Fótbolti

Ajax sló 38 ára gamalt markamet

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tadic fagnar einu af þeim 34 mörkum sem hann hefur skorað á tímabilinu.
Tadic fagnar einu af þeim 34 mörkum sem hann hefur skorað á tímabilinu. vísir/getty
Ajax setti met þegar liðið vann 4-2 sigur á Vitesse í hollensku úrvalsdeildinni í gær.

Ajax hefur nú skorað 160 mörk í öllum keppnum á tímabilinu sem er met. AZ Alkmaar átti gamla metið en liðið skoraði 158 mörk tímabilið 1980-81.

Ljóst er að Ajax heldur áfram að bæta metið en liðið á a.m.k. sjö leiki eftir á tímabilinu.

Ajax á fjóra leiki eftir í hollensku deildinni, bikarúrslitaleikinn gegn Willem II og leikina tvo gegn Tottenham í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Ajax er búið að skora 111 mörk í deildinni, 17 mörk í bikarkeppninni og 32 mörk í Meistaradeildinni í vetur.

Dusan Tadic er markahæsti leikmaður Ajax á tímabilinu með 34 mörk. Hann hefur einnig gefið 21 stoðsendingu og þannig komið með beinum hætti að 55 mörkum í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×