Hóta sektum og vilja að ryki sé fargað Haraldur Guðmundsson skrifar 6. janúar 2018 07:00 Kratus keypti rekstur Al álvinnslu í árslok 2014 og flutti hann í húsnæðið á Grundartanga. vísir/Ernir Umhverfisstofnun (UST) hótar að leggja dagsektir á Kratus ehf. sem hefur síðustu fimm ár ítrekað fengið frest til að fjarlægja mörg tonn af úrgangsryki af lóð sinni á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir útlit fyrir að öll spilliefnin verði fjarlægð af lóðinni og send úr landi á næstu vikum. Stofnunin sendi forsvarsmönnum Kratusar bréf rétt fyrir jól, þess efnis að verksmiðjan yrði sektuð um 50 þúsund krónur á dag frá og með 11. janúar. Álagningu dagsekta hafði þá áður verið frestað eftir að mörg hundruð tonn af síuryki og fínryki höfðu safnast upp í lokuðum gámum á lóðinni og í geymslu við Gjáhellu í Hafnarfirði. Um er að ræða framleiðsluúrgang en fyrirtækið vinnur ál úr álgjalli og hóf starfsemi í nóvember 2012. Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir enga staðfestingu um úrbætur hafa borist en að fyrirtækið hafi fundað með forsvarsmönnum Kratusar eftir að bréfið var sent. Von sé á frekari gögnum og því komi í ljós í næstu viku hvort það verði sektað. „Það er búið að fjarlægja allt fínrykið og það er farið úr landi. Ég tók við starfi framkvæmdastjóra fyrir ári og þurfti þá að finna aðila fyrir þessi efni. Í lok 2017 kláruðum við þann hluta og restin fer í janúar eða febrúar og við munum svara Umhverfisstofnun fyrir þann tíma sem okkur er gefinn,“ segir Brynja E. Silness, framkvæmdastjóri Kratusar, í samtali við Fréttablaðið. Brynja segir að spilliefnin séu send til Asíu og að 400 tonn hafi farið utan í desember. Hún vill ekki svara hversu mikið af ryki megi enn finna á lóðinni. Umhverfisstofnun hótaði fyrirtækinu einnig dagsektum í júní 2014 þegar í ljós kom að svokölluð saltkaka, spilliefni sem getur myndað eldfim gös í hættulegu magni komist hún í snertingu við vatn, var geymd óvarin á malarplani við verksmiðjuna. Síðan þá hefur stofnunin gert aðrar athugasemdir við starfsemina og í árslok 2015 fóru starfsmenn hennar í fyrirvaralausa eftirlitsferð eftir ábendingu frá slökkviliðsstjóra Vesturlands um „megna ammóníakslykt á lóðinni“. Kratus er samkvæmt fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra í eigu einkahlutafélaga Eyþórs Laxdals Arnalds, fjárfestis og fyrrverandi bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks í Árborg, og hjónanna Þorsteins I. Sigfússonar, forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, og Bergþóru Karenar Ketilsdóttur, forstöðumanns viðskiptavers Borgunar. Eyþór var hluthafi í verksmiðju GMR Endurvinnslunnar á næstu lóð á Grundartanga sem Umhverfisstofnun hafði einnig aukið eftirlit með, hótað dagsektum og afturköllun starfsleyfis, áður en hún var úrskurðuð gjaldþrota í janúar í fyrra. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Umhverfisstofnun (UST) hótar að leggja dagsektir á Kratus ehf. sem hefur síðustu fimm ár ítrekað fengið frest til að fjarlægja mörg tonn af úrgangsryki af lóð sinni á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir útlit fyrir að öll spilliefnin verði fjarlægð af lóðinni og send úr landi á næstu vikum. Stofnunin sendi forsvarsmönnum Kratusar bréf rétt fyrir jól, þess efnis að verksmiðjan yrði sektuð um 50 þúsund krónur á dag frá og með 11. janúar. Álagningu dagsekta hafði þá áður verið frestað eftir að mörg hundruð tonn af síuryki og fínryki höfðu safnast upp í lokuðum gámum á lóðinni og í geymslu við Gjáhellu í Hafnarfirði. Um er að ræða framleiðsluúrgang en fyrirtækið vinnur ál úr álgjalli og hóf starfsemi í nóvember 2012. Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir enga staðfestingu um úrbætur hafa borist en að fyrirtækið hafi fundað með forsvarsmönnum Kratusar eftir að bréfið var sent. Von sé á frekari gögnum og því komi í ljós í næstu viku hvort það verði sektað. „Það er búið að fjarlægja allt fínrykið og það er farið úr landi. Ég tók við starfi framkvæmdastjóra fyrir ári og þurfti þá að finna aðila fyrir þessi efni. Í lok 2017 kláruðum við þann hluta og restin fer í janúar eða febrúar og við munum svara Umhverfisstofnun fyrir þann tíma sem okkur er gefinn,“ segir Brynja E. Silness, framkvæmdastjóri Kratusar, í samtali við Fréttablaðið. Brynja segir að spilliefnin séu send til Asíu og að 400 tonn hafi farið utan í desember. Hún vill ekki svara hversu mikið af ryki megi enn finna á lóðinni. Umhverfisstofnun hótaði fyrirtækinu einnig dagsektum í júní 2014 þegar í ljós kom að svokölluð saltkaka, spilliefni sem getur myndað eldfim gös í hættulegu magni komist hún í snertingu við vatn, var geymd óvarin á malarplani við verksmiðjuna. Síðan þá hefur stofnunin gert aðrar athugasemdir við starfsemina og í árslok 2015 fóru starfsmenn hennar í fyrirvaralausa eftirlitsferð eftir ábendingu frá slökkviliðsstjóra Vesturlands um „megna ammóníakslykt á lóðinni“. Kratus er samkvæmt fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra í eigu einkahlutafélaga Eyþórs Laxdals Arnalds, fjárfestis og fyrrverandi bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks í Árborg, og hjónanna Þorsteins I. Sigfússonar, forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, og Bergþóru Karenar Ketilsdóttur, forstöðumanns viðskiptavers Borgunar. Eyþór var hluthafi í verksmiðju GMR Endurvinnslunnar á næstu lóð á Grundartanga sem Umhverfisstofnun hafði einnig aukið eftirlit með, hótað dagsektum og afturköllun starfsleyfis, áður en hún var úrskurðuð gjaldþrota í janúar í fyrra.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira