Þingmaður Pírata segir algert valdamisvægi milli miðflokksmanna og Báru Kjartan Kjartansson skrifar 3. febrúar 2019 08:04 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Fréttablaðið/Ernir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir algert valdamisvægi ríkja á milli þingmanna Miðflokksins og Báru Halldórsdóttur sem tók upp samtal þeirra á barnum Klaustri í nóvember. Þingmennirnir hafa kært hana til Persónuverndar og undirbúið málsókn. Í færslu á Facebook-síðu sinni fullyrðir Þórhildur Sunna að fjórir þingmenn, sem séu handhafar löggjafarvalds og njóti þinghelgi, beiti nú fyrir sig dómskerfinu og framkvæmdarvaldinu til þess að koma höggi á uppljóstrara sem „upplýsti almenning um spillingargort og haturstal þingmannanna“. Vísar hún til kæru miðflokksmanna til Persónuverndar og málaferli sem þeir hafi lagt drög að vegna upptakanna sem hún gerði. Á sama tíma neiti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Bragi Sveinsson að sitja fyrir svörum hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og ekkert fréttist frá ríkissaksóknara um rannsókn á því sem Þórhildur Sunna kallar „spillingargort“ þingmannanna. Á upptökunum heyrðust þingmennirnir meðal annars ræða um einhvers konar samkomulag við Sjálfstæðisflokkinn um sendiherrastól fyrir Gunnar Braga og virðist Þórhildur Sunna vísa til þess.Varar við „meðvirkniskasti“ dóms- og framkvæmdavalds Telur Þórhildur Sunna að þó að dómsvaldið hafi í fyrstu atrennu neitað að beita sér gegn Báru sé ekki vitað hvað gerist höfði þingmennirnir mál gegn henni. Þá megi tíðinda líklega fara að vænta af meðferð Persónuverndar á kæru þingmannanna. Í þessu ljósi segir Þórhildur Sunna að valdamisvægið á milli þingmannanna annars vegar og Báru hins vegar algert. „Þingmenn varðir þinghelgi og góðum efnum beita fyrir sig báðum hinum öngum ríkisvaldsins gegn konu sem ríkið skammtar lúsarlaun,“ skrifar þingkonan sem segist vona að íslensk lög séu nægilega sterk til að verja uppljóstrara eins og Báru. Miklu skipti hvort að framkvæmda- og dómsvaldið kjósi að standa með rétti almennings til upplýsinga og gegn spillingu og valdníðslu eða „velji meðvirkniskast með þessum ábyrgðarlausu og tuddalegu þingmönnum“. „Því þrátt fyrir valdastöðu sína þá eru þingmennirnir ekki ósnertanlegir ef kerfið ákveður að standa með almenningi frekar en þeim sem valdið hafa,“ skrifar Þórhildur Sunna. Alþingi Persónuvernd Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir algert valdamisvægi ríkja á milli þingmanna Miðflokksins og Báru Halldórsdóttur sem tók upp samtal þeirra á barnum Klaustri í nóvember. Þingmennirnir hafa kært hana til Persónuverndar og undirbúið málsókn. Í færslu á Facebook-síðu sinni fullyrðir Þórhildur Sunna að fjórir þingmenn, sem séu handhafar löggjafarvalds og njóti þinghelgi, beiti nú fyrir sig dómskerfinu og framkvæmdarvaldinu til þess að koma höggi á uppljóstrara sem „upplýsti almenning um spillingargort og haturstal þingmannanna“. Vísar hún til kæru miðflokksmanna til Persónuverndar og málaferli sem þeir hafi lagt drög að vegna upptakanna sem hún gerði. Á sama tíma neiti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Bragi Sveinsson að sitja fyrir svörum hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og ekkert fréttist frá ríkissaksóknara um rannsókn á því sem Þórhildur Sunna kallar „spillingargort“ þingmannanna. Á upptökunum heyrðust þingmennirnir meðal annars ræða um einhvers konar samkomulag við Sjálfstæðisflokkinn um sendiherrastól fyrir Gunnar Braga og virðist Þórhildur Sunna vísa til þess.Varar við „meðvirkniskasti“ dóms- og framkvæmdavalds Telur Þórhildur Sunna að þó að dómsvaldið hafi í fyrstu atrennu neitað að beita sér gegn Báru sé ekki vitað hvað gerist höfði þingmennirnir mál gegn henni. Þá megi tíðinda líklega fara að vænta af meðferð Persónuverndar á kæru þingmannanna. Í þessu ljósi segir Þórhildur Sunna að valdamisvægið á milli þingmannanna annars vegar og Báru hins vegar algert. „Þingmenn varðir þinghelgi og góðum efnum beita fyrir sig báðum hinum öngum ríkisvaldsins gegn konu sem ríkið skammtar lúsarlaun,“ skrifar þingkonan sem segist vona að íslensk lög séu nægilega sterk til að verja uppljóstrara eins og Báru. Miklu skipti hvort að framkvæmda- og dómsvaldið kjósi að standa með rétti almennings til upplýsinga og gegn spillingu og valdníðslu eða „velji meðvirkniskast með þessum ábyrgðarlausu og tuddalegu þingmönnum“. „Því þrátt fyrir valdastöðu sína þá eru þingmennirnir ekki ósnertanlegir ef kerfið ákveður að standa með almenningi frekar en þeim sem valdið hafa,“ skrifar Þórhildur Sunna.
Alþingi Persónuvernd Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira