira
Nær Rose að verja titilinn í fjandsamlegu andrúmslofti? UFC 237 fer fram í kvöld í Rio de Janeiro í Brasilíu. Í aðalbardaga kvöldsins mun Rose Namajunas freista þess að verja titilinn á heimavelli andstæðingsins. 11. maí 2019 12:00