Verkfall hefur áhrif á bróðurpart gisti- og veitingahúsa í landinu Heimir Már Pétursson skrifar 22. febrúar 2019 12:00 Gistihús og veitingastaðir í Reykjavík færu ekki varhluta af verkfalli. Vísir/vilhelm Fyrstu verkfallsaðgerðir verkalýðsfélaganna fjögurra sem slitu viðræðum við Samtök atvinnulífsins í gær munu hafa áhrif á starfsemi bróðurhluta allra gisti- og veitingastaða á landinu. En hundruð starfsmanna við þrif og ræstingar munu leggja niður störf í tæpan sólahring eftir þrjár vikur verði verkfall samþykkt í atkvæðagreiðslu félagsmanna í næstu viku. Almenn rafræn og leynileg atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls hluta starfsmanna Eflingar hefst klukkan tíu á mánudagsmorgun og lýkur klukkan tíu að kveldi fimmtudagsins næstkomandi. Verkfallið mun ná til starfsfólks í veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi á samningum Eflingar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis; allra þrifa, hreingerninga og frágangs herbergja og annarrar gistiaðstöðu þ.m.t. á göngum, salernum og í sameiginlegu rými, á öllum hótelum og gistihúsum á því félagssvæði Eflingar sem tekur til starfa á veitinga- og gistihúsum. Þetta mun hafa áhrif á veitinga- og gistihús í Reykjavík, Kópavogi, á Seltjarnarnesi, í Mosfellsbæ og Kjósarsýslu að Botnsá, í Grímsnes- og Grafningshreppi, Hveragerði og sveitarfélagsinu Ölfusi auk Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar segir að ef af verkfallinu verði muni nokkur hundruð manns leggja niður störf. Þörf verði á nokkuð umfangsmikilli verkfallsvörslu. „En við reiknum hins vegar ekki með öðru en að þetta verði verkfall sem muni njóta víðtæks stuðnings. Það er okkar upplegg og hugmyndin með þessu. Þannig að verkfallsvarsla mun þá vonandi bara felast í því að greiða úr misskilningi og slíku sem getur komið upp varðandi félagsaðild fólks sem stundum getur verið eitthvað á reiki og slík atriði,” segir Viðar. Þeir sem geta tekið þátt í atkvæðagreiðslunni um verkfallið er starfsfólk á þeim kjarasamningum sem nefndir voru hér að framan og einfaldur meirihluti þeirra sem tekur þátt í atkvæðagreiðslunni ræður niðurstöðunni. Verkalýðsfélögin fjögur sem slitu viðræðum við Samtök atvinnulífsins boða röð verkfallsaðgerða. Viðar reiknar þó ekki með að önnur vinustöðvun en sú sem nú er fyrirhuguð hinn 8. mars geti átt sér stað fyrir þann tíma. „Nú er það þannig með verkfallsaðgerðir að það er ekki hlaupið að þeim. Þær þurfa að fara í gegnum ferli. Það þarf að vera fyrirvari frá því samninganefnd samþykkir þangað til atkvæðagreiðslu má ljúka. Svo er aftur frestur frá því verkfallsboðunin er kynnt fyrir ríkissáttasemjara og þeim sem aðgerðir beinast gegn. Þarna er annar sjö daga gluggi. Þannig að ég held að af þeirri ástæðu eingöngu sé nánast útilokað að aðgerðir geti hafist mikið fyrr.“ Kjaramál Tengdar fréttir Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00 Segir vandséð að nokkur græði á vegferð verkalýðsforystunnar Sú verkalýðsbarátta sem er nú háð er einstæð fyrir fjórar sakir segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í hagsögu. 22. febrúar 2019 09:00 Svarar Friðjóni fullum hálsi og hafnar „talnaleikfimi Fréttablaðsins og fyrirtækjaeigenda“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og fjölmiðlamaður, segist ekki kannast við harðskeytta orðræðu hjá sér eða fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar. 22. febrúar 2019 10:17 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Fyrstu verkfallsaðgerðir verkalýðsfélaganna fjögurra sem slitu viðræðum við Samtök atvinnulífsins í gær munu hafa áhrif á starfsemi bróðurhluta allra gisti- og veitingastaða á landinu. En hundruð starfsmanna við þrif og ræstingar munu leggja niður störf í tæpan sólahring eftir þrjár vikur verði verkfall samþykkt í atkvæðagreiðslu félagsmanna í næstu viku. Almenn rafræn og leynileg atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls hluta starfsmanna Eflingar hefst klukkan tíu á mánudagsmorgun og lýkur klukkan tíu að kveldi fimmtudagsins næstkomandi. Verkfallið mun ná til starfsfólks í veitinga- og gistihúsum og hliðstæðri starfsemi á samningum Eflingar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis; allra þrifa, hreingerninga og frágangs herbergja og annarrar gistiaðstöðu þ.m.t. á göngum, salernum og í sameiginlegu rými, á öllum hótelum og gistihúsum á því félagssvæði Eflingar sem tekur til starfa á veitinga- og gistihúsum. Þetta mun hafa áhrif á veitinga- og gistihús í Reykjavík, Kópavogi, á Seltjarnarnesi, í Mosfellsbæ og Kjósarsýslu að Botnsá, í Grímsnes- og Grafningshreppi, Hveragerði og sveitarfélagsinu Ölfusi auk Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar segir að ef af verkfallinu verði muni nokkur hundruð manns leggja niður störf. Þörf verði á nokkuð umfangsmikilli verkfallsvörslu. „En við reiknum hins vegar ekki með öðru en að þetta verði verkfall sem muni njóta víðtæks stuðnings. Það er okkar upplegg og hugmyndin með þessu. Þannig að verkfallsvarsla mun þá vonandi bara felast í því að greiða úr misskilningi og slíku sem getur komið upp varðandi félagsaðild fólks sem stundum getur verið eitthvað á reiki og slík atriði,” segir Viðar. Þeir sem geta tekið þátt í atkvæðagreiðslunni um verkfallið er starfsfólk á þeim kjarasamningum sem nefndir voru hér að framan og einfaldur meirihluti þeirra sem tekur þátt í atkvæðagreiðslunni ræður niðurstöðunni. Verkalýðsfélögin fjögur sem slitu viðræðum við Samtök atvinnulífsins boða röð verkfallsaðgerða. Viðar reiknar þó ekki með að önnur vinustöðvun en sú sem nú er fyrirhuguð hinn 8. mars geti átt sér stað fyrir þann tíma. „Nú er það þannig með verkfallsaðgerðir að það er ekki hlaupið að þeim. Þær þurfa að fara í gegnum ferli. Það þarf að vera fyrirvari frá því samninganefnd samþykkir þangað til atkvæðagreiðslu má ljúka. Svo er aftur frestur frá því verkfallsboðunin er kynnt fyrir ríkissáttasemjara og þeim sem aðgerðir beinast gegn. Þarna er annar sjö daga gluggi. Þannig að ég held að af þeirri ástæðu eingöngu sé nánast útilokað að aðgerðir geti hafist mikið fyrr.“
Kjaramál Tengdar fréttir Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00 Segir vandséð að nokkur græði á vegferð verkalýðsforystunnar Sú verkalýðsbarátta sem er nú háð er einstæð fyrir fjórar sakir segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í hagsögu. 22. febrúar 2019 09:00 Svarar Friðjóni fullum hálsi og hafnar „talnaleikfimi Fréttablaðsins og fyrirtækjaeigenda“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og fjölmiðlamaður, segist ekki kannast við harðskeytta orðræðu hjá sér eða fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar. 22. febrúar 2019 10:17 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Segir fullyrðingar SA opinbera „sturlað viðhorf“ til kröfugerðarinnar Formaður VR gagnrýnir fullyrðingar SA um kröfur félagsins um launahækkanir. 22. febrúar 2019 11:00
Segir vandséð að nokkur græði á vegferð verkalýðsforystunnar Sú verkalýðsbarátta sem er nú háð er einstæð fyrir fjórar sakir segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur í hagsögu. 22. febrúar 2019 09:00
Svarar Friðjóni fullum hálsi og hafnar „talnaleikfimi Fréttablaðsins og fyrirtækjaeigenda“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins og fjölmiðlamaður, segist ekki kannast við harðskeytta orðræðu hjá sér eða fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar. 22. febrúar 2019 10:17