Leit að hollensku fjársjóðsskipi heldur áfram Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 2. apríl 2019 18:42 Skeiðarársandur. Mynd/Hilmar Bender Leit að gullskipi á Skeiðarársandi hefur hvergi nærri verið hætt. Þetta sagði Gísli Gíslason lögfræðingur sem hefur ekki gefist upp á þessu fjársjóðsævintýri þrátt fyrir nokkrar flækjur en rætt var við Gísli í Reykjavík síðdegis í dag. Fram kom í fréttum í apríl 2016 að leit hefðist að nýju að skipinu, sem Gísli hefði umsjón með með hjálp erlends fjármagns. Leitað hefur verið að skipinu áður og var gerð viðamikil leit að því á 9. áratug síðustu aldar, en með tækniþróun hafa aðstæður breyst mikið. Til stóð hjá Gísla að hefja leit síðasta sumar og hafði mikil undirbúningsvinna farið fram, en til stóð að nota dróna í leitinni. Leitinni hefur þó seinkað vegna þess að þeir drónar sem til stóð að nota við leitina eru hernaðardrónar, sem ekki eru seldir nema til vinveittra ríkja fyrirtækisins, sem staðsett er í Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna. Fara átti yfir þau gögn sem dróninn safnaði yfir veturinn og reyna að finna einhverjar vísbendingar um strönduð skip sem gætu líkst gullskipinu, en Gísli telur hátt í 100 skip hafa strandað við Skeiðarársand. Þá stóð til að fá leifi til að ná í sýni úr skipinu til að rannsaka. Skipið strandaði við Skeiðarársand árið 1667 en um er að ræða hollenskt kaupskip sem var á leið til Hollands frá Austur-Indíum í fylgd þriggja herskipa, en er það talið merki um að farmur skipsins hafi innihaldið mikil verðmæti. Aðspurður um farm skipsins sagði Gísli að um borð hafi leynst silki, krydd, góðmálmar og orðrómur hafi heyrst að um borð væru þrjú tonn af demöntum. Gísli segist ekki ætlast til að fá nokkurn hlut gersemanna, né neinn fjárfest hann, finnist skipið, enda eigi íslenska ríkið allt sem grafið er í jörðu og er yfir hundrað ára gamalt. Hann telur þó að einhver málaferli gætu farið af stað, þar sem hollenska ríkið gerði tilkall til gersemanna sem um eru um borð í skipinu. Skipaleitin er þó ekki eina ævintýrið sem Gísli hefur á prjónunum, en hann er á lista hjá fyrirtækinu Virgin Galactic sem vinnur nú hörðum höndum að því að þróa eldflaugar sem til þess eru búnar að flytja ósérhæfða farþega út í geim. Til stóð að ferðin sem Gísli færi yrði árið 2016 en því seinkaði þegar fyrsta tilraunaflug verkefnisins sprakk á leiðinni upp. Fornminjar Holland Hornafjörður Reykjavík síðdegis Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Leit að gullskipi á Skeiðarársandi hefur hvergi nærri verið hætt. Þetta sagði Gísli Gíslason lögfræðingur sem hefur ekki gefist upp á þessu fjársjóðsævintýri þrátt fyrir nokkrar flækjur en rætt var við Gísli í Reykjavík síðdegis í dag. Fram kom í fréttum í apríl 2016 að leit hefðist að nýju að skipinu, sem Gísli hefði umsjón með með hjálp erlends fjármagns. Leitað hefur verið að skipinu áður og var gerð viðamikil leit að því á 9. áratug síðustu aldar, en með tækniþróun hafa aðstæður breyst mikið. Til stóð hjá Gísla að hefja leit síðasta sumar og hafði mikil undirbúningsvinna farið fram, en til stóð að nota dróna í leitinni. Leitinni hefur þó seinkað vegna þess að þeir drónar sem til stóð að nota við leitina eru hernaðardrónar, sem ekki eru seldir nema til vinveittra ríkja fyrirtækisins, sem staðsett er í Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna. Fara átti yfir þau gögn sem dróninn safnaði yfir veturinn og reyna að finna einhverjar vísbendingar um strönduð skip sem gætu líkst gullskipinu, en Gísli telur hátt í 100 skip hafa strandað við Skeiðarársand. Þá stóð til að fá leifi til að ná í sýni úr skipinu til að rannsaka. Skipið strandaði við Skeiðarársand árið 1667 en um er að ræða hollenskt kaupskip sem var á leið til Hollands frá Austur-Indíum í fylgd þriggja herskipa, en er það talið merki um að farmur skipsins hafi innihaldið mikil verðmæti. Aðspurður um farm skipsins sagði Gísli að um borð hafi leynst silki, krydd, góðmálmar og orðrómur hafi heyrst að um borð væru þrjú tonn af demöntum. Gísli segist ekki ætlast til að fá nokkurn hlut gersemanna, né neinn fjárfest hann, finnist skipið, enda eigi íslenska ríkið allt sem grafið er í jörðu og er yfir hundrað ára gamalt. Hann telur þó að einhver málaferli gætu farið af stað, þar sem hollenska ríkið gerði tilkall til gersemanna sem um eru um borð í skipinu. Skipaleitin er þó ekki eina ævintýrið sem Gísli hefur á prjónunum, en hann er á lista hjá fyrirtækinu Virgin Galactic sem vinnur nú hörðum höndum að því að þróa eldflaugar sem til þess eru búnar að flytja ósérhæfða farþega út í geim. Til stóð að ferðin sem Gísli færi yrði árið 2016 en því seinkaði þegar fyrsta tilraunaflug verkefnisins sprakk á leiðinni upp.
Fornminjar Holland Hornafjörður Reykjavík síðdegis Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent