Vetnisstöð opnuð aftur við Vesturlandsveg Jóhann K. Jóhannsson skrifar 15. júní 2018 20:15 Vetni er eini orkugjafinn sem hægt er að framleiða í nægilegu magni hér á landi til þess að keyra bílaflota landsins samhliða rafbílavæðingu. Ísland var fyrsta landið í heiminum til þess að opna vetnisstöð fyrir bíla fyrir fimmtán árum en í dag var það gert aftur en undir öðrum áherslum. Fyrsta vetnisstöðin í heiminum var tekin í notkun við Vesturlandsveg, 24. apríl 2003, af þáverandi Iðnaðarráðherra, undir vökulu auga heimspressunnar en viðburðurinn var sendur út í beinni útsendingu. Samhliða opnuninni á sínum tíma fór af stað tilraunaverkefni sem miðaði af því að þróa og rannsaka dreifingu og notkun vetnis, efnahags og samfélagsáhrif þess og framtíðarmöguleika þess að nýta vetni í stað jarðefnaeldsneytis í íslensku samfélagi og voru meðal annars settir þrír almenningsvagnar af stað í leiðarkerfi Strætó sem allir gengu fyrir vetni. Vetnisstöðinni var lokað 2011 en þróunarverkefnið hélt áfram. Eins og vitað hafa orðið gífurlegar tækniframfarir í framleiðslu bíla og í dag var opnuð fyrsta vetnisstöðin af þremur sem taka á í notkun á þessu ári. „Núna er þetta komið skal ég segja þér. Ég tók einmitt þátt í að prófa bílanna sem komu hingað fyrst og það er bara stór munur á þessari tækni,“ segir Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar.Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi iðnaðarráðherra opnaði vetnisstöðina aftur í dag, líkt og hún gerði fyrir fimmtán árumVísir/Jóhann K. JóhannssonLíkt og fyrir fimmtán árum var það Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi iðnaðarráðherra sem opnaði stöðina í dag. „Þetta er vissulega svolítið öðruvísi en fyrir fimmtán árum því þá vorum við bókstaflega fyrst í heiminum að opna stöð sem þjónaði almenningi ,“ segir Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi iðnaðarráðherra, við opnun stöðvarinnar í dag. Nýverið klárarði Orka náttúrunnar að loka hringnum með hleðslustöðvum um allt land fyrir rafbíla. Framkvæmdastóri fyrirtækisins segir vetnið eina orkugjafann sem hægt sé að framleiða í nægilegu magni hér á landi til þess að keyra bílaflota landsins samhliða rafbílavæðingu. Hann segir að uppbyggingin gæti verið hröð. „Kosturinn við þennan orkugjafa er drægnin. Þú þarft ekki eins mikið að byggja upp fyrir þetta,“ segir Bjarni Már.Hvað með óvissuþættina? „Það væri lítið spennandi að taka þátt í þessu ef engin óvissa væri. Við þurfum að æfa okkur og við þurfum að hugsa um það líka að við gáfum nú bensínbílnum, eldsneytisbílnum nærri heila öld til að þróast og er orðinn þokkalegur. Eigum við ekki að gefa þessu nokkur ár,“ segir Bjarni Már. Tengdar fréttir Orkan opnar tvær nýjar vetnisstöðvar Vetnisbílar sem fluttir hafa verið til landsins að undanförnu eru nánast uppseldir. 30. maí 2018 19:04 Vetnisvagnaverkefnið framlengt? Tveggja ára þróunarverkefni með vetnisstrætisvagna lýkur í lok ágúst en unnið er að því að lengja verkefnið um eitt ár. Eina Kárahnjúkavirkjun þarf til að framleiða megi nóg vetni fyrir alla bíla landsmanna og skipaflotann. 25. júlí 2005 00:01 Heimsviðburður við Vesturlandsveg Í fyrramálið klukkan 10 verður vetnisstöðin við Vesturlandsveg, Shell, opnuð á nýjan leik eftir breytingar og nú fyrir almenna notkun. 27. nóvember 2007 14:57 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Vetni er eini orkugjafinn sem hægt er að framleiða í nægilegu magni hér á landi til þess að keyra bílaflota landsins samhliða rafbílavæðingu. Ísland var fyrsta landið í heiminum til þess að opna vetnisstöð fyrir bíla fyrir fimmtán árum en í dag var það gert aftur en undir öðrum áherslum. Fyrsta vetnisstöðin í heiminum var tekin í notkun við Vesturlandsveg, 24. apríl 2003, af þáverandi Iðnaðarráðherra, undir vökulu auga heimspressunnar en viðburðurinn var sendur út í beinni útsendingu. Samhliða opnuninni á sínum tíma fór af stað tilraunaverkefni sem miðaði af því að þróa og rannsaka dreifingu og notkun vetnis, efnahags og samfélagsáhrif þess og framtíðarmöguleika þess að nýta vetni í stað jarðefnaeldsneytis í íslensku samfélagi og voru meðal annars settir þrír almenningsvagnar af stað í leiðarkerfi Strætó sem allir gengu fyrir vetni. Vetnisstöðinni var lokað 2011 en þróunarverkefnið hélt áfram. Eins og vitað hafa orðið gífurlegar tækniframfarir í framleiðslu bíla og í dag var opnuð fyrsta vetnisstöðin af þremur sem taka á í notkun á þessu ári. „Núna er þetta komið skal ég segja þér. Ég tók einmitt þátt í að prófa bílanna sem komu hingað fyrst og það er bara stór munur á þessari tækni,“ segir Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar.Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi iðnaðarráðherra opnaði vetnisstöðina aftur í dag, líkt og hún gerði fyrir fimmtán árumVísir/Jóhann K. JóhannssonLíkt og fyrir fimmtán árum var það Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi iðnaðarráðherra sem opnaði stöðina í dag. „Þetta er vissulega svolítið öðruvísi en fyrir fimmtán árum því þá vorum við bókstaflega fyrst í heiminum að opna stöð sem þjónaði almenningi ,“ segir Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi iðnaðarráðherra, við opnun stöðvarinnar í dag. Nýverið klárarði Orka náttúrunnar að loka hringnum með hleðslustöðvum um allt land fyrir rafbíla. Framkvæmdastóri fyrirtækisins segir vetnið eina orkugjafann sem hægt sé að framleiða í nægilegu magni hér á landi til þess að keyra bílaflota landsins samhliða rafbílavæðingu. Hann segir að uppbyggingin gæti verið hröð. „Kosturinn við þennan orkugjafa er drægnin. Þú þarft ekki eins mikið að byggja upp fyrir þetta,“ segir Bjarni Már.Hvað með óvissuþættina? „Það væri lítið spennandi að taka þátt í þessu ef engin óvissa væri. Við þurfum að æfa okkur og við þurfum að hugsa um það líka að við gáfum nú bensínbílnum, eldsneytisbílnum nærri heila öld til að þróast og er orðinn þokkalegur. Eigum við ekki að gefa þessu nokkur ár,“ segir Bjarni Már.
Tengdar fréttir Orkan opnar tvær nýjar vetnisstöðvar Vetnisbílar sem fluttir hafa verið til landsins að undanförnu eru nánast uppseldir. 30. maí 2018 19:04 Vetnisvagnaverkefnið framlengt? Tveggja ára þróunarverkefni með vetnisstrætisvagna lýkur í lok ágúst en unnið er að því að lengja verkefnið um eitt ár. Eina Kárahnjúkavirkjun þarf til að framleiða megi nóg vetni fyrir alla bíla landsmanna og skipaflotann. 25. júlí 2005 00:01 Heimsviðburður við Vesturlandsveg Í fyrramálið klukkan 10 verður vetnisstöðin við Vesturlandsveg, Shell, opnuð á nýjan leik eftir breytingar og nú fyrir almenna notkun. 27. nóvember 2007 14:57 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Orkan opnar tvær nýjar vetnisstöðvar Vetnisbílar sem fluttir hafa verið til landsins að undanförnu eru nánast uppseldir. 30. maí 2018 19:04
Vetnisvagnaverkefnið framlengt? Tveggja ára þróunarverkefni með vetnisstrætisvagna lýkur í lok ágúst en unnið er að því að lengja verkefnið um eitt ár. Eina Kárahnjúkavirkjun þarf til að framleiða megi nóg vetni fyrir alla bíla landsmanna og skipaflotann. 25. júlí 2005 00:01
Heimsviðburður við Vesturlandsveg Í fyrramálið klukkan 10 verður vetnisstöðin við Vesturlandsveg, Shell, opnuð á nýjan leik eftir breytingar og nú fyrir almenna notkun. 27. nóvember 2007 14:57