Bresk könnunarflugvél skoðar hafstrauma hér Garðar Örn Úlfarsson skrifar 20. mars 2018 06:00 Könnunarflugvél British Antarctic Survey er nú gerð út frá Akureyrarflugvelli. Verið er að rannsaka svonefndan Norður-Íslandsstraum. Vísir/auðunn Sérútbúin Twin Otter flugvél á vegum stofnunarinnar British Antarctic Survey hefur undanfarið haft bækistöðvar á Akureyri og stundað þaðan rannsóknarflug við Íslandstrendur. „Um er að ræða vísindarannsóknir sem hafa það að markmiði að rannsaka hitastig sjávar og lofts, auk hafíss. Fyrirtækið sem um ræðir heitir British Antartic Survey og eru verkefni þess unnin í samstarfi við fjölmarga aðila, meðal annars veðurstofur Íslands og Noregs ásamt fjölda háskóla víða um heim,“ segir Þórhildur Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu, um erindi bresku flugvélarinnar á Íslandi. Um er að ræða stórt verkefni á vegum breska East Anglia háskólans sem stofnunin British Antarctic Survey starfar fyrir. Samkvæmt svörum frá British Antarctic Survey er vera vísindamannanna hér nú tengd stóru verkefni sem snýst um höfin við Ísland og Grænland. „Flugvélin er útbúin fjölbreyttu úrvali tækja til loftslagsrannsókna,“ segir í svari frá British Antarctic Survey, sem vísar á East Anglia háskólann varðandi frekari upplýsingar. Ekki hafa enn fengist nánari skýringar frá breska háskólanum en þó benti talsmaður hans á upplýsingasíðu um verkefnið. Þar kemur fram að verið sé að rannsaka svokallaðan Norður-Íslandsstraum sem hafi uppgötvast fremur nýlega. Þessi Íslandsstraumur leggi til helming þess vatns sem streymi til suðurs um Grænlandssund og leggi sitt af mörkum til Norður-Atlantshafsstraumsins sem skipti sköpum fyrir loftslag í heiminum, sérstaklega í Evrópu. „Við munum meta hlut Íslandshafs í hnattrænum og svæðisbundnum loftslagslíkönum og rannsaka líklegar breytingar á loftflæði og yfirborðsflæði vegna loftslagsbreytinga,“ segir á upplýsingasíðu verkefnisins sem sagt er standa frá árinu 2016 til 2020. Breska könnunarvélin var á föstudag við Skjálfandaflóa og Axarfjörð og á Ströndum við Húnaflóa í gær. British Antarctic Survey er stofnun sem heyrir undir Rannsóknarráð umhverfismála í Bretlandi. Til starfseminnar fær BAS árlega fimmtíu milljónir punda, það svarar til um sjö milljarða íslenskra króna. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Vísindi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira
Sérútbúin Twin Otter flugvél á vegum stofnunarinnar British Antarctic Survey hefur undanfarið haft bækistöðvar á Akureyri og stundað þaðan rannsóknarflug við Íslandstrendur. „Um er að ræða vísindarannsóknir sem hafa það að markmiði að rannsaka hitastig sjávar og lofts, auk hafíss. Fyrirtækið sem um ræðir heitir British Antartic Survey og eru verkefni þess unnin í samstarfi við fjölmarga aðila, meðal annars veðurstofur Íslands og Noregs ásamt fjölda háskóla víða um heim,“ segir Þórhildur Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu, um erindi bresku flugvélarinnar á Íslandi. Um er að ræða stórt verkefni á vegum breska East Anglia háskólans sem stofnunin British Antarctic Survey starfar fyrir. Samkvæmt svörum frá British Antarctic Survey er vera vísindamannanna hér nú tengd stóru verkefni sem snýst um höfin við Ísland og Grænland. „Flugvélin er útbúin fjölbreyttu úrvali tækja til loftslagsrannsókna,“ segir í svari frá British Antarctic Survey, sem vísar á East Anglia háskólann varðandi frekari upplýsingar. Ekki hafa enn fengist nánari skýringar frá breska háskólanum en þó benti talsmaður hans á upplýsingasíðu um verkefnið. Þar kemur fram að verið sé að rannsaka svokallaðan Norður-Íslandsstraum sem hafi uppgötvast fremur nýlega. Þessi Íslandsstraumur leggi til helming þess vatns sem streymi til suðurs um Grænlandssund og leggi sitt af mörkum til Norður-Atlantshafsstraumsins sem skipti sköpum fyrir loftslag í heiminum, sérstaklega í Evrópu. „Við munum meta hlut Íslandshafs í hnattrænum og svæðisbundnum loftslagslíkönum og rannsaka líklegar breytingar á loftflæði og yfirborðsflæði vegna loftslagsbreytinga,“ segir á upplýsingasíðu verkefnisins sem sagt er standa frá árinu 2016 til 2020. Breska könnunarvélin var á föstudag við Skjálfandaflóa og Axarfjörð og á Ströndum við Húnaflóa í gær. British Antarctic Survey er stofnun sem heyrir undir Rannsóknarráð umhverfismála í Bretlandi. Til starfseminnar fær BAS árlega fimmtíu milljónir punda, það svarar til um sjö milljarða íslenskra króna.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Vísindi Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira