Kiddi rót keyrir strætó í Noregi Elín Albertsdóttir skrifar 30. janúar 2018 10:30 Kiddi og Jónína. Á bak við þau er sviðsmynd úr myndinni Baráttan um þungavatnið. Kristinn T. Haraldsson, eða Kiddi rót eins og hann er betur þekktur, og kona hans, Jónína Þrastardóttir, ákváðu að umbylta lífi sínu og flytja til Noregs. Kiddi ekur strætó í meðalstórum bæ þar sem búa um 46 þúsund manns stutt frá Sandefjord þar sem hann býr. Kiddi segist vera alsæll með þá ákvörðun að flytja út. Hann hafði rekið hamborgarastað í Hveragerði og síðan Mosfellsbæ. Bankahrunið kom illa við reksturinn og það endaði á því að Kiddi missti allt og stóð uppi gjaldþrota. „Það datt niður öll sala á veitingahúsum eftir hrunið. Eftir á að hyggja var glæfralegt að flytja staðinn í Mosfellsbæ,“ segir hann. „Ég var í Svíþjóð sem ungur maður og kunni eitthvað í sænskunni. Mér var sagt að það væri hugsanlega hægt að fá vinnu í Noregi svo ég skellti mér í rútupróf. Þótt ég væri með gamla meiraprófið hafði ég ekki keyrt rútur. Hins vegar keyrði ég flutningabíla í Bandaríkjunum þegar ég bjó þar í þrjú ár eftir að ég kom heim frá Svíþjóð. Ég keyrði átján hjóla trukk á milli San Antonia og El Paso.Kiddi við strætóstýrið í lok vaktar. Hundurinn Birta er með í för en dýr mega vera í strætó í Noregi.Á rútu á Laugaveginum Eftir að ég lokaði hamborgarastaðnum í Mosfellsbæ fékk ég vinnu hjá vinum mínum hjá Iceland Excursions Allrahanda ehf. Fyrsta verkefnið var að keyra rútu niður Laugaveginn. Það runnu nokkrir lítrar af svita niður eftir andlitinu þá,“ segir Kiddi og hlær. „Þetta var eldskírnin mín,“ bætir hann við. Eftir eitt ár í starfi var Kidda sagt upp störfum. „Ég ákvað að snúa við blaðinu, taka slaginn og fara til Noregs. Flutti fyrst einn út á meðan ég leitaði að húsnæði og vinnu. Þetta var um áramótin 2011-2012 og ég var síðasti móhíkaninn áður en Norðmenn breyttu reglum og lokuðu landinu. Það mega allir koma til Noregs svo framarlega sem fólk er með norska kennitölu. Til að fá kennitölu þarf maður annaðhvort að hafa vinnu eða húsnæði. Til að fá húsnæði þarf maður kennitölu svo þetta er ekki auðvelt. Ég fékk svokallaða D-kennitölu og það tók mig þrjá mánuði að fá vinnu. Á meðan lifði ég á hafragraut og grenntist um 20 kíló enda átti ég ekki krónu,“ segir hann. „Konan mín flutti hingað út þegar ég var búinn að fá vinnu. Hún fékk vinnu hjá matvælafyrirtæki. Ég keyrði fyrst strætó í einum elsta bæ Noregs sem nefnist Tønsberg, en keyri nú í Larvik og nágrenni. Þessi bær er mitt á milli Óslóar og Kristiansand. Það er einfalt fyrir okkur að taka ferjuna yfir til Svíþjóðar en þar er miklu ódýrara að versla í matinn en í Noregi. Það er ókeypis með ferjunni og fríhöfn um borð.“Kiddi er alsæll í Noregi þar sem hann hefur komið sér vel fyrir.Mikið regluverk Norðmenn eru sparsamir og Kiddi segir að þeir geti verið erfiðir í umferðinni, séu til dæmis ekki gjafmildir á biðskylduna. „Hægri handar reglan er í fullu gildi. Ef einhver tekur réttinn frá þeim hika þeir ekki við að keyra áfram. Gangandi vegfarendur eiga líka alltaf réttinn og líta hvorki til hægri né vinstri. Norðmenn eru sömuleiðis með eitt mesta regluverk sem ég hef kynnst. Það er eiginlega allt bannað,“ segir Kiddi og bætir við að Noregur sé ein stærsta sveit í heimi. „Þetta var það fyrsta sem maður lærði en engu að síður er mjög gott að búa hér,“ bætir hann við. „Á Íslandi setjum við reglur til að brjóta þær. Slíkt er ekki liðið hér í landi. Fyrsta sem ég lenti í var þegar ég skaust út í búð og gleymdi að setja á mig bílbelti. Það eru alls staðar löggur í leyni og ég var stoppaður á þessari stuttu leið. Þeir meira að segja sýndu mér mynd til að sanna sekt mína en sektir eru himinháar. Þegar maður leggur bíl í bílastæði verður maður að vera fimm metrum frá gatnamótum, þeir koma og mæla. Ég reyndist eitt sinn vera með fjóra og hálfan metra og fékk sekt. Vegna þessa eru Norðmenn löghlýðnir í umferðinni og aka ekki yfir hámarkshraða.“Þarna liggja reykingapeningarnir, segir Kiddi, en bátinn keypti hann eftir að hafa hætt að reykja.Góð læknisþjónusta Kiddi segir samt margt gott við að búa í Noregi. Í lögum er ekki ætlast til að unnið sé meira en átta tíma á dag. „Allir fá mikilvægan tíma með fjölskyldu sinni. Það er frábært að vera með börn hér. Heilbrigðiskerfi er mjög gott og sömuleiðis öflug heilsugæsla,“ segir Kiddi og bendir á að hann hafi verið fluttur í sjúkrabíl á spítala með „hjartavesen“, eins og hann orðar það. „Ég hélt ég fengi svakalegan reikning en þurfti ekki að borga krónu, hvorki fyrir læknisþjónustu, lyf eða sjúkrabíl. Fólk getur hins vegar þurft að borga stórfé hjá sérfræðingi ef það er ekki með tilvísun frá heimilislækni.“ Kiddi segist ekki vera á leiðinni heim. „Við keyptum okkur hús hérna og sjáum í hvert skipti sem við borgum af því að lánið lækkar. Við finnum ekki mikið fyrir afborgunum. Ég er líka búinn að kaupa mér spíttbát fyrir þá peninga sem ég eyddi áður í sígarettur. Vinnan mín er skemmtileg og hér í sveitinni vinka börnin strætóbílstjóranum og fólk er mjög kurteist.“ Engar skerðingar Kiddi segir að rútubílstjórar í Noregi séu yfirleitt í eldri kantinum. „Menn mega keyra strætó til 67 ára. Þá hætta þeir og fara á eftirlaun en þeir geta fengið áframhaldandi keyrslu í tíu ár ef þeir vilja auk þess að halda óskertum eftirlaunum. Einn karl sem keyrir með mér og er kominn á eftirlaun á stóran búgarð í Taílandi og tekur sér tveggja mánaða frí yfir veturinn. Ég stefni á að verða norskur ríkisborgari og þá verð ég í góðum málum í ellinni. Við höfum fengið nýtt líf hér, okkur vantar ekkert og líður vel,“ segir Kiddi sem er mikill dýravinur og er bæði með hund og þrjá ketti. Mest lesið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Græna gímaldið ljótast Menning Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Lífið Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
Kristinn T. Haraldsson, eða Kiddi rót eins og hann er betur þekktur, og kona hans, Jónína Þrastardóttir, ákváðu að umbylta lífi sínu og flytja til Noregs. Kiddi ekur strætó í meðalstórum bæ þar sem búa um 46 þúsund manns stutt frá Sandefjord þar sem hann býr. Kiddi segist vera alsæll með þá ákvörðun að flytja út. Hann hafði rekið hamborgarastað í Hveragerði og síðan Mosfellsbæ. Bankahrunið kom illa við reksturinn og það endaði á því að Kiddi missti allt og stóð uppi gjaldþrota. „Það datt niður öll sala á veitingahúsum eftir hrunið. Eftir á að hyggja var glæfralegt að flytja staðinn í Mosfellsbæ,“ segir hann. „Ég var í Svíþjóð sem ungur maður og kunni eitthvað í sænskunni. Mér var sagt að það væri hugsanlega hægt að fá vinnu í Noregi svo ég skellti mér í rútupróf. Þótt ég væri með gamla meiraprófið hafði ég ekki keyrt rútur. Hins vegar keyrði ég flutningabíla í Bandaríkjunum þegar ég bjó þar í þrjú ár eftir að ég kom heim frá Svíþjóð. Ég keyrði átján hjóla trukk á milli San Antonia og El Paso.Kiddi við strætóstýrið í lok vaktar. Hundurinn Birta er með í för en dýr mega vera í strætó í Noregi.Á rútu á Laugaveginum Eftir að ég lokaði hamborgarastaðnum í Mosfellsbæ fékk ég vinnu hjá vinum mínum hjá Iceland Excursions Allrahanda ehf. Fyrsta verkefnið var að keyra rútu niður Laugaveginn. Það runnu nokkrir lítrar af svita niður eftir andlitinu þá,“ segir Kiddi og hlær. „Þetta var eldskírnin mín,“ bætir hann við. Eftir eitt ár í starfi var Kidda sagt upp störfum. „Ég ákvað að snúa við blaðinu, taka slaginn og fara til Noregs. Flutti fyrst einn út á meðan ég leitaði að húsnæði og vinnu. Þetta var um áramótin 2011-2012 og ég var síðasti móhíkaninn áður en Norðmenn breyttu reglum og lokuðu landinu. Það mega allir koma til Noregs svo framarlega sem fólk er með norska kennitölu. Til að fá kennitölu þarf maður annaðhvort að hafa vinnu eða húsnæði. Til að fá húsnæði þarf maður kennitölu svo þetta er ekki auðvelt. Ég fékk svokallaða D-kennitölu og það tók mig þrjá mánuði að fá vinnu. Á meðan lifði ég á hafragraut og grenntist um 20 kíló enda átti ég ekki krónu,“ segir hann. „Konan mín flutti hingað út þegar ég var búinn að fá vinnu. Hún fékk vinnu hjá matvælafyrirtæki. Ég keyrði fyrst strætó í einum elsta bæ Noregs sem nefnist Tønsberg, en keyri nú í Larvik og nágrenni. Þessi bær er mitt á milli Óslóar og Kristiansand. Það er einfalt fyrir okkur að taka ferjuna yfir til Svíþjóðar en þar er miklu ódýrara að versla í matinn en í Noregi. Það er ókeypis með ferjunni og fríhöfn um borð.“Kiddi er alsæll í Noregi þar sem hann hefur komið sér vel fyrir.Mikið regluverk Norðmenn eru sparsamir og Kiddi segir að þeir geti verið erfiðir í umferðinni, séu til dæmis ekki gjafmildir á biðskylduna. „Hægri handar reglan er í fullu gildi. Ef einhver tekur réttinn frá þeim hika þeir ekki við að keyra áfram. Gangandi vegfarendur eiga líka alltaf réttinn og líta hvorki til hægri né vinstri. Norðmenn eru sömuleiðis með eitt mesta regluverk sem ég hef kynnst. Það er eiginlega allt bannað,“ segir Kiddi og bætir við að Noregur sé ein stærsta sveit í heimi. „Þetta var það fyrsta sem maður lærði en engu að síður er mjög gott að búa hér,“ bætir hann við. „Á Íslandi setjum við reglur til að brjóta þær. Slíkt er ekki liðið hér í landi. Fyrsta sem ég lenti í var þegar ég skaust út í búð og gleymdi að setja á mig bílbelti. Það eru alls staðar löggur í leyni og ég var stoppaður á þessari stuttu leið. Þeir meira að segja sýndu mér mynd til að sanna sekt mína en sektir eru himinháar. Þegar maður leggur bíl í bílastæði verður maður að vera fimm metrum frá gatnamótum, þeir koma og mæla. Ég reyndist eitt sinn vera með fjóra og hálfan metra og fékk sekt. Vegna þessa eru Norðmenn löghlýðnir í umferðinni og aka ekki yfir hámarkshraða.“Þarna liggja reykingapeningarnir, segir Kiddi, en bátinn keypti hann eftir að hafa hætt að reykja.Góð læknisþjónusta Kiddi segir samt margt gott við að búa í Noregi. Í lögum er ekki ætlast til að unnið sé meira en átta tíma á dag. „Allir fá mikilvægan tíma með fjölskyldu sinni. Það er frábært að vera með börn hér. Heilbrigðiskerfi er mjög gott og sömuleiðis öflug heilsugæsla,“ segir Kiddi og bendir á að hann hafi verið fluttur í sjúkrabíl á spítala með „hjartavesen“, eins og hann orðar það. „Ég hélt ég fengi svakalegan reikning en þurfti ekki að borga krónu, hvorki fyrir læknisþjónustu, lyf eða sjúkrabíl. Fólk getur hins vegar þurft að borga stórfé hjá sérfræðingi ef það er ekki með tilvísun frá heimilislækni.“ Kiddi segist ekki vera á leiðinni heim. „Við keyptum okkur hús hérna og sjáum í hvert skipti sem við borgum af því að lánið lækkar. Við finnum ekki mikið fyrir afborgunum. Ég er líka búinn að kaupa mér spíttbát fyrir þá peninga sem ég eyddi áður í sígarettur. Vinnan mín er skemmtileg og hér í sveitinni vinka börnin strætóbílstjóranum og fólk er mjög kurteist.“ Engar skerðingar Kiddi segir að rútubílstjórar í Noregi séu yfirleitt í eldri kantinum. „Menn mega keyra strætó til 67 ára. Þá hætta þeir og fara á eftirlaun en þeir geta fengið áframhaldandi keyrslu í tíu ár ef þeir vilja auk þess að halda óskertum eftirlaunum. Einn karl sem keyrir með mér og er kominn á eftirlaun á stóran búgarð í Taílandi og tekur sér tveggja mánaða frí yfir veturinn. Ég stefni á að verða norskur ríkisborgari og þá verð ég í góðum málum í ellinni. Við höfum fengið nýtt líf hér, okkur vantar ekkert og líður vel,“ segir Kiddi sem er mikill dýravinur og er bæði með hund og þrjá ketti.
Mest lesið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Græna gímaldið ljótast Menning Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Lífið Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein