Íslenski boltinn

Sex tíma íslensk fótboltaveisla á Stöð 2 Sport í dag

Valur og FH eru í eldlínunni í dag.
Valur og FH eru í eldlínunni í dag. vísir/vilhelm
Það verður nóg um að vera á Sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld en sjötta umferð Pepsi Max-deildar karla klárast í dag.

Dagurinn hefst með hörkuleik upp á Skipaskaga þar sem toppliðið og nýliðarnir í ÍA fá Stjörnumenn í heimsókn sem töpuðu í síðustu umferð. Flautað verður til leiks klukkan 17.00.

FH mætir Fylki klukkan 19.15 en FH hefur enn ekki tekist að vinna útileik í tveimur tilraunum á leiktíðinni. Fylkir hefur fatast flugið upp á síðkastið.

Þriðji og síðasti leikur dagsins hefst svo einnig klukkan 19.15 en þá fer Breiðablik og heimsækir Val. Breiðablik tapaði fyrir ÍA í síðustu umferð og mikið hefur gustað um Val.

Kvöldinu verður svo lokað með Pepsi Max-mörkunum en þau hefjast klukkan 21.15. Hörður Magnússon og spekingar hans gera þar upp umferðina. Sex tíma fótboltaveisla í dag!


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.