Mál Eugenes ekki tekið upp á ný fyrr en hann borgar fyrir brottvísun Hersir Aron Ólafsson skrifar 5. janúar 2018 19:42 Mál nígerísks manns sem vísað var úr landi í júní verður ekki tekið upp á ný fyrr en hann hefur greitt reikning upp á 1,1 milljón króna. Um er að ræða kostnað við brottvísun hans og fylgd úr landi í sumar. Vinir mannsins standa fyrir styrktartónleikum í kvöld, en börnin hans þrjú eru með dvalarleyfi hér á landi ásamt móður sinni. Nígeríumanninum Eugene Imoto var vísað úr landi þann 20. júní 2017, en þá hafði umsókn hans og fjölskyldu hans um vernd hérlendis verið í vinnslu í um þrjú ár. Þau héldu því fram að þau hefðu orðið fyrir ofsóknum í heimalandinu vegna trúar sinnar, en þau eru kristin. Þegar honum var vísað úr landi hafði Eugene fengið atvinnuleyfi hérlendis og var við störf á Sægreifanum við Geirsgötu. Rekstrarstjóri Sægreifans segir hann hafa verið góðan starfskraft og brottvísun hans komið flatt upp á samstarfsfólk. „20. júní í fyrra þá hringir hann í okkur og segir okkur að hann geti ekki komið í vinnuna morguninn eftir því það sé búið að handtaka hann og eigi að senda hann úr landi á morgun,“ segir Ester Hansen, starfsmanna- og rekstrarstjóri á Sægreifanum í samtali við fréttastofu Stöðvar 2. Á þessum tíma höfðu Eugene og kona hans eignast þrjú börn, en tvö þeirra fæddust hér á landi. Það yngsta var aðeins um hálfs árs gamalt þegar honum var vísað brott. Konan og börnin fengu dvalarleyfi hérlendis um 2 mánuðum síðar.Mál Eugenes verður ekki opnað á ný nema hann greiði ríkinu 1,1 milljón króna.VísirAðstandendur hans telja brottvísunina brot á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, þar sem segir m.a. að tryggja beri að barn sé ekki skilið frá foreldrum sínum gegn vilja þeirra. Ætla þau því að láta reyna á endurupptöku málsins á grundvelli svokallaðrar fjölskyldusameiningar. Þar er hins vegar hindrun í veginum, en mál Eugenes verður ekki opnað á ný nema hann greiði ríkinu reikning uppá um 1,1 milljón króna. Er þar um að ræða kostnað vegna brottvísunar hans og fylgdar úr landi. Þennan pening á fjölskyldan ekki til. „Hann má ekki vinna vegna þess að það er búið að senda hann í burtu þannig að tónleikarnir eiga að reyna að safna fé til að geta opnað málið aftur og leyft honum að koma til baka,“ segir Ester. Forsvarsmenn Útlendingastofnunar vildu ekki veita viðtal vegna málsins. Upplýsingafulltrúi vísaði hins vegar til þess að heimild væri fyrir slíkri gjaldtöku í lögum um útlendinga. Aðstandendur hans segja því ekki annað í stöðunni en að safna pening. Ester kveðst hafa trú á að hægt verði að sameina fjölskylduna að lokum. „Ég er mjög vongóð um það vegna þess að ég ætla að trúa á mannréttindi og að við getum á endanum náð honum aftur heim. Ég veit ekki hversu langan tíma það tekur en ég trúi því samt að það muni gerast og við munum fara hvaða leið sem við þurfum til að gera það.“ Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira
Mál nígerísks manns sem vísað var úr landi í júní verður ekki tekið upp á ný fyrr en hann hefur greitt reikning upp á 1,1 milljón króna. Um er að ræða kostnað við brottvísun hans og fylgd úr landi í sumar. Vinir mannsins standa fyrir styrktartónleikum í kvöld, en börnin hans þrjú eru með dvalarleyfi hér á landi ásamt móður sinni. Nígeríumanninum Eugene Imoto var vísað úr landi þann 20. júní 2017, en þá hafði umsókn hans og fjölskyldu hans um vernd hérlendis verið í vinnslu í um þrjú ár. Þau héldu því fram að þau hefðu orðið fyrir ofsóknum í heimalandinu vegna trúar sinnar, en þau eru kristin. Þegar honum var vísað úr landi hafði Eugene fengið atvinnuleyfi hérlendis og var við störf á Sægreifanum við Geirsgötu. Rekstrarstjóri Sægreifans segir hann hafa verið góðan starfskraft og brottvísun hans komið flatt upp á samstarfsfólk. „20. júní í fyrra þá hringir hann í okkur og segir okkur að hann geti ekki komið í vinnuna morguninn eftir því það sé búið að handtaka hann og eigi að senda hann úr landi á morgun,“ segir Ester Hansen, starfsmanna- og rekstrarstjóri á Sægreifanum í samtali við fréttastofu Stöðvar 2. Á þessum tíma höfðu Eugene og kona hans eignast þrjú börn, en tvö þeirra fæddust hér á landi. Það yngsta var aðeins um hálfs árs gamalt þegar honum var vísað brott. Konan og börnin fengu dvalarleyfi hérlendis um 2 mánuðum síðar.Mál Eugenes verður ekki opnað á ný nema hann greiði ríkinu 1,1 milljón króna.VísirAðstandendur hans telja brottvísunina brot á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, þar sem segir m.a. að tryggja beri að barn sé ekki skilið frá foreldrum sínum gegn vilja þeirra. Ætla þau því að láta reyna á endurupptöku málsins á grundvelli svokallaðrar fjölskyldusameiningar. Þar er hins vegar hindrun í veginum, en mál Eugenes verður ekki opnað á ný nema hann greiði ríkinu reikning uppá um 1,1 milljón króna. Er þar um að ræða kostnað vegna brottvísunar hans og fylgdar úr landi. Þennan pening á fjölskyldan ekki til. „Hann má ekki vinna vegna þess að það er búið að senda hann í burtu þannig að tónleikarnir eiga að reyna að safna fé til að geta opnað málið aftur og leyft honum að koma til baka,“ segir Ester. Forsvarsmenn Útlendingastofnunar vildu ekki veita viðtal vegna málsins. Upplýsingafulltrúi vísaði hins vegar til þess að heimild væri fyrir slíkri gjaldtöku í lögum um útlendinga. Aðstandendur hans segja því ekki annað í stöðunni en að safna pening. Ester kveðst hafa trú á að hægt verði að sameina fjölskylduna að lokum. „Ég er mjög vongóð um það vegna þess að ég ætla að trúa á mannréttindi og að við getum á endanum náð honum aftur heim. Ég veit ekki hversu langan tíma það tekur en ég trúi því samt að það muni gerast og við munum fara hvaða leið sem við þurfum til að gera það.“
Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Sjá meira