Fótbolti

Ajax sló 38 ára gamalt markamet

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tadic fagnar einu af þeim 34 mörkum sem hann hefur skorað á tímabilinu.
Tadic fagnar einu af þeim 34 mörkum sem hann hefur skorað á tímabilinu. vísir/getty

Ajax setti met þegar liðið vann 4-2 sigur á Vitesse í hollensku úrvalsdeildinni í gær.

Ajax hefur nú skorað 160 mörk í öllum keppnum á tímabilinu sem er met. AZ Alkmaar átti gamla metið en liðið skoraði 158 mörk tímabilið 1980-81.

Ljóst er að Ajax heldur áfram að bæta metið en liðið á a.m.k. sjö leiki eftir á tímabilinu.

Ajax á fjóra leiki eftir í hollensku deildinni, bikarúrslitaleikinn gegn Willem II og leikina tvo gegn Tottenham í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Ajax er búið að skora 111 mörk í deildinni, 17 mörk í bikarkeppninni og 32 mörk í Meistaradeildinni í vetur.

Dusan Tadic er markahæsti leikmaður Ajax á tímabilinu með 34 mörk. Hann hefur einnig gefið 21 stoðsendingu og þannig komið með beinum hætti að 55 mörkum í vetur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.