Gunnar Nelson fer upp um eitt sæti í veltivigtinni á nýjum styrkleikalista UFC sem kom út í gær en hann er nú þremur sætum neðar en næsti mótherji hans.
Gunnar fer upp í tólfta sætið og er á eini sem hreyfist eitthvað á nýja listanum en Alex Oliviera kemur nýr inn í 13. sætið.
Neil Magny, Bandaríkjamaðurinn sem Gunnar mætir í Liverpool 27. maí, er sem fyrr í níunda sæti veltivigtarinnar, þremur sætum fyrir ofan Gunnar.
Stephen Thompson er sem fyrr í fyrsta sæti listans á eftir meistaranum Tyron Woodley en ríkjandi meistarar eru aldrei beint skráðir á listann heldur raðast menn í sæti 1-15 á eftir honum
Rafael Dos Anjos er í öðru sæti og Colby Covington í þriðja sæti. Thompson mætir einmitt Darren Till sama kvöld og Gunnar berst við Magny í Liverpool en Till er í sjöunda sæti listans ásamt Kamaru Usman.
Demetrious Johnson, meistarinn í fluguvigt, er sem fyrr bestur í UFC pund fyrir pund og Georges St-Pierre í öðru sæti en Conor McGregor fellur niður um eitt sæti á heildarlistanum og er nú í fjórða sæti.
Gunnar Nelson þremur sætum neðar en næsti mótherji á nýjum styrkleikalista

Tengdar fréttir

Fimmta lotan: Yrði stærsti sigur Gunna á ferlinum
Í nýjasta þætti Fimmtu lotunnar, sem er Vísisútgáfa af Búrinu á Stöð 2 Sport, er meðal annars rætt um komandi bardaga Gunnars Nelson og einnig hvort það sé sérstaklega vond lykt af Gunnari.

Gunnar kominn í glímugallann og æfir með sérfræðingi frá Kanada
Frábærum bardaga- og glímuköppum er flogið til landsins til að aðstoða Gunnar Nelson í undirbúningi fyrir bardaga.