Sport

Hlaupið upp Esjuna og snarað í Höllinni

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það er ekkert grín að hlaupa upp Esjuna.
Það er ekkert grín að hlaupa upp Esjuna. vísir/vilhelm
Fyrsti dagur Reykjavík Crossfit Championship er nú að baki. Þau Björgvin Karl Guðmundsson og Þuríður Erla Helgadóttir eru í forystu eftir fyrsta dag þar sem þau voru fljótust upp Esjuna en það var fyrsta grein dagsins.

Paul Trembley vann aðra grein mótsins í Laugardalshöll í kvöld, snörun, er hann náði að snara 140 kílóum, fjórum kílóum meira en næstu menn.

Á hádegi á morgun hefst æfing þrjú en í henni er keppt í róðri, á skíðavél og hjóli.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá Esjuhlaupinu í dag og snöruninni í Laugardalshöll í kvöld. Stöðuna í mótinu má svo sjá hér.

Mótið um helgina er fyrsta alþjóðlega mótið í Crossfit sem haldið er hér á landi.vísir/vilhelm
Hlaupið í hlíðum Esjunnar.vísir/vilhelm
Það var ágætishlaupaveður í dag, það rigndi að minnsta kosti ekki.vísir/vilhelm
Hver Crossfit-keppandinn á fætur öðrum í Esjunni.vísir/vilhelm
Fjöldi fólks fylgdist með keppninni í Laugardalshöll í kvöld.vísir/vilhelm
Önnur keppnisgreinin var snörun.vísir/vilhelm
Kátt í höllinni.vísir/vilhelm

Tengdar fréttir

Björgvin fyrstur upp að Steini á undir 28 mínútum

Björgvin Karl Guðmundsson og Þuríður Erla Helgadóttir sigruðu í Esjuhlaupinu á Reykjavík Crossfit Championship í hádeginu í dag. Um er að ræða fyrstu keppnisgreinina á mótinu sem fram fer alla helgina í Laugardalnum.

Björgvin og Þuríður í forystu eftir fyrsta dag

Paul Trembley vann aðra grein Reykjavik Crossfit Championship sem fram fór í Laugardalshöll í kvöld. Björgvin Karl Guðmundsson er þó enn í forystu í mótinu í karlaflokki og Þuríður Erla Helgadóttir er í forystu í kvennaflokki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×