Sport

Fury gerði risasamning við ESPN

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fury er mikill stuðningsmaður Man. Utd og er hér í viðtali fyrir leik sinna manna gegn Arsenal.
Fury er mikill stuðningsmaður Man. Utd og er hér í viðtali fyrir leik sinna manna gegn Arsenal. vísir/getty

Breski hnefaleikakappinn Tyson Fury er í toppmálum eftir að hafa skrifað undir sögulegan samning við bandarísku íþróttasjónvarpsstöðina ESPN.

Samningurinn er sagður vera metinn á 80 milljónir dollara eða 9,6 milljarða króna.

Þetta á víst að vera samningur upp á næstu fimm bardaga Fury. Þungavigtarkappinn segir að þessi samningur muni auðvelda honum að berjast við Deontay Wilder.

Það flækir samt stöðuna að Fury, Wilder og Anthony Joshua eru nú allir komnir með samning við sitt hvora sjónvarpsstöðina. Það verður eitthvað stuð fyrir umboðsmenn þeirra að semja um næstu bardaga.

ESPN er að veðja nokkuð á bardagaíþróttir þessa dagana en um áramótin byrjaði stöðin að sýna frá UFC og tók við því hlutverki af Fox Sports. Áhorf á UFC hefur þegar aukist mikið í Bandaríkjunu eftir að ESPN tók við efninu.


Box


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.