Íslenski boltinn

Góður sigur Blika í Lengjubikarnum

Smári Jökull Jónsson skrifar
Damir Muminovic og Jonathan Hendrickx á góðri stundu.
Damir Muminovic og Jonathan Hendrickx á góðri stundu. vísir/bára

Breiðablik vann öruggan 3-0 sigur á Gróttu í D-riðli Lengjubikars karla í dag. Brynjólfur Darri Willumsson og Alexander Helgi Sigurðarson skoruðu mörk Blika sem eru komnir með þrjú stig í riðlinum.

Alexander Helgi kom Breiðablik yfir í fyrri hálfleik og staðan í hálfleik var 1-0. Töluverð harka var í leiknum, þónokkuð um spjöld og aðstoðarþjálfari Gróttu fékk meðal annars rautt spjald á bekknum.

Brynjólfur Darri kom Blikum síðan í 2-0 í síðari hálfleiknum og Alexander Helgi skoraði sitt annað mark og þriðja mark Blika og tryggði öruggan sigur.

Þetta voru fyrstu leikir liðanna í riðlinum en Keflavík hafði lagt Hauka um síðustu helgi og FH unnið sigur á Víkingum í gærkvöldi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.