Dagurinn hefst með hörkuleik upp á Skipaskaga þar sem toppliðið og nýliðarnir í ÍA fá Stjörnumenn í heimsókn sem töpuðu í síðustu umferð. Flautað verður til leiks klukkan 17.00.
FH mætir Fylki klukkan 19.15 en FH hefur enn ekki tekist að vinna útileik í tveimur tilraunum á leiktíðinni. Fylkir hefur fatast flugið upp á síðkastið.
Þriðji og síðasti leikur dagsins hefst svo einnig klukkan 19.15 en þá fer Breiðablik og heimsækir Val. Breiðablik tapaði fyrir ÍA í síðustu umferð og mikið hefur gustað um Val.
Kvöldinu verður svo lokað með Pepsi Max-mörkunum en þau hefjast klukkan 21.15. Hörður Magnússon og spekingar hans gera þar upp umferðina. Sex tíma fótboltaveisla í dag!
Orkupakkadagur framundan. Verðum í loftinu frá 16.40 til 22.40 í kvöld. 2 dúndurleikir í beinni og ekkert málþóf í #PMM kl.21.15 #pepsimaxdeildin#besta#góðarstundir#alltfyriráskrifendur
— Höddi Magg (@HoddiMagnusson) May 26, 2019