Segir Sjálfstæðisflokkinn hafa snúið baki við eigin gildum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. janúar 2019 18:33 Þorgerður Katrín kallaði eftir virðingu í samskiptum og frelsi til að fara eigin leiðir í stjórnmálum. Vísir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi á síðustu árum horfið frá þeim gildum, á borð við víðsýni, sem eitt sinn hafi einkennt flokkinn og á þeim forsendum hafi hún fundið sig knúna til að yfirgefa flokkinn og ganga til liðs við Viðreisn, flokk sem hverfist um öll hennar helstu baráttumál á borð við alþjóðasamstarf, jafnrétti og frjálslyndi. Þetta sagði Þorgerður Katrín í viðtali á Þingvöllum í dag en Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, stýrði viðtalinu. Páll varði drjúgum hluta viðtalsins í að spyrja út í fortíð hennar í stjórnmálum, hrunárin og veru hennar í Sjálfstæðisflokknum. Um miðbik þáttarins fann Þorgerður Katrín sig knúna til að segja „Páll ég veit að þú ert í Sjálfstæðisflokknum en mig langar til að fara að tala um framtíðina líka.“ Páll spurði Þorgerði Katrínu hvort hún hefði upplifað andúð af hálfu Sjálfstæðismanna sem hafi litið á brotthvarf Þorgarðar sem svik eða óheilindi gagnvart því sem þeir stóðu fyrir: „Það eru til þeir, einhverjir svona harðkjarna Sjálfstæðismenn gamlir, sem myndu lýsa þessu svona: „heyrðu við bárum þennan stjórnmálamann, þessa stjórnmálakonu á höndum okkar við kusum hana inn á þing, við kusum hana til mestu trúnaðarstarfa, við treystum henni best, við kusum hana, hún var ráðherrann okkar, hún var varaformaðurinn okkar og svo bara fer hún frá okkur,“ segir Páll. Þorgerður Katrín svaraði því til að hún hefði orðið vör við ákveðna heift af hálfu tiltekinna stjórnmálamanna sem hafi oftar en ekki verið karlmenn. Hún segist reyna að taka það ekki inn á sig þegar stjórnmálamenn „skjóti á hana“ í kaffiteríunni á Alþingi og víðar. Hún segist gera sér grein fyrir því að hún sé ekki sú vinsælasta innan raða Sjálfstæðisflokksins. „Það eru ráðherra þarna sem eru að gera bæði góða hluti en líka alveg ógeðslega leiðinlega og vonda hluti,“ segir Þorgerður Katrín. Varðandi spurningu Páls segist hún trúa því að hún hafi verið kosin til áhrifa-og trúnaðarstarfa vegna þess að hún hafi eitthvað fram að færa og að hún hafi staðið undir traustinu. Hún segir að Sjálfstæðisflokkurinn, umfram aðra flokka, ætti að hafa skilning á frelsi einstaklingsins og frelsi til orða og athafna.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar nýtur sín vel innan flokks sem nái betur utan um skoðanir hennar og sýn í stjórnmálum.Hættuleg þróun að snúa baki við gildi á borð við víðsýni Þorgerður Katrín segir að henni finnist miður að fylgjast með þeirri þróun sem hafi átt sér stað í Sjálfstæðisflokknum; hann hafi horfið frá sínum gildum og neitað að takast á við nýja tíma. Það sé mikil gerjun í pólitíkinni sem sé mikil áskorun fyrir flokka sem séu meira en 80 ára gamlir. Þorgerði finnst erfitt að horfa upp á þróunina ekki síst vegna þess að hún hafi upphaflega gengið til liðs við Sjálfstæðisflokksinn vegna utanríkismála. „Út af öryggis-og varnarmálum flokksins, út af þessari víðu sýn sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði meðal annars hvernig hann kom árið 1949 að NATO - inngöngunni og gerði það með stæl, árið 1970 – aðili að EFTA og stóð fyrir því að gera EES samninginn. Allt í einu á síðustu árum er verið að snúa svolítið baki við þessari víðsýni sem einkenndi flokkinn og forystumenn flokksins í gegnum tíðina og það er hættulegt.“ Þorgerður Katrín segist virða alla sem eru í Sjálfstæðisflokknum. „Þó ég sakni þess að það þurfi að taka ákvarðanir í ýmsum málaflokkum, í sjávarútvegi, landbúnaði og ferðaþjónustu að þá er þetta fólk sem er að reyna að sinna vinnunni og sinna henni vel, við skulum bara draga það fram.“ Henni finnst mikilvægt að stjórnmálaflokkar séu ekki talaðir mikið niður því þeir vinni mikilvægt starf í lýðræðissamfélagi. „Við skulum virða hvort annað en við skulum þá líka leyfa okkur að fara áfram á okkar eigin forsendum en ekki einhverju fyrirframgefnu innan einhverrar flokksmaskínu.“ Alþingi Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi á síðustu árum horfið frá þeim gildum, á borð við víðsýni, sem eitt sinn hafi einkennt flokkinn og á þeim forsendum hafi hún fundið sig knúna til að yfirgefa flokkinn og ganga til liðs við Viðreisn, flokk sem hverfist um öll hennar helstu baráttumál á borð við alþjóðasamstarf, jafnrétti og frjálslyndi. Þetta sagði Þorgerður Katrín í viðtali á Þingvöllum í dag en Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, stýrði viðtalinu. Páll varði drjúgum hluta viðtalsins í að spyrja út í fortíð hennar í stjórnmálum, hrunárin og veru hennar í Sjálfstæðisflokknum. Um miðbik þáttarins fann Þorgerður Katrín sig knúna til að segja „Páll ég veit að þú ert í Sjálfstæðisflokknum en mig langar til að fara að tala um framtíðina líka.“ Páll spurði Þorgerði Katrínu hvort hún hefði upplifað andúð af hálfu Sjálfstæðismanna sem hafi litið á brotthvarf Þorgarðar sem svik eða óheilindi gagnvart því sem þeir stóðu fyrir: „Það eru til þeir, einhverjir svona harðkjarna Sjálfstæðismenn gamlir, sem myndu lýsa þessu svona: „heyrðu við bárum þennan stjórnmálamann, þessa stjórnmálakonu á höndum okkar við kusum hana inn á þing, við kusum hana til mestu trúnaðarstarfa, við treystum henni best, við kusum hana, hún var ráðherrann okkar, hún var varaformaðurinn okkar og svo bara fer hún frá okkur,“ segir Páll. Þorgerður Katrín svaraði því til að hún hefði orðið vör við ákveðna heift af hálfu tiltekinna stjórnmálamanna sem hafi oftar en ekki verið karlmenn. Hún segist reyna að taka það ekki inn á sig þegar stjórnmálamenn „skjóti á hana“ í kaffiteríunni á Alþingi og víðar. Hún segist gera sér grein fyrir því að hún sé ekki sú vinsælasta innan raða Sjálfstæðisflokksins. „Það eru ráðherra þarna sem eru að gera bæði góða hluti en líka alveg ógeðslega leiðinlega og vonda hluti,“ segir Þorgerður Katrín. Varðandi spurningu Páls segist hún trúa því að hún hafi verið kosin til áhrifa-og trúnaðarstarfa vegna þess að hún hafi eitthvað fram að færa og að hún hafi staðið undir traustinu. Hún segir að Sjálfstæðisflokkurinn, umfram aðra flokka, ætti að hafa skilning á frelsi einstaklingsins og frelsi til orða og athafna.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar nýtur sín vel innan flokks sem nái betur utan um skoðanir hennar og sýn í stjórnmálum.Hættuleg þróun að snúa baki við gildi á borð við víðsýni Þorgerður Katrín segir að henni finnist miður að fylgjast með þeirri þróun sem hafi átt sér stað í Sjálfstæðisflokknum; hann hafi horfið frá sínum gildum og neitað að takast á við nýja tíma. Það sé mikil gerjun í pólitíkinni sem sé mikil áskorun fyrir flokka sem séu meira en 80 ára gamlir. Þorgerði finnst erfitt að horfa upp á þróunina ekki síst vegna þess að hún hafi upphaflega gengið til liðs við Sjálfstæðisflokksinn vegna utanríkismála. „Út af öryggis-og varnarmálum flokksins, út af þessari víðu sýn sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði meðal annars hvernig hann kom árið 1949 að NATO - inngöngunni og gerði það með stæl, árið 1970 – aðili að EFTA og stóð fyrir því að gera EES samninginn. Allt í einu á síðustu árum er verið að snúa svolítið baki við þessari víðsýni sem einkenndi flokkinn og forystumenn flokksins í gegnum tíðina og það er hættulegt.“ Þorgerður Katrín segist virða alla sem eru í Sjálfstæðisflokknum. „Þó ég sakni þess að það þurfi að taka ákvarðanir í ýmsum málaflokkum, í sjávarútvegi, landbúnaði og ferðaþjónustu að þá er þetta fólk sem er að reyna að sinna vinnunni og sinna henni vel, við skulum bara draga það fram.“ Henni finnst mikilvægt að stjórnmálaflokkar séu ekki talaðir mikið niður því þeir vinni mikilvægt starf í lýðræðissamfélagi. „Við skulum virða hvort annað en við skulum þá líka leyfa okkur að fara áfram á okkar eigin forsendum en ekki einhverju fyrirframgefnu innan einhverrar flokksmaskínu.“
Alþingi Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira