Wozniacki vann loksins sitt fyrsta risamót Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2018 12:30 Caroline Wozniacki með sigurlaunin sín í morgun. Vísir/Getty Hin danska Caroline Wozniacki vann í morgun sinn fyrsta sigur á risamóti í tennis er hún bar sigur úr býtum á Opna ástralska mótinu. Um leið tryggði hún sér efsta sæti heimslistans í tennis. Wozniacki hafði betur gegn Simona Halep frá Rúmeníu í úrslitaviðureign mótsins. Hún vann fyrsta settið eftir upphækkun, 7-6, en Halep svaraði fyrir sig og vann það næsta, 6-3. Taugar Wozniacki reyndust þó sterkari undir lokin og fagnaði Daninn sigri, 6-4, í oddasettinu. Þetta var í 43. sinn sem hún tekur þátt í risamóti í tennis en hennar fyrsti sigur, sem fyrr segir. Uppgangur hennar hefur þar að auki verið mikill undanfarna mánuði en fyrir tæpu einu og hálfu ári síðan var hún dottin niður í 74. sæti heimslistans í tennis. Hún hefur þó áður verið í efsta sæti heimslistans og komst í sinn fyrsta úrslitaleik á risamóti fyrir níu árum síðan. „Mig hefur dreymt um þetta augnablik í svo langan tíma. Og nú í dag hefur draumurinn loksins ræst,“ sagði hún eftir sigurinn í morgun. Wozniacki og Halep munu hafa sætaskipti þegar sú fyrrnefnda tekur efsta sæti heimslistans af Halep, sem fellur niður í annað sætið. Halep hefur enn ekki afrekað að vinna risamótstitil. Wozniacki er fyrsti danski tennisleikarinn sem vinnur risamót í tennis. Tennis Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Sjá meira
Hin danska Caroline Wozniacki vann í morgun sinn fyrsta sigur á risamóti í tennis er hún bar sigur úr býtum á Opna ástralska mótinu. Um leið tryggði hún sér efsta sæti heimslistans í tennis. Wozniacki hafði betur gegn Simona Halep frá Rúmeníu í úrslitaviðureign mótsins. Hún vann fyrsta settið eftir upphækkun, 7-6, en Halep svaraði fyrir sig og vann það næsta, 6-3. Taugar Wozniacki reyndust þó sterkari undir lokin og fagnaði Daninn sigri, 6-4, í oddasettinu. Þetta var í 43. sinn sem hún tekur þátt í risamóti í tennis en hennar fyrsti sigur, sem fyrr segir. Uppgangur hennar hefur þar að auki verið mikill undanfarna mánuði en fyrir tæpu einu og hálfu ári síðan var hún dottin niður í 74. sæti heimslistans í tennis. Hún hefur þó áður verið í efsta sæti heimslistans og komst í sinn fyrsta úrslitaleik á risamóti fyrir níu árum síðan. „Mig hefur dreymt um þetta augnablik í svo langan tíma. Og nú í dag hefur draumurinn loksins ræst,“ sagði hún eftir sigurinn í morgun. Wozniacki og Halep munu hafa sætaskipti þegar sú fyrrnefnda tekur efsta sæti heimslistans af Halep, sem fellur niður í annað sætið. Halep hefur enn ekki afrekað að vinna risamótstitil. Wozniacki er fyrsti danski tennisleikarinn sem vinnur risamót í tennis.
Tennis Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni ásamt Bestu og Bónus „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Sjá meira