Íslenski boltinn

Logi samdi lag um glæsimarkið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Logi í baráttunni við Kaj Leo í leiknum á Hlíðarenda
Logi í baráttunni við Kaj Leo í leiknum á Hlíðarenda vísir/daníel
Logi Tómasson er nýjasta stjarna íslenska fótboltans eftir að hafa skorað glæsimark gegn Íslandsmeisturum Vals í opnunarleik Pepsi Max deildarinnar í fótbolta um helgina.

Logi kom inn á sem varamaður þegar Dofri Snorrason meiddist. Logi kom Víkingum yfir 2-1 með marki sínu en hann fór illa með tvo bestu varnarmenn deildarinnar, Eið Aron Sigurbjörnsson og Orra Sigurð Ómarssonm, áður en hann smellti svo boltanum í netið.





Loga, sem er fæddur árið 2000, er margt til lista lagt en ásamt því að vera að skjótast upp á stjörnuhimininn í fótboltanum semur hann tónlist í frítíma sínum.

Logi samdi lag þar sem hann syngur um markið sitt og birtist það á Fótbolta.net í gær.

Í textanum segir meðal annars „ég púlla upp á Hlíðarenda, hendi í tvo klobba þú veist hvernig þetta endar. Ég mætti til að taka yfir, svo vinur ekki vera fyrir.“

„Spurði mig hvort eitthvað sé að frétta. Verð að viðurkenna mér finnst svolítið nett að, að hafa klobbað tvo og síðan sett'ann.“

Lagið er unnið í samvinnu við tvo aðra knattspyrnumenn, Viktor Jónsson framherja ÍA og Reyni Haraldsson leikmann ÍR.

Hlusta má á lagið hér.

Logi verður væntanlega í eldlínunni þegar Víkingur sækir KÁ heim á Ásvelli í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×