100 milljóna tap hjá Vestmannaeyjabæ vegna loðnubrests Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. mars 2019 13:05 Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Mynd/Tryggvi Már Loðnubrestur í Vestmannaeyjum hefur áhrif á tæplega þrjú hundruð heimili í eyjunni, eða um 16% heimila sem þurfa að taka á sig 620 milljóna króna tap. Bresturinn þýðir um 100 milljóna króna tap á bæjarsjóð og 40 milljóna króna tap á hafnarsjóði. Það er ekki glæsilegt ástandið í Vestmannaeyjum þessa dagana eins og hjá öðrum sveitarfélögum sem reiða sig á loðnuvertíðina því það er loðnubrestur, enginn loðna finnst og engin veit hvar hún er. Áfallið er mikið eins og í Vestmannaeyjum. Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri þar. „Auðvitað er þetta grafalvarlegt þegar við lendum í svona, þetta er áfall. Vertíðin í fyrra var upp á átján milljarða og þetta eru sex milljarðar, sem eru að fara hér út úr samfélaginu þar sem 1/3 af loðnukvótanum er vistaður í Eyjum. Við reynum að bera okkur vel en áfallið er mikið“, segir Íris. Hún segir að loðnubrestinn hafi verulega áhrif á allt í Vestmannaeyjum. „Bara launatekjurnar út úr einni svona vertíð eru 620 milljónir fyrir heimili í Vestmannaeyjum og þetta hefur bein áhrif á rúmlega 280 heimili, sem eru 16% heimila hérna, sem hafa fengið uppgrip, annað hvort á sjó eða loðnuvertíð“. Í vikunni var haldinn fjölmennur opinn fundur í Vestmannaeyjum um loðnubrestinn, sem Íris var mjög ánægð með. „Það er ýmislegt sem ríkið getur gert til þess að laga starfsumhverfi greinarinnar. Það er meðal annars veiðigjöldin og það er líka kolefnisgjaldið, flotinn hér á Íslandi er að greiða kolefnisgjald þó að hann sé búin að ná markmiðum Parísarsáttmálans og það er eini staðurinn í heiminum, sem verið er að gera það. Og svo eru það auðvitað stimpilgjöld á atvinnutæki, sem eru fiskiskip, einu atvinnutækin, sem bera stimpilgjöld og svo þessi þunga áhersla á loðnurannsóknirnar, við þurfum að vita meira, það er bara allt, allt of dýrt að vita ekki meira um loðnuna“, segir Íris.Vísir/Hari Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Meta áhrifin af loðnubresti Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur falið fjármálastjóra bæjarins að meta hvort loðnubrestur yrði forsendubrestur fyrir tekjuáætlun fjárhagsáætlunar. 2. mars 2019 11:00 Óttast frekari ágjöf á byggðir á Austfjörðum Loðnubresturinn er gríðarlegt áfall fyrir bæjarsjóði sveitarfélaga á Austfjörðum. Hægt verður á framkvæmdum. Mörg hundruð manns verða af vertíðarvinnu. Austfirðingar óttast frekari áföll. 18. mars 2019 06:15 Aldrei leitað eins mikið af loðnu frá áramótum og í ár Rannsóknarskip Hafrónnsóknarstofnunar hófu í gær og fyrrakvöld leit að loðnu við suðurströndina. Engin loðna hefur fundist en sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að ennþá eigi eftir að leita á talsverðu svæði og þá skýrist ástandið betur. Hann segir að frá áramótum hafi aldrei verið leitað eins mikið af loðnu en breytingar á stofnstærð skýrist fyrst og fremst af umhverfisþáttum 5. mars 2019 13:52 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Loðnubrestur í Vestmannaeyjum hefur áhrif á tæplega þrjú hundruð heimili í eyjunni, eða um 16% heimila sem þurfa að taka á sig 620 milljóna króna tap. Bresturinn þýðir um 100 milljóna króna tap á bæjarsjóð og 40 milljóna króna tap á hafnarsjóði. Það er ekki glæsilegt ástandið í Vestmannaeyjum þessa dagana eins og hjá öðrum sveitarfélögum sem reiða sig á loðnuvertíðina því það er loðnubrestur, enginn loðna finnst og engin veit hvar hún er. Áfallið er mikið eins og í Vestmannaeyjum. Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri þar. „Auðvitað er þetta grafalvarlegt þegar við lendum í svona, þetta er áfall. Vertíðin í fyrra var upp á átján milljarða og þetta eru sex milljarðar, sem eru að fara hér út úr samfélaginu þar sem 1/3 af loðnukvótanum er vistaður í Eyjum. Við reynum að bera okkur vel en áfallið er mikið“, segir Íris. Hún segir að loðnubrestinn hafi verulega áhrif á allt í Vestmannaeyjum. „Bara launatekjurnar út úr einni svona vertíð eru 620 milljónir fyrir heimili í Vestmannaeyjum og þetta hefur bein áhrif á rúmlega 280 heimili, sem eru 16% heimila hérna, sem hafa fengið uppgrip, annað hvort á sjó eða loðnuvertíð“. Í vikunni var haldinn fjölmennur opinn fundur í Vestmannaeyjum um loðnubrestinn, sem Íris var mjög ánægð með. „Það er ýmislegt sem ríkið getur gert til þess að laga starfsumhverfi greinarinnar. Það er meðal annars veiðigjöldin og það er líka kolefnisgjaldið, flotinn hér á Íslandi er að greiða kolefnisgjald þó að hann sé búin að ná markmiðum Parísarsáttmálans og það er eini staðurinn í heiminum, sem verið er að gera það. Og svo eru það auðvitað stimpilgjöld á atvinnutæki, sem eru fiskiskip, einu atvinnutækin, sem bera stimpilgjöld og svo þessi þunga áhersla á loðnurannsóknirnar, við þurfum að vita meira, það er bara allt, allt of dýrt að vita ekki meira um loðnuna“, segir Íris.Vísir/Hari
Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Meta áhrifin af loðnubresti Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur falið fjármálastjóra bæjarins að meta hvort loðnubrestur yrði forsendubrestur fyrir tekjuáætlun fjárhagsáætlunar. 2. mars 2019 11:00 Óttast frekari ágjöf á byggðir á Austfjörðum Loðnubresturinn er gríðarlegt áfall fyrir bæjarsjóði sveitarfélaga á Austfjörðum. Hægt verður á framkvæmdum. Mörg hundruð manns verða af vertíðarvinnu. Austfirðingar óttast frekari áföll. 18. mars 2019 06:15 Aldrei leitað eins mikið af loðnu frá áramótum og í ár Rannsóknarskip Hafrónnsóknarstofnunar hófu í gær og fyrrakvöld leit að loðnu við suðurströndina. Engin loðna hefur fundist en sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að ennþá eigi eftir að leita á talsverðu svæði og þá skýrist ástandið betur. Hann segir að frá áramótum hafi aldrei verið leitað eins mikið af loðnu en breytingar á stofnstærð skýrist fyrst og fremst af umhverfisþáttum 5. mars 2019 13:52 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Meta áhrifin af loðnubresti Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur falið fjármálastjóra bæjarins að meta hvort loðnubrestur yrði forsendubrestur fyrir tekjuáætlun fjárhagsáætlunar. 2. mars 2019 11:00
Óttast frekari ágjöf á byggðir á Austfjörðum Loðnubresturinn er gríðarlegt áfall fyrir bæjarsjóði sveitarfélaga á Austfjörðum. Hægt verður á framkvæmdum. Mörg hundruð manns verða af vertíðarvinnu. Austfirðingar óttast frekari áföll. 18. mars 2019 06:15
Aldrei leitað eins mikið af loðnu frá áramótum og í ár Rannsóknarskip Hafrónnsóknarstofnunar hófu í gær og fyrrakvöld leit að loðnu við suðurströndina. Engin loðna hefur fundist en sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að ennþá eigi eftir að leita á talsverðu svæði og þá skýrist ástandið betur. Hann segir að frá áramótum hafi aldrei verið leitað eins mikið af loðnu en breytingar á stofnstærð skýrist fyrst og fremst af umhverfisþáttum 5. mars 2019 13:52