Sport

Fimmta lotan: Það er hroki í Leon Edwards

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pétur Marinó fær hér að kenna á því frá Ásgeiri Berki.
Pétur Marinó fær hér að kenna á því frá Ásgeiri Berki.

Gunnar Nelson er á leið aftur inn í búrið í næsta mánuði og það var byrjað að hita upp fyrir bardagann í Fimmtu lotunni á Vísi.

Gunnar mætir Englendingnum Leon Edwards í London þann 16. mars á afar áhugaverðu bardagakvöldi fyrir veltivigtina því aðalbardagi kvöldsins er á milli Darren Till á Jorge Masvidal.

Pétur Marinó Jónsson og Ásgeir Börkur Ásgeirsson eru sérfræðingar þáttarins og fara yfir málin fyrir helgina.

Smá truflun varð á þættinum sökum borhljóða en strákarnir létu það ekki hafa áhrif á sig. Þáttinn má sjá hér að neðan.


Klippa: Fimmta lotan: Níundi þáttur
Tengdar fréttir

Gunnar: Leon er frábær andstæðingur

UFC staðfesti í dag að Gunnar Nelson muni mæta Bretanum Leon Edwards í London um miðjan mars. Gunnar hafði óskað eftir því að fá bardaga gegn Edwards þetta kvöld og varð að ósk sinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.