Innlent

„Hvaða nýju samsæriskenningu eigum við að láta troða upp í okkur núna?“

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Bára Halldórsdóttir er langt frá því að vera sannfærð um gildi hinna nýju upplýsinga fyrir málið.
Bára Halldórsdóttir er langt frá því að vera sannfærð um gildi hinna nýju upplýsinga fyrir málið. Vísir/Arnar

Bára Halldórsdóttir, sem tók upp samtal þingmanna og sendi á fjölmiðla, er ekki sannfærð um að nýjar upplýsingar, sem Miðflokksmenn hafa boðað í málinu, hafi neitt gildi.

„Einu nýju gögnin sem koma til greina hafa ekkert nýtt fram að færa en ég þekki það hvers konar einbera þvælu þetta fólk er fært um,“ segir Bára í færslu á Facebook og brást við áliti sem siðanefnd Alþingis skilaði forsætisnefnd en meirihluti nefndarinnar komst að þeirri niðurstöðu að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli þingmanna Miðflokksins og fyrverandi þingmanna Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal.

Í yfirlýsingu sem Miðflokkurinn sendi frá sér í gærkvöldi sögðu þingmennirnir að það væri fráleitt að birta álit áður en frestur til að skila andmælum rynni út. „Nýjar og veigamiklar“ upplýsingar, eins og Miðflokksmenn komast sjálfir að orði í yfirlýsingunni, lægju fyrir og því væri mat siðanefndarinnar byggt á röngum forsendum.

Bára segist hvorki vera líkamlega né andlega á besta stað til glíma við „þessar endalausu smjörklípur“ eins og Bára segir í færslu sinni. Hún spyr þá jafnframt:

„Hvaða nýju samsæriskenningu eigum við að láta troða upp í okkur núna? Er þessu fólki algerlega ómögulegt að taka ábyrgð á sínum gjörðum?“


Tengdar fréttir

Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal

Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.