Innlent

Reynslumiklir veðurfræðingar útiloka ekki hitamet á sumardaginn fyrsta

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vonandi geta sem flestir landsmenn notið veðurblíðu á fimmtudaginn.
Vonandi geta sem flestir landsmenn notið veðurblíðu á fimmtudaginn. Veðurstofa Íslands
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur er bjartsýnn þegar hann rýnir í tölurnar fyrir fimmtudaginn 25. apríl, sumardaginn fyrsta. Eins og fram hefur komið er von á hlýju veðri á fimmtudaginn en Einar segir á vef sínum Bliku að svo geti farið að hitamet verði slegið í Reykjavík.

„Það lítur út fyrir einkar hlýtt veður nk. fimmtudag. Hiti getur hæglega komist í 15 stig bæði á Akureyri og Reykjavík svo dæmi séu tekin,“ segir Einar og flettir upp í sögubókum.

„Í Reykjavík er aprílmetið 15,2°C frá því á stríðsárunum eða 29. apríl 1942. Spennandi!“

Trausti Jónsson veðurfræðingur segir á vef sínum Hungurdiskum að metið á Akureyri verði þó varla slegið. Hæsti hiti sem mælst hefur á landinu á sumardaginn fyrsta er 19,8 stig árið 1976.

„Rifja má upp að hæsti hámarkshiti í Reykjavík á fyrsta sumardag er 13,5 stig, sem mældist 1998. Eins og staðan er þegar þetta er skrifað er rauhæfur möguleiki á að það met verði slegið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×