Sautján ára strákur klæðir upp stjörnurnar í enska boltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. september 2018 09:30 Sam Morgan er mikill sölumaður. Skjámynd/Umfjöllun BBC Sam Morgan er ekki þekktur fyrir hæfileika í fótbolta og er nýkominn með bílpróf. Það breytir því ekki að margar af stærstu stjörnum ensku úrvalsdeildarinnar leita til hans. BBC segir frá hinum sautján ára gamla Sam Morgan sem hefur það skemmtilega starf að kaupa föt á fótboltastjörnurnar. Starfið felst reyndar meira í því að selja leikmönnunum hátísku vörur og oft vörur sem er ekki auðvelt að fá annars staðar. Meðal viðskiptavina Sams Morgan eru súperstjörnur eins og þeir Paul Pogba, Kevin de Bruyne og Dele Alli. Paul Pogba er 25 ára, Kevin de Bruyne er 27 ára og Dele Alli er 22 ára. Pogba er stjarna heimsmeistara Frakka og varafyrirliði hjá Manchester United en Kevin de Bruyne er lykilmaður Englandsmeistara Manchester City og í stóru hlutverki hjá bronsliði Belga. Dele Alli hefur þrátt fyrir ungan aldur verið lengi stjarna í enska fótboltalandsliðinu auk þess að spila lykilhlutverk með Tottenham. „Ég hef verið sölumaður alla ævi en hér einu sinni var ég bara að koma heim með nokkur pund. Nú er þetta á allt öðrum skala,“ segir Sam Morgan í viðtalinu við BBC inn á milli þess að hann svarar smáskilboðum frá enska landsliðsmanninum Kyle Walker. Sam Morgan fer yfir hvernig hann byggði upp „fyrirtækið“ sitt með því að stækka tengslanetið sitt og komast í kynni við stærri stjörnur. Hann stóra tækifæri kom þegar hann komst í samband við Kyle Walker-Peters sem er 21 árs gamall leikmaður Tottenham. Kyle Walker-Peters hjálpaði Sam Morgan að komast í samband við fullt af leikmönnum Tottenham og þá fór boltinn að rúlla hjá honum fyrir alvöru. Nú eru kaupendurnir margar af stærstu fótboltastjörnum heims. Það eru ekki lengur bara leikmenn Tottenham eða enskir leikmenn. Kaupendahópurinn hefur stækkað mikið og nær nú til erlendu stjarnanna líka. BBC hefur verið að skoða aðeins heiminn og fólkið í kringum fótboltastjörnurnar. Fólkið sem eldar ofan í þá eða klippir þá. Nú var komið að skoða strákinn sem klæðir upp stjörnurnar í enska boltanum. Það má finna þessa umfjöllun um Sam Morgan hér fyrir neðan.This is unbelievable. Sam is 17 and sells clothes to the likes of Paul Pogba, Kyle Walker and Pierre-Emerick Aubameyang. Watch The Premier League Show on @BBCTwo tonight at 22:00 BST. pic.twitter.com/oiULjgMQCt — Match of the Day (@BBCMOTD) September 13, 2018 Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Sam Morgan er ekki þekktur fyrir hæfileika í fótbolta og er nýkominn með bílpróf. Það breytir því ekki að margar af stærstu stjörnum ensku úrvalsdeildarinnar leita til hans. BBC segir frá hinum sautján ára gamla Sam Morgan sem hefur það skemmtilega starf að kaupa föt á fótboltastjörnurnar. Starfið felst reyndar meira í því að selja leikmönnunum hátísku vörur og oft vörur sem er ekki auðvelt að fá annars staðar. Meðal viðskiptavina Sams Morgan eru súperstjörnur eins og þeir Paul Pogba, Kevin de Bruyne og Dele Alli. Paul Pogba er 25 ára, Kevin de Bruyne er 27 ára og Dele Alli er 22 ára. Pogba er stjarna heimsmeistara Frakka og varafyrirliði hjá Manchester United en Kevin de Bruyne er lykilmaður Englandsmeistara Manchester City og í stóru hlutverki hjá bronsliði Belga. Dele Alli hefur þrátt fyrir ungan aldur verið lengi stjarna í enska fótboltalandsliðinu auk þess að spila lykilhlutverk með Tottenham. „Ég hef verið sölumaður alla ævi en hér einu sinni var ég bara að koma heim með nokkur pund. Nú er þetta á allt öðrum skala,“ segir Sam Morgan í viðtalinu við BBC inn á milli þess að hann svarar smáskilboðum frá enska landsliðsmanninum Kyle Walker. Sam Morgan fer yfir hvernig hann byggði upp „fyrirtækið“ sitt með því að stækka tengslanetið sitt og komast í kynni við stærri stjörnur. Hann stóra tækifæri kom þegar hann komst í samband við Kyle Walker-Peters sem er 21 árs gamall leikmaður Tottenham. Kyle Walker-Peters hjálpaði Sam Morgan að komast í samband við fullt af leikmönnum Tottenham og þá fór boltinn að rúlla hjá honum fyrir alvöru. Nú eru kaupendurnir margar af stærstu fótboltastjörnum heims. Það eru ekki lengur bara leikmenn Tottenham eða enskir leikmenn. Kaupendahópurinn hefur stækkað mikið og nær nú til erlendu stjarnanna líka. BBC hefur verið að skoða aðeins heiminn og fólkið í kringum fótboltastjörnurnar. Fólkið sem eldar ofan í þá eða klippir þá. Nú var komið að skoða strákinn sem klæðir upp stjörnurnar í enska boltanum. Það má finna þessa umfjöllun um Sam Morgan hér fyrir neðan.This is unbelievable. Sam is 17 and sells clothes to the likes of Paul Pogba, Kyle Walker and Pierre-Emerick Aubameyang. Watch The Premier League Show on @BBCTwo tonight at 22:00 BST. pic.twitter.com/oiULjgMQCt — Match of the Day (@BBCMOTD) September 13, 2018
Enski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Liverpool - Wolves | Jota heiðraður á Anfield Arsenal - Brighton | Halda Skytturnar toppsætinu? Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira