Hafnaði risasamningi í hafnaboltanum og valdi NFL-deildina Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. febrúar 2019 10:00 Kyler Murray er á leið í NFL-deildina. vísir/getty Íþróttaundrið Kyler Murray var eftirsóttur af bæði liðum í MLB og NFL-deildinni enda með eindæmum hæfileikaríkur íþróttamaður. Hann hefur þó ákveðið að taka frekar slaginn í NFL-deildinni. Hinn 21 árs gamli Murray var valinn níundi í nýliðavali MLB-hafnaboltadeildarinnar síðasta sumar en ákvað að halda áfram að spila leikstjórnanda með Oklahoma-háskólanum. Þar átti hann frábært tímabil og fékk að launum hinn eftirsótta Heisman-bikar sem besti ruðningsleikmaður háskólaboltans fær á hverju ári. Hann skilaði betri tölum en Baker Mayfield sem var valinn fyrstur í nýliðavali NFL-deildarinnar í fyrra og blómstraði svo í deildinni. Í síðasta mánuði tilkynnti Murray að NFL-deildin hefði vinninginn. Þangað ætlaði hann. Murray gæti því orðið fyrsti íþróttamaður sögunnar sem er valinn í fyrstu umferð í nýliðavali MLB og NFL-deildarinnar og það er reyndar nánast pottþétt. „Fótboltinn hefur verið mín ástríða allt mitt líf. Ég var alinn upp til þess að spila leikstjórnandastöðuna og get ekki beðið eftir því að spreyta mig í NFL-deildinni,“ sagði Murray. Liðið sem valdi hann í hafnaboltanum, Oakland A's, var þegar búið að gefa honum stóran bónus sem hann þarf að endurgreiða að stóru leyti en hann gefur svo frá sér afganginn af samningnum sem var upp á 383 milljónir króna. Oakland sagðist ekki sjá eftir því að hafa valið Murray svona snemma þó svo núna sé það val ónýtt. NFL Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Íþróttaundrið Kyler Murray var eftirsóttur af bæði liðum í MLB og NFL-deildinni enda með eindæmum hæfileikaríkur íþróttamaður. Hann hefur þó ákveðið að taka frekar slaginn í NFL-deildinni. Hinn 21 árs gamli Murray var valinn níundi í nýliðavali MLB-hafnaboltadeildarinnar síðasta sumar en ákvað að halda áfram að spila leikstjórnanda með Oklahoma-háskólanum. Þar átti hann frábært tímabil og fékk að launum hinn eftirsótta Heisman-bikar sem besti ruðningsleikmaður háskólaboltans fær á hverju ári. Hann skilaði betri tölum en Baker Mayfield sem var valinn fyrstur í nýliðavali NFL-deildarinnar í fyrra og blómstraði svo í deildinni. Í síðasta mánuði tilkynnti Murray að NFL-deildin hefði vinninginn. Þangað ætlaði hann. Murray gæti því orðið fyrsti íþróttamaður sögunnar sem er valinn í fyrstu umferð í nýliðavali MLB og NFL-deildarinnar og það er reyndar nánast pottþétt. „Fótboltinn hefur verið mín ástríða allt mitt líf. Ég var alinn upp til þess að spila leikstjórnandastöðuna og get ekki beðið eftir því að spreyta mig í NFL-deildinni,“ sagði Murray. Liðið sem valdi hann í hafnaboltanum, Oakland A's, var þegar búið að gefa honum stóran bónus sem hann þarf að endurgreiða að stóru leyti en hann gefur svo frá sér afganginn af samningnum sem var upp á 383 milljónir króna. Oakland sagðist ekki sjá eftir því að hafa valið Murray svona snemma þó svo núna sé það val ónýtt.
NFL Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira