Fótbolti

FH í undanúrslit eftir sigur á Breiðablik

Dagur Lárusson skrifar
Atli Guðnason var á skotskónum.
Atli Guðnason var á skotskónum. vísir/ Andri Marinó

FH eru komnir í undanúrslit Lengjubikars karla eftir 2-1 sigur á Breiðablik í Kórnum í morgun.
 
FH voru á toppi riðilsins fyrir leikinn í dag en Breiðarblik var í öðru sætinu. Það var Atli Guðnason sem kom FH-ingum yfir snemma leiks áður en Thomas Mikkelsen jafnaði fyrir Blika af vítapunktinum í seinni hálfleiknum.
 
Það var síðan Brandur Olsen sem tryggði FH-ingum sigurinn einnig úr víti áður en flautað var til leiksloka. 
 
Sigur FH-inga þýðir að þeir eru komnir í undanúrslit Lengjubikarsins og geta þar mætt KR eða Fylki.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.