Hóta sektum og vilja að ryki sé fargað Haraldur Guðmundsson skrifar 6. janúar 2018 07:00 Kratus keypti rekstur Al álvinnslu í árslok 2014 og flutti hann í húsnæðið á Grundartanga. vísir/Ernir Umhverfisstofnun (UST) hótar að leggja dagsektir á Kratus ehf. sem hefur síðustu fimm ár ítrekað fengið frest til að fjarlægja mörg tonn af úrgangsryki af lóð sinni á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir útlit fyrir að öll spilliefnin verði fjarlægð af lóðinni og send úr landi á næstu vikum. Stofnunin sendi forsvarsmönnum Kratusar bréf rétt fyrir jól, þess efnis að verksmiðjan yrði sektuð um 50 þúsund krónur á dag frá og með 11. janúar. Álagningu dagsekta hafði þá áður verið frestað eftir að mörg hundruð tonn af síuryki og fínryki höfðu safnast upp í lokuðum gámum á lóðinni og í geymslu við Gjáhellu í Hafnarfirði. Um er að ræða framleiðsluúrgang en fyrirtækið vinnur ál úr álgjalli og hóf starfsemi í nóvember 2012. Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir enga staðfestingu um úrbætur hafa borist en að fyrirtækið hafi fundað með forsvarsmönnum Kratusar eftir að bréfið var sent. Von sé á frekari gögnum og því komi í ljós í næstu viku hvort það verði sektað. „Það er búið að fjarlægja allt fínrykið og það er farið úr landi. Ég tók við starfi framkvæmdastjóra fyrir ári og þurfti þá að finna aðila fyrir þessi efni. Í lok 2017 kláruðum við þann hluta og restin fer í janúar eða febrúar og við munum svara Umhverfisstofnun fyrir þann tíma sem okkur er gefinn,“ segir Brynja E. Silness, framkvæmdastjóri Kratusar, í samtali við Fréttablaðið. Brynja segir að spilliefnin séu send til Asíu og að 400 tonn hafi farið utan í desember. Hún vill ekki svara hversu mikið af ryki megi enn finna á lóðinni. Umhverfisstofnun hótaði fyrirtækinu einnig dagsektum í júní 2014 þegar í ljós kom að svokölluð saltkaka, spilliefni sem getur myndað eldfim gös í hættulegu magni komist hún í snertingu við vatn, var geymd óvarin á malarplani við verksmiðjuna. Síðan þá hefur stofnunin gert aðrar athugasemdir við starfsemina og í árslok 2015 fóru starfsmenn hennar í fyrirvaralausa eftirlitsferð eftir ábendingu frá slökkviliðsstjóra Vesturlands um „megna ammóníakslykt á lóðinni“. Kratus er samkvæmt fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra í eigu einkahlutafélaga Eyþórs Laxdals Arnalds, fjárfestis og fyrrverandi bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks í Árborg, og hjónanna Þorsteins I. Sigfússonar, forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, og Bergþóru Karenar Ketilsdóttur, forstöðumanns viðskiptavers Borgunar. Eyþór var hluthafi í verksmiðju GMR Endurvinnslunnar á næstu lóð á Grundartanga sem Umhverfisstofnun hafði einnig aukið eftirlit með, hótað dagsektum og afturköllun starfsleyfis, áður en hún var úrskurðuð gjaldþrota í janúar í fyrra. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Umhverfisstofnun (UST) hótar að leggja dagsektir á Kratus ehf. sem hefur síðustu fimm ár ítrekað fengið frest til að fjarlægja mörg tonn af úrgangsryki af lóð sinni á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir útlit fyrir að öll spilliefnin verði fjarlægð af lóðinni og send úr landi á næstu vikum. Stofnunin sendi forsvarsmönnum Kratusar bréf rétt fyrir jól, þess efnis að verksmiðjan yrði sektuð um 50 þúsund krónur á dag frá og með 11. janúar. Álagningu dagsekta hafði þá áður verið frestað eftir að mörg hundruð tonn af síuryki og fínryki höfðu safnast upp í lokuðum gámum á lóðinni og í geymslu við Gjáhellu í Hafnarfirði. Um er að ræða framleiðsluúrgang en fyrirtækið vinnur ál úr álgjalli og hóf starfsemi í nóvember 2012. Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir enga staðfestingu um úrbætur hafa borist en að fyrirtækið hafi fundað með forsvarsmönnum Kratusar eftir að bréfið var sent. Von sé á frekari gögnum og því komi í ljós í næstu viku hvort það verði sektað. „Það er búið að fjarlægja allt fínrykið og það er farið úr landi. Ég tók við starfi framkvæmdastjóra fyrir ári og þurfti þá að finna aðila fyrir þessi efni. Í lok 2017 kláruðum við þann hluta og restin fer í janúar eða febrúar og við munum svara Umhverfisstofnun fyrir þann tíma sem okkur er gefinn,“ segir Brynja E. Silness, framkvæmdastjóri Kratusar, í samtali við Fréttablaðið. Brynja segir að spilliefnin séu send til Asíu og að 400 tonn hafi farið utan í desember. Hún vill ekki svara hversu mikið af ryki megi enn finna á lóðinni. Umhverfisstofnun hótaði fyrirtækinu einnig dagsektum í júní 2014 þegar í ljós kom að svokölluð saltkaka, spilliefni sem getur myndað eldfim gös í hættulegu magni komist hún í snertingu við vatn, var geymd óvarin á malarplani við verksmiðjuna. Síðan þá hefur stofnunin gert aðrar athugasemdir við starfsemina og í árslok 2015 fóru starfsmenn hennar í fyrirvaralausa eftirlitsferð eftir ábendingu frá slökkviliðsstjóra Vesturlands um „megna ammóníakslykt á lóðinni“. Kratus er samkvæmt fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra í eigu einkahlutafélaga Eyþórs Laxdals Arnalds, fjárfestis og fyrrverandi bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks í Árborg, og hjónanna Þorsteins I. Sigfússonar, forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, og Bergþóru Karenar Ketilsdóttur, forstöðumanns viðskiptavers Borgunar. Eyþór var hluthafi í verksmiðju GMR Endurvinnslunnar á næstu lóð á Grundartanga sem Umhverfisstofnun hafði einnig aukið eftirlit með, hótað dagsektum og afturköllun starfsleyfis, áður en hún var úrskurðuð gjaldþrota í janúar í fyrra.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira