Harry Kane skoraði í tvígang og Jan Vertonghen innsiglaði svo sigurinn í 3-0 sigri Tottenham gegn Wimbledon í 64-liða úrslitum enska bikarsins í dag.
Tottenham hafði töluverða yfirburði á vellinum í dag með sterkt byrjunarlið en þrátt fyrir yfirburðina var markalaust í hálfleik.
Harry Kane kom Tottenham 2-0 yfir með tveimur mörkum á tveggja mínútna kafla um miðbik seinni hálfleiks og stuttu síðar gerði Vertonghen út um leikinn.
Fer Tottenham því áfram í 32-liða úrslit enska bikarsins en dregið verður annað kvöld og kemur þá í ljós mótherji Tottenham í næstu umferð.
Tvö mörk með mínútu millibili skiluðu Tottenham sigri
