Eitt af markmiðunum að gera fullt af mistökum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2019 13:30 Guðlaug Edda Hannesdóttir. Mynd/Instagram/eddahannesd Tímabilið hjá þríþrautakonunni Guðlaugu Eddu Hannesdóttur hefst í Höfðaborg í Suður-Afríku í næstu viku og í nýjasta pistli sínum fer hún betur yfir markmið sín í þríþrautinni á árinu 2019. Guðlaug Edda Hannesdóttir er fremsta þríþrautarkona Íslands og er að vinna að því að tryggja sér farseðilinn á Ólympíuleikana í Tókýó á næsta ári. Edda er ein af átta íþróttamönnum sem Ólympíusamhjálpin styrkir vegna undirbúnings fyrir Tókýó 2020 en koma úr frjálsum íþróttum, sundi, skotíþróttur, fimleikum og lyftingum. Guðlaug Edda hefur skrifað mjög áhugaverða pistla inn á fésbókarsíðu sína þar sem hún leyfir áhugasömum að skyggnast inn í heim íslenskrar þríþrautarkonu sem á möguleika á að skrifa nýjan kafla í íslenska íþróttasögu með því að komast inn á Ólympíuleikana á næsta ári. „Ég hef alltaf verið "góð" á æfingum. Mér finnst gaman að ýta mér á æfingum og sjá árangur. Þegar ég var í sundi átti ég það til að æfa annaðhvort alltof mikið eða alltof erfitt, stundum bæði! Á síðasta ári gerðist það sama fyrir mig í þríþrautinni, ég varð "alltof góð" á æfingum. Þegar kom að því að taka formið út í keppnum var tankurinn oft tómari en æfingarnar mínar gáfu til kynna,“ skrifar Guðlaug Edda en á nýju ári ætlar hún að njóta þess betur að keppa og hafa meira gaman af því að keppa aftur. „Mig langar til þess að færa mig frá "mér finnst gaman að ýta mér á æfingum og sjá árangur" yfir í "mér finnst gaman að ýta mér í keppnum og sjá árangur", og keppa með öllu hjarta og sál,“ skrifar Guðlaug Edda og það snýst þá um líka að láta vaða í keppni og þora að gera einhver mistök. „En það mikilvægasta af öllu er að mig langar til þess að gera fullt af mistökum, því það er þannig sem við verðum betri. Það er ekkert sem heitir að mistakast, heldur bara mistök til þess að læra af! Mig langar ekki að vera fullkomin, heldur fullkomlega ófullkomin og hafa ótrúlega gaman,“ skrifar Guðlaug Edda og má lesa allan pistilinn hennar hér fyrir neðan. Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Þríþraut Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira
Tímabilið hjá þríþrautakonunni Guðlaugu Eddu Hannesdóttur hefst í Höfðaborg í Suður-Afríku í næstu viku og í nýjasta pistli sínum fer hún betur yfir markmið sín í þríþrautinni á árinu 2019. Guðlaug Edda Hannesdóttir er fremsta þríþrautarkona Íslands og er að vinna að því að tryggja sér farseðilinn á Ólympíuleikana í Tókýó á næsta ári. Edda er ein af átta íþróttamönnum sem Ólympíusamhjálpin styrkir vegna undirbúnings fyrir Tókýó 2020 en koma úr frjálsum íþróttum, sundi, skotíþróttur, fimleikum og lyftingum. Guðlaug Edda hefur skrifað mjög áhugaverða pistla inn á fésbókarsíðu sína þar sem hún leyfir áhugasömum að skyggnast inn í heim íslenskrar þríþrautarkonu sem á möguleika á að skrifa nýjan kafla í íslenska íþróttasögu með því að komast inn á Ólympíuleikana á næsta ári. „Ég hef alltaf verið "góð" á æfingum. Mér finnst gaman að ýta mér á æfingum og sjá árangur. Þegar ég var í sundi átti ég það til að æfa annaðhvort alltof mikið eða alltof erfitt, stundum bæði! Á síðasta ári gerðist það sama fyrir mig í þríþrautinni, ég varð "alltof góð" á æfingum. Þegar kom að því að taka formið út í keppnum var tankurinn oft tómari en æfingarnar mínar gáfu til kynna,“ skrifar Guðlaug Edda en á nýju ári ætlar hún að njóta þess betur að keppa og hafa meira gaman af því að keppa aftur. „Mig langar til þess að færa mig frá "mér finnst gaman að ýta mér á æfingum og sjá árangur" yfir í "mér finnst gaman að ýta mér í keppnum og sjá árangur", og keppa með öllu hjarta og sál,“ skrifar Guðlaug Edda og það snýst þá um líka að láta vaða í keppni og þora að gera einhver mistök. „En það mikilvægasta af öllu er að mig langar til þess að gera fullt af mistökum, því það er þannig sem við verðum betri. Það er ekkert sem heitir að mistakast, heldur bara mistök til þess að læra af! Mig langar ekki að vera fullkomin, heldur fullkomlega ófullkomin og hafa ótrúlega gaman,“ skrifar Guðlaug Edda og má lesa allan pistilinn hennar hér fyrir neðan.
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Þríþraut Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira