Wenger fékk óvænta kveðju frá Jose Mourinho í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2019 16:00 Arsene Wenger og Jose Mourinho voru ekki alveg eins sáttir á þessari stundu. Getty/David Price Arsene Wenger var heiðraður sérstaklega á Laureus verðlaunahátíðinni í gærkvöldi en hann fékk fékk verðlaun fyrir ævistarf sitt í knattspyrnuheiminum eða svokölluð „Lifetime Achievement“ verðlaun. Jose Mourinho og Arsene Wenger voru aldrei miklir vinir þegar þeir mættust margoft með lið sín í ensku úrvalsdeildinni og því kom kveðja frá Portúgalanum mörgum á óvart. Mourinho mætti reyndar ekki á staðinn en hafði tekið upp kveðju til franska knattspyrnustjórans og hún var spiluðu um leið og Wenger fékk verðlaun sín.Jose Mourinho names Arsene Wenger 'one of the best managers in football history' in awards tribute | @KateLouiseRowanhttps://t.co/WMXkHD5Lss — Telegraph Football (@TeleFootball) February 19, 2019Jose Mourinho talaði um Arsene Wenger þar sem einn af bestu knattspyrnustjórum sögunnar sem er mikið hrós. Hann sagðist líka alltaf hafa borið mikla virðingu fyrir störfum Wenger. Wenger viðurkenndi að þetta hefði komið sér á óvart. „Þetta var óvænt, já, af því því að við höfum marga góða hildi háð. Tíminn friðar samt alltaf öll mál,“ sagði Arsene Wenger. Aðrir sem sendu Wenger kveðjur voru menn eins og Cesc Fabregas, Patrick Vieira, Lee Dixon og David Dein. Arsene Wenger hætti með lið Arsenal síðasta vor eftir næstum því 22 ára starf en hann tók við Arsenal í byrjun október 1996. Hann hafði áður verið stjóri frönsku liðanna Nancy og Mónakó sem og starfað í eitt ár hjá japanska félaginu Nagoya Grampus Eight. Undir stjórn Arsene Wenger vann Arsenal tíu stóra titla en liðið vann ensku deildina í þrígang og enska bikarinn sjö sinnum. Arsenal vann líka samfélagskjöldinn sjö sinnum í tíð Wenger. Arsenal vann tvisvar tvöfalt undir stjórn Arsene Wenger eða tímabilin 1997-98 og 2001-02. Hann skrifaði líka söguna sem stjóri Arsenal tímabilið 2003-04 en liðið fór þá ósigrað í gegnum allt mótið. Enski boltinn Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Sport Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira
Arsene Wenger var heiðraður sérstaklega á Laureus verðlaunahátíðinni í gærkvöldi en hann fékk fékk verðlaun fyrir ævistarf sitt í knattspyrnuheiminum eða svokölluð „Lifetime Achievement“ verðlaun. Jose Mourinho og Arsene Wenger voru aldrei miklir vinir þegar þeir mættust margoft með lið sín í ensku úrvalsdeildinni og því kom kveðja frá Portúgalanum mörgum á óvart. Mourinho mætti reyndar ekki á staðinn en hafði tekið upp kveðju til franska knattspyrnustjórans og hún var spiluðu um leið og Wenger fékk verðlaun sín.Jose Mourinho names Arsene Wenger 'one of the best managers in football history' in awards tribute | @KateLouiseRowanhttps://t.co/WMXkHD5Lss — Telegraph Football (@TeleFootball) February 19, 2019Jose Mourinho talaði um Arsene Wenger þar sem einn af bestu knattspyrnustjórum sögunnar sem er mikið hrós. Hann sagðist líka alltaf hafa borið mikla virðingu fyrir störfum Wenger. Wenger viðurkenndi að þetta hefði komið sér á óvart. „Þetta var óvænt, já, af því því að við höfum marga góða hildi háð. Tíminn friðar samt alltaf öll mál,“ sagði Arsene Wenger. Aðrir sem sendu Wenger kveðjur voru menn eins og Cesc Fabregas, Patrick Vieira, Lee Dixon og David Dein. Arsene Wenger hætti með lið Arsenal síðasta vor eftir næstum því 22 ára starf en hann tók við Arsenal í byrjun október 1996. Hann hafði áður verið stjóri frönsku liðanna Nancy og Mónakó sem og starfað í eitt ár hjá japanska félaginu Nagoya Grampus Eight. Undir stjórn Arsene Wenger vann Arsenal tíu stóra titla en liðið vann ensku deildina í þrígang og enska bikarinn sjö sinnum. Arsenal vann líka samfélagskjöldinn sjö sinnum í tíð Wenger. Arsenal vann tvisvar tvöfalt undir stjórn Arsene Wenger eða tímabilin 1997-98 og 2001-02. Hann skrifaði líka söguna sem stjóri Arsenal tímabilið 2003-04 en liðið fór þá ósigrað í gegnum allt mótið.
Enski boltinn Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Sport Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Sjá meira