Vetnisstöð opnuð aftur við Vesturlandsveg Jóhann K. Jóhannsson skrifar 15. júní 2018 20:15 Vetni er eini orkugjafinn sem hægt er að framleiða í nægilegu magni hér á landi til þess að keyra bílaflota landsins samhliða rafbílavæðingu. Ísland var fyrsta landið í heiminum til þess að opna vetnisstöð fyrir bíla fyrir fimmtán árum en í dag var það gert aftur en undir öðrum áherslum. Fyrsta vetnisstöðin í heiminum var tekin í notkun við Vesturlandsveg, 24. apríl 2003, af þáverandi Iðnaðarráðherra, undir vökulu auga heimspressunnar en viðburðurinn var sendur út í beinni útsendingu. Samhliða opnuninni á sínum tíma fór af stað tilraunaverkefni sem miðaði af því að þróa og rannsaka dreifingu og notkun vetnis, efnahags og samfélagsáhrif þess og framtíðarmöguleika þess að nýta vetni í stað jarðefnaeldsneytis í íslensku samfélagi og voru meðal annars settir þrír almenningsvagnar af stað í leiðarkerfi Strætó sem allir gengu fyrir vetni. Vetnisstöðinni var lokað 2011 en þróunarverkefnið hélt áfram. Eins og vitað hafa orðið gífurlegar tækniframfarir í framleiðslu bíla og í dag var opnuð fyrsta vetnisstöðin af þremur sem taka á í notkun á þessu ári. „Núna er þetta komið skal ég segja þér. Ég tók einmitt þátt í að prófa bílanna sem komu hingað fyrst og það er bara stór munur á þessari tækni,“ segir Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar.Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi iðnaðarráðherra opnaði vetnisstöðina aftur í dag, líkt og hún gerði fyrir fimmtán árumVísir/Jóhann K. JóhannssonLíkt og fyrir fimmtán árum var það Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi iðnaðarráðherra sem opnaði stöðina í dag. „Þetta er vissulega svolítið öðruvísi en fyrir fimmtán árum því þá vorum við bókstaflega fyrst í heiminum að opna stöð sem þjónaði almenningi ,“ segir Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi iðnaðarráðherra, við opnun stöðvarinnar í dag. Nýverið klárarði Orka náttúrunnar að loka hringnum með hleðslustöðvum um allt land fyrir rafbíla. Framkvæmdastóri fyrirtækisins segir vetnið eina orkugjafann sem hægt sé að framleiða í nægilegu magni hér á landi til þess að keyra bílaflota landsins samhliða rafbílavæðingu. Hann segir að uppbyggingin gæti verið hröð. „Kosturinn við þennan orkugjafa er drægnin. Þú þarft ekki eins mikið að byggja upp fyrir þetta,“ segir Bjarni Már.Hvað með óvissuþættina? „Það væri lítið spennandi að taka þátt í þessu ef engin óvissa væri. Við þurfum að æfa okkur og við þurfum að hugsa um það líka að við gáfum nú bensínbílnum, eldsneytisbílnum nærri heila öld til að þróast og er orðinn þokkalegur. Eigum við ekki að gefa þessu nokkur ár,“ segir Bjarni Már. Tengdar fréttir Orkan opnar tvær nýjar vetnisstöðvar Vetnisbílar sem fluttir hafa verið til landsins að undanförnu eru nánast uppseldir. 30. maí 2018 19:04 Vetnisvagnaverkefnið framlengt? Tveggja ára þróunarverkefni með vetnisstrætisvagna lýkur í lok ágúst en unnið er að því að lengja verkefnið um eitt ár. Eina Kárahnjúkavirkjun þarf til að framleiða megi nóg vetni fyrir alla bíla landsmanna og skipaflotann. 25. júlí 2005 00:01 Heimsviðburður við Vesturlandsveg Í fyrramálið klukkan 10 verður vetnisstöðin við Vesturlandsveg, Shell, opnuð á nýjan leik eftir breytingar og nú fyrir almenna notkun. 27. nóvember 2007 14:57 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
Vetni er eini orkugjafinn sem hægt er að framleiða í nægilegu magni hér á landi til þess að keyra bílaflota landsins samhliða rafbílavæðingu. Ísland var fyrsta landið í heiminum til þess að opna vetnisstöð fyrir bíla fyrir fimmtán árum en í dag var það gert aftur en undir öðrum áherslum. Fyrsta vetnisstöðin í heiminum var tekin í notkun við Vesturlandsveg, 24. apríl 2003, af þáverandi Iðnaðarráðherra, undir vökulu auga heimspressunnar en viðburðurinn var sendur út í beinni útsendingu. Samhliða opnuninni á sínum tíma fór af stað tilraunaverkefni sem miðaði af því að þróa og rannsaka dreifingu og notkun vetnis, efnahags og samfélagsáhrif þess og framtíðarmöguleika þess að nýta vetni í stað jarðefnaeldsneytis í íslensku samfélagi og voru meðal annars settir þrír almenningsvagnar af stað í leiðarkerfi Strætó sem allir gengu fyrir vetni. Vetnisstöðinni var lokað 2011 en þróunarverkefnið hélt áfram. Eins og vitað hafa orðið gífurlegar tækniframfarir í framleiðslu bíla og í dag var opnuð fyrsta vetnisstöðin af þremur sem taka á í notkun á þessu ári. „Núna er þetta komið skal ég segja þér. Ég tók einmitt þátt í að prófa bílanna sem komu hingað fyrst og það er bara stór munur á þessari tækni,“ segir Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar.Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi iðnaðarráðherra opnaði vetnisstöðina aftur í dag, líkt og hún gerði fyrir fimmtán árumVísir/Jóhann K. JóhannssonLíkt og fyrir fimmtán árum var það Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi iðnaðarráðherra sem opnaði stöðina í dag. „Þetta er vissulega svolítið öðruvísi en fyrir fimmtán árum því þá vorum við bókstaflega fyrst í heiminum að opna stöð sem þjónaði almenningi ,“ segir Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi iðnaðarráðherra, við opnun stöðvarinnar í dag. Nýverið klárarði Orka náttúrunnar að loka hringnum með hleðslustöðvum um allt land fyrir rafbíla. Framkvæmdastóri fyrirtækisins segir vetnið eina orkugjafann sem hægt sé að framleiða í nægilegu magni hér á landi til þess að keyra bílaflota landsins samhliða rafbílavæðingu. Hann segir að uppbyggingin gæti verið hröð. „Kosturinn við þennan orkugjafa er drægnin. Þú þarft ekki eins mikið að byggja upp fyrir þetta,“ segir Bjarni Már.Hvað með óvissuþættina? „Það væri lítið spennandi að taka þátt í þessu ef engin óvissa væri. Við þurfum að æfa okkur og við þurfum að hugsa um það líka að við gáfum nú bensínbílnum, eldsneytisbílnum nærri heila öld til að þróast og er orðinn þokkalegur. Eigum við ekki að gefa þessu nokkur ár,“ segir Bjarni Már.
Tengdar fréttir Orkan opnar tvær nýjar vetnisstöðvar Vetnisbílar sem fluttir hafa verið til landsins að undanförnu eru nánast uppseldir. 30. maí 2018 19:04 Vetnisvagnaverkefnið framlengt? Tveggja ára þróunarverkefni með vetnisstrætisvagna lýkur í lok ágúst en unnið er að því að lengja verkefnið um eitt ár. Eina Kárahnjúkavirkjun þarf til að framleiða megi nóg vetni fyrir alla bíla landsmanna og skipaflotann. 25. júlí 2005 00:01 Heimsviðburður við Vesturlandsveg Í fyrramálið klukkan 10 verður vetnisstöðin við Vesturlandsveg, Shell, opnuð á nýjan leik eftir breytingar og nú fyrir almenna notkun. 27. nóvember 2007 14:57 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
Orkan opnar tvær nýjar vetnisstöðvar Vetnisbílar sem fluttir hafa verið til landsins að undanförnu eru nánast uppseldir. 30. maí 2018 19:04
Vetnisvagnaverkefnið framlengt? Tveggja ára þróunarverkefni með vetnisstrætisvagna lýkur í lok ágúst en unnið er að því að lengja verkefnið um eitt ár. Eina Kárahnjúkavirkjun þarf til að framleiða megi nóg vetni fyrir alla bíla landsmanna og skipaflotann. 25. júlí 2005 00:01
Heimsviðburður við Vesturlandsveg Í fyrramálið klukkan 10 verður vetnisstöðin við Vesturlandsveg, Shell, opnuð á nýjan leik eftir breytingar og nú fyrir almenna notkun. 27. nóvember 2007 14:57