Sport

Nanna og Gunnar Íslandsmeistarar í keilu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Nanna og Gunnar, Íslandsmeistarar í keilu 2019.
Nanna og Gunnar, Íslandsmeistarar í keilu 2019. mynd/keilusamband íslands

ÍR-ingarnir Nanna Hólm Davíðsdóttir og Gunnar Þór Ásgeirsson urðu í dag Íslandsmeistarar í keilu. Leikið var í Keiluhöllinni í Egilshöll.

Í úrslitum í kvennaflokki hafði Nanna betur gegn samherja sínum úr ÍR, Ástrósu Pétursdóttur. Þetta er í fyrsta sinn sem Nanna verður Íslandsmeistari.

Í úrslitum í karlaflokki mættust Gunnar Þór og Gústaf Smári Björnsson, KFR.

Gunnar Þór hafði þar betur og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.