Lífið

„Ég er hvorki karlkyns né kvenkyns“

Sylvía Hall skrifar
Sam Smith fagnar opnari umræðu um fjölbreytileikann.
Sam Smith fagnar opnari umræðu um fjölbreytileikann. Vísir/Getty
Söngvarinn Sam Smith sagði frá því í viðtali við leikkonuna Jameelu Jamil á föstudag að hann skilgreindi sig hvorki sem karlkyns né kvenkyns. Hann segir opnari umræðu hafa orðið til þess að hann áttaði sig á því að hann væri kynsegin.

Í viðtalinu sagðist söngvarinn hafa nokkrum sinnum íhugað í gegnum tíðina að undirgangast kynleiðréttingaraðgerð og það sé eitthvað sem hann hugsi enn um.

„Þegar ég sá umræðuna um kynsegin fólk, fór að lesa mér til um það og heyrði fólk tala um það hugsaði ég: „Djöfullinn, þetta er ég“,“ sagði söngvarinn í viðtalinu.



 
 
 
View this post on Instagram
A post shared by Jameela Jamil (@jameelajamilofficial) on Mar 15, 2019 at 12:58am PDT



Hann segir huga sinn hafa átt í stanslausu stríði við líkama sinn og rifjar upp þegar hann var tólf ára gamall og fór í fitusog eftir að læknar komust að því að líkami hans hafði of hátt estrógen magn sem leiddi til þess að fita safnaðist fyrir í brjóstum hans.

Þá segist hann alltaf hafa verið mjög frjálslyndur gagnvart kynhneigð og það sé eitthvað sem hann reyni að yfirfæra á skoðanir sínar um kyn sitt. Hann kjósi þó að notast við karlkyns fornöfn en líti á sig sem kynseginn.

„Kynsegin þýðir að þú skilgreinir þig ekki sem ákveðið kyn. Þú ert blanda allskonar hluta. Þú ert þitt eigið einstaka sköpunarverk,“ bætti söngvarinn við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×