Erlent

Augu heimsins beinast að Kaupmannahöfn

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Peter Madsen neitar því enn að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana.
Peter Madsen neitar því enn að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana. VÍSIR/AFP

Réttarhöldin yfir danska uppfinningamanninum Peter Madsen hefjast í dag. Honum er gefið að sök að hafa myrt sænsku blaðakonuna Kim Wall um borð í kafbáti sínum í ágúst síðastliðnum.

Madsen er meðal annars ákærður fyrir morð, sundurlimum líksins og „sérlega hættulegt kynferðislegt samneyti,“ eins og það er orðað á vef danska ríkisútvarpsins.

Hann hefur undanfarna mánuði þvertekið fyrir að hafa myrt Wall en þó gengist við því að hafa bútað hana niður. Það eitt og sér tryggir honum allt upp í sex mánaða fangelsisvist.

Gert er ráð fyrir því að réttarhöldin standi til 25. apríl og að 37 vitni verði leidd fyrir réttinn. Saksóknarinn mun krefjast lífstíðarfangelsis yfir Madsen, sem mun líklega þýða 15 til 17 ára fangelsisvist, en hvað verjandi hans mun gera kemur væntanlega í ljós síðar í dag.

Mál Madsens vakti heimsathygli og skal því engan undra að um 125 fjölmiðlamenn frá 15 löndum verði viðstaddir réttarhöldin. Aðeins tuttugu þeirra fá þó pláss í sjálfum réttarsalnum, hinir 105 þurfa að láta sér nægja að fylgjast með í hliðarherbergi.

Vísir mun fylgjast með grannt með gangi réttarhaldanna í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×