Sport

Ísland tryggði sér annað sætið í Mexíkó

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Íslenska karlalandsliðið í íshokkí
Íslenska karlalandsliðið í íshokkí Facebook/ÍHÍ
Íslenska karlalandsliðið lauk keppni á heimsmeistaramótinu í íshokkí í nótt en liðið lék í B-riðli 2.deildar sem hefur farið fram í Mexíkó undanfarna daga. 

Ísland tryggði sér 2.sætið í riðlinum með 4-2 sigri á Nýja Sjálandi í nótt.

Úlfar Andrésson, Miloslav Racinsky, Andri Már Mikaelsson og Bjarki Jóhannesson komu Íslandi í 4-0 áður en Nýsjálendingar klóruðu í bakkann.

Ísrael hafnaði í efsta sæti riðilsins með 14 stig, fimm stigum meira en Ísland, og fara Ísraelar því upp í A-riðil 2.deildar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×