Innlent

Framsóknarráðherrar afkomendur bóndakonu en sjálfstæðismenn Þórunnar „ríku“

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Íslendingabók hefur tekið stakkaskiptum en ættfræðivefurinn vinsæli fær um 140 þúsund heimsóknir á mánuði. Karlalandsliðið í fótbolta og íslenska ríkisstjórnin eru komin af sömu konunni sem var lausaleiksbarn biskups á Hólum.

Íslendingar hafa löngum haft gaman af því að rekja saman ættir sínar sem hægt er að gera með einföldum hætti á Íslendingabók. en nú geta notendur bætt við myndum, æviágripum og öðrum upplýsingum um sig og forfeður sína sem fallnir eru frá í gagnagrunninn.

Til gamans hafa starfsmenn rakið saman ættartré ráðherra ríkisstjórnarinnar og í ljós kom að sameiginleg ættmóðir allra ráðherra Framsóknarflokksins var Ragnhildur Arnbjörnsdóttir, bóndakona á Hamraendum í Borgarfirði. (Engum sögum fer af henni en bóndi hennar var sagður ráðsettur og frómur.) Guðrún „eldri“ Ellertsdóttir frá Reykjahlíð í Mývatnssveit er sameiginleg ættmóðir ráðherra Vinstri grænna en ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru allir komnir af Þórunni „ríku“ Jónsdóttur á Reykhólum.

Við skoðun ættartrés ríkisstjórnarinnar eins og hún leggur sig kemur í ljós að sameiginleg ættmóðir allra ráðherra er Steinunn Guðbrandsdóttir í Svartárdal, en hún var lausaleiksbarn Guðbrands Þorlákssonar biskups á Hólum.

Þess má geta að Steinunn er líka sameiginleg ættmóðir íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Breytingarnar á vefnum verða formlega kynntar á fræðslufundi íslenskrar erfðagreiningar á morgun.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.