Skiptar skoðanir Vesturbæinga á Októberfest: Stúdentaráð segist gera allt sem það getur til þess að takmarka hávaða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. september 2018 21:43 Októberfest er hátíð haldin í Vatnsmýrinni af Stúdentaráði Háskóla Íslands. VÍSIR/Andri Marinó Nokkurrar óánægju hefur gætt í Facebook-hópnum Vesturbærinn, sem er hópur ætlaður íbúum Vesturbæjarins og vettvangur fyrir ýmiskonar umræðu um hann, vegna tónlistarhátíðarinnar Októberfest, sem haldin er á vegum Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Þykir sumum íbúum í grennd við Vatnsmýrina, hvar hátíðin er haldin, hávaðinn frá viðburðinum of mikill, auk þess sem hann standi yfir of lengi inn í nóttina. Þó eru ekki allir Vesturbæingar á einu máli um skaðsemi hátíðarinnar og líflegar umræður hafa skapast innan hópsins. Þá benda sumir á að hávaði frá skemmtanahaldi sé fylgifiskur þess að búa í borg, á meðan aðrir telja hátíðina ganga þvert gegn lögbundinni næturró. SHÍ fékk fyrir hátíðina skemmtanaleyfi til klukkan eitt aðfararnótt föstudags og til klukkan þrjú aðfararnætur laugar- og sunnudags. Meðal þeirra sem hafa lýst yfir óánægju sinni með viðburðinn er Sigríður Ásta Árnadóttir, íbúi í Vesturbænum, en í færslu inn á Vesturbæjarhópnum sagði hún Októberfest ítrekað raska svefnfriði Vesturbæinga á ári hverju og að nú væri nóg komið. Þá taldi hún upp þá aðila sem svefnvana íbúar Vesturbæjarins gætu beint kvörtunum sínum til, það voru SHÍ, Reykjavíkurborg, Háskóli Íslands, heilbrigðiseftirlitið og loks lögreglan. Í samtali við fréttastofu segir Sigríður að Októberfest sé stigvaxandi vandamál í hverfunum við Háskóla Íslands. „Á fimmtudagskvöldið var orðið ljóst klukkan 12 að það var ekki smuga að fara að sofa heima hjá mér, þó ég væri búin að setja eyrnatappana í mig þá var bara hægt að syngja með textanum í lögunum, maður heyrði orðaskil. Þá hafði ég samband við lögregluna á samfélagsmiðlum, til þess að spyrja þá út í leyfi fyrir svona partýhöldum langt fram á nótt og annað.“Fékk lítil viðbrögð hjá borginni Sigríður segist hafa fengið þau svör að lögreglan kæmi ekki að veitingu leyfa fyrir hátíðarhöldunum en að hún myndi að sjálfsögðu bregðast við kvörtunum fólks ef um einhvern fjölda kvartana væri að ræða. Þá segir Sigríður að sér hafi verið bent á að hafa samband við Reykjavíkurborg. Sigríður segist ekki hafa fengið nein viðbrögð frá borginni, önnur en þau að kvörtun hennar vegna hávaða frá hátíðinni fram eftir kvöldi væri móttekin. Þá blandaði forseti Stúdentaráðs sér í umræðuna í Facebook-hópnum í gær þar sem hún bað fólk afsökunar á ónæðinu sem hátíðin kunni að hafa valdið íbúum í nágrenninu. Þá sagði hún að hljóðið yrði „dempað“ fyrir næsta kvöld [föstudagskvöld]. Sigríður Ásta segir í samtali við fréttastofu að föstudagskvöldið hefði verið skárra en fimmtudagskvöldið framan af, en að upp úr miðnætti hafi hávaðinn aukist gríðarlega og haldið áfram fram á kvöldið.Margir af vinsælustu tónlistarmönnum landsins hafa troðið upp á Októberfest SHÍ á undanförnum árum. Páll Óskar spilaði m.a. á hátíðinni árið 2014.Vísir/Andri Marinó Ætla að „dempa“ hávaðann Í samtali við fréttastofu segir Elísabet Brynjarsdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, að SHÍ hafi verið í góðum samskiptum við verktakana sem standa að uppsetningu hátíðarinnar og aðspurð segir hún að ráðstafanir hafi verið gerðar til þess að draga úr hávaða frá hátíðinni, en þær hafi því miður ekki virkað sem skyldi. „Í kvöld [laugardagskvöld] ætlum við að reyna að vera búin fyrr. Við höfum leyfi til þess að vera til þrjú í nótt, en við munum reyna að vera búin fyrr. Það sem Stúdentaráð ætlar svo að gera í kjölfarið er að setjast niður og gera hátíðina upp. Við ætlum að sjá hverjar forsendurnar eru fyrir því að halda áfram að halda hátíðina, með tilliti til staðsetningarinnar.“ Þá bætir Elísabet við að hátíðin hafi verið haldin á sama stað í 16 ár og að íbúum í nágrenninu sé alltaf gerð grein fyrir þeirri truflun sem hátíðin kann að valda og þeir beðnir fyrir fram afsökunar á henni.Miklu er tjaldað til við uppsetningu hátíðarinnar og gestir hennar eru fjölmargir á ári hverju.Vísir/Andri Marinó Stúdentaráði ekki borist neinar kvartanir Elísabet segir einnig að Stúdentaráði hafi ekki borist neinar kvartanir vegna hátíðarinnar og eina óánægjan sem Stúdentaráð hafi fengið veður af væri umræðan í áðurnefndum Facebook-hóp. Þá segist Elísabet ekki hafa frétt af því að neinum kvörtunum hafi verið beint að Háskóla Íslands. Elísabet segir þó að til greina komi að hátíðin verði færð en það sé eitthvað sem meta þurfi eftir hátíðina. „Við þurfum bara að setjast niður með verktökunum og með Háskólanum. Svo munum við að sjálfsögðu taka til greina athugasemdir frá nágrönnum. En eins og ég segi þá hafa okkur ekki borist neinar kvartanir beint til okkar. Það er bara þessi umræða innan þessa Facebooks-hóps og við vildum miðla upplýsingum til fólksins þar og þess vegna ákvað ég að svara umræðunni þar.“ Þá segir Elísabet að skipuleggjendur Októberfest séu í góðum samskiptum við lögregluna. Að lokum segist Elísabet vona að allir skemmti sér vel á síðasta kvöldi Októberfest og að hátíðin fái að halda áfram að blómstra á komandi árum. Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Nokkurrar óánægju hefur gætt í Facebook-hópnum Vesturbærinn, sem er hópur ætlaður íbúum Vesturbæjarins og vettvangur fyrir ýmiskonar umræðu um hann, vegna tónlistarhátíðarinnar Októberfest, sem haldin er á vegum Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Þykir sumum íbúum í grennd við Vatnsmýrina, hvar hátíðin er haldin, hávaðinn frá viðburðinum of mikill, auk þess sem hann standi yfir of lengi inn í nóttina. Þó eru ekki allir Vesturbæingar á einu máli um skaðsemi hátíðarinnar og líflegar umræður hafa skapast innan hópsins. Þá benda sumir á að hávaði frá skemmtanahaldi sé fylgifiskur þess að búa í borg, á meðan aðrir telja hátíðina ganga þvert gegn lögbundinni næturró. SHÍ fékk fyrir hátíðina skemmtanaleyfi til klukkan eitt aðfararnótt föstudags og til klukkan þrjú aðfararnætur laugar- og sunnudags. Meðal þeirra sem hafa lýst yfir óánægju sinni með viðburðinn er Sigríður Ásta Árnadóttir, íbúi í Vesturbænum, en í færslu inn á Vesturbæjarhópnum sagði hún Októberfest ítrekað raska svefnfriði Vesturbæinga á ári hverju og að nú væri nóg komið. Þá taldi hún upp þá aðila sem svefnvana íbúar Vesturbæjarins gætu beint kvörtunum sínum til, það voru SHÍ, Reykjavíkurborg, Háskóli Íslands, heilbrigðiseftirlitið og loks lögreglan. Í samtali við fréttastofu segir Sigríður að Októberfest sé stigvaxandi vandamál í hverfunum við Háskóla Íslands. „Á fimmtudagskvöldið var orðið ljóst klukkan 12 að það var ekki smuga að fara að sofa heima hjá mér, þó ég væri búin að setja eyrnatappana í mig þá var bara hægt að syngja með textanum í lögunum, maður heyrði orðaskil. Þá hafði ég samband við lögregluna á samfélagsmiðlum, til þess að spyrja þá út í leyfi fyrir svona partýhöldum langt fram á nótt og annað.“Fékk lítil viðbrögð hjá borginni Sigríður segist hafa fengið þau svör að lögreglan kæmi ekki að veitingu leyfa fyrir hátíðarhöldunum en að hún myndi að sjálfsögðu bregðast við kvörtunum fólks ef um einhvern fjölda kvartana væri að ræða. Þá segir Sigríður að sér hafi verið bent á að hafa samband við Reykjavíkurborg. Sigríður segist ekki hafa fengið nein viðbrögð frá borginni, önnur en þau að kvörtun hennar vegna hávaða frá hátíðinni fram eftir kvöldi væri móttekin. Þá blandaði forseti Stúdentaráðs sér í umræðuna í Facebook-hópnum í gær þar sem hún bað fólk afsökunar á ónæðinu sem hátíðin kunni að hafa valdið íbúum í nágrenninu. Þá sagði hún að hljóðið yrði „dempað“ fyrir næsta kvöld [föstudagskvöld]. Sigríður Ásta segir í samtali við fréttastofu að föstudagskvöldið hefði verið skárra en fimmtudagskvöldið framan af, en að upp úr miðnætti hafi hávaðinn aukist gríðarlega og haldið áfram fram á kvöldið.Margir af vinsælustu tónlistarmönnum landsins hafa troðið upp á Októberfest SHÍ á undanförnum árum. Páll Óskar spilaði m.a. á hátíðinni árið 2014.Vísir/Andri Marinó Ætla að „dempa“ hávaðann Í samtali við fréttastofu segir Elísabet Brynjarsdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands, að SHÍ hafi verið í góðum samskiptum við verktakana sem standa að uppsetningu hátíðarinnar og aðspurð segir hún að ráðstafanir hafi verið gerðar til þess að draga úr hávaða frá hátíðinni, en þær hafi því miður ekki virkað sem skyldi. „Í kvöld [laugardagskvöld] ætlum við að reyna að vera búin fyrr. Við höfum leyfi til þess að vera til þrjú í nótt, en við munum reyna að vera búin fyrr. Það sem Stúdentaráð ætlar svo að gera í kjölfarið er að setjast niður og gera hátíðina upp. Við ætlum að sjá hverjar forsendurnar eru fyrir því að halda áfram að halda hátíðina, með tilliti til staðsetningarinnar.“ Þá bætir Elísabet við að hátíðin hafi verið haldin á sama stað í 16 ár og að íbúum í nágrenninu sé alltaf gerð grein fyrir þeirri truflun sem hátíðin kann að valda og þeir beðnir fyrir fram afsökunar á henni.Miklu er tjaldað til við uppsetningu hátíðarinnar og gestir hennar eru fjölmargir á ári hverju.Vísir/Andri Marinó Stúdentaráði ekki borist neinar kvartanir Elísabet segir einnig að Stúdentaráði hafi ekki borist neinar kvartanir vegna hátíðarinnar og eina óánægjan sem Stúdentaráð hafi fengið veður af væri umræðan í áðurnefndum Facebook-hóp. Þá segist Elísabet ekki hafa frétt af því að neinum kvörtunum hafi verið beint að Háskóla Íslands. Elísabet segir þó að til greina komi að hátíðin verði færð en það sé eitthvað sem meta þurfi eftir hátíðina. „Við þurfum bara að setjast niður með verktökunum og með Háskólanum. Svo munum við að sjálfsögðu taka til greina athugasemdir frá nágrönnum. En eins og ég segi þá hafa okkur ekki borist neinar kvartanir beint til okkar. Það er bara þessi umræða innan þessa Facebooks-hóps og við vildum miðla upplýsingum til fólksins þar og þess vegna ákvað ég að svara umræðunni þar.“ Þá segir Elísabet að skipuleggjendur Októberfest séu í góðum samskiptum við lögregluna. Að lokum segist Elísabet vona að allir skemmti sér vel á síðasta kvöldi Októberfest og að hátíðin fái að halda áfram að blómstra á komandi árum.
Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira