Hvað er áfallastreita? Edda Björk Þórðardóttir skrifar 8. febrúar 2018 14:00 Edda Björk Þórðardóttir doktor í lýðheilsuvísindum Eftir að við lendum í áföllum þurfum við að huga vel að okkur. Það getur verið erfitt að bera þá byrði sem áfallinu fylgir og þá er gott að geta leitað til þeirra sem við treystum best. Sumir eiga erfitt með að segja sínum nánustu frá áfallinu og velja frekar að leita til fagaðila. Í kjölfar alvarlegs áfalls er eðlilegt að upplifa einkenni áfallastreitu. Í sumum tilvikum hverfa einkennin á fyrstu vikunum eftir áfallið en stundum vara þau lengur og ágerast jafnvel með tímanum. Þá er mikilvægt að leita sér aðstoðar fagaðila. Áfallastreita einkennist af endurupplifun atburðarins (t.d. í formi martraða eða endurtekinna minninga); forðun frá hugsunum og tilfinningum sem tengjast áfallinu og því í umhverfinu sem tengist áfallinu; neikvæðum breytingum á hugarfari og líðan (t.d. minni áhuga eða þátttöku í mikilvægum athöfnum, eða að upplifa sig fjarlægan eða aftengdan öðrum); og aukinni örvun (t.d. pirringi, svefntruflunum og einbeitingarerfiðleikum). Þessi einkenni geta valdið verulegri skerðingu á lífsgæðum og þátttöku í daglegu lífi. Áfallastreitueinkenni geta varað í mörg ár og jafnvel áratugi eftir að áfallið átti sér stað. Það er þó aldrei of seint að leita sér hjálpar. Sérhæfð meðferð við áfallastreitu getur borið mjög góðan árangur jafnvel þó að langur tími sé liðinn frá áfallinu. Algengt er að þeir sem upplifa einkenni áfallastreitu finni einnig fyrir einkennum þunglyndis, kvíða og svefnvanda. Fólk sem er með áfallastreitu er því líklegra en aðrir til að leita sér heilbrigðisþjónustu vegna ofangreindra vandamála. Það er því mikilvægt að hafa í huga að stundum er áfallastreita rót þeirra vandamála. Rannsóknir hafa sýnt að hugræn atferlismeðferð hefur borið góðan árangur við meðferð á áfallastreitu. Mest lesið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Óða boðflennan fangelsuð Lífið Fleiri fréttir Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Sjá meira
Eftir að við lendum í áföllum þurfum við að huga vel að okkur. Það getur verið erfitt að bera þá byrði sem áfallinu fylgir og þá er gott að geta leitað til þeirra sem við treystum best. Sumir eiga erfitt með að segja sínum nánustu frá áfallinu og velja frekar að leita til fagaðila. Í kjölfar alvarlegs áfalls er eðlilegt að upplifa einkenni áfallastreitu. Í sumum tilvikum hverfa einkennin á fyrstu vikunum eftir áfallið en stundum vara þau lengur og ágerast jafnvel með tímanum. Þá er mikilvægt að leita sér aðstoðar fagaðila. Áfallastreita einkennist af endurupplifun atburðarins (t.d. í formi martraða eða endurtekinna minninga); forðun frá hugsunum og tilfinningum sem tengjast áfallinu og því í umhverfinu sem tengist áfallinu; neikvæðum breytingum á hugarfari og líðan (t.d. minni áhuga eða þátttöku í mikilvægum athöfnum, eða að upplifa sig fjarlægan eða aftengdan öðrum); og aukinni örvun (t.d. pirringi, svefntruflunum og einbeitingarerfiðleikum). Þessi einkenni geta valdið verulegri skerðingu á lífsgæðum og þátttöku í daglegu lífi. Áfallastreitueinkenni geta varað í mörg ár og jafnvel áratugi eftir að áfallið átti sér stað. Það er þó aldrei of seint að leita sér hjálpar. Sérhæfð meðferð við áfallastreitu getur borið mjög góðan árangur jafnvel þó að langur tími sé liðinn frá áfallinu. Algengt er að þeir sem upplifa einkenni áfallastreitu finni einnig fyrir einkennum þunglyndis, kvíða og svefnvanda. Fólk sem er með áfallastreitu er því líklegra en aðrir til að leita sér heilbrigðisþjónustu vegna ofangreindra vandamála. Það er því mikilvægt að hafa í huga að stundum er áfallastreita rót þeirra vandamála. Rannsóknir hafa sýnt að hugræn atferlismeðferð hefur borið góðan árangur við meðferð á áfallastreitu.
Mest lesið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Óða boðflennan fangelsuð Lífið Fleiri fréttir Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Sjá meira