Erlent

Kýpverska lögreglan hefur fundið annað lík í stöðuvatninu

Andri Eysteinsson skrifar
Leitað að líkum kvenna í manngerðu stöðuvatni í Kýpur.
Leitað að líkum kvenna í manngerðu stöðuvatni í Kýpur. EPA/ Katia Christodoulou

Við leit í manngerðu stöðuvatni hefur kýpverska lögreglan fundið annað lík sem talið er vera af fórnarlambi fjöldamorðingja sem handtekinn var fyrr á árinu. AP greinir frá.

Morðinginn, fyrrum hermaður, viðurkenndi við yfirheyrslur að hafa myrt sjö konur, þar af tvær ungar stúlkur og losað sig við lík þeirra. Maðurinn kvaðst hafa komið líkum þriggja fórnarlamba sinna fyrir í ferðatöskum og kastað í vatnið. Eitt líkanna fannst fyrr í vikunni en ekki hafa verið borin kennsl á líkið.

Málið hefur vakið mikla reiði í Kýpur og hafa vinnubrögð lögreglu verið harðlega gagnrýnd. Mótmælin urðu til þess að dómsmálaráðherra landsins sagði af sér embætti fyrr í vikunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.