Ljósin í takt við ljóðin Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. febrúar 2018 09:30 Hekla Dögg hefur lag á að laða listamenn til liðs við sig. Fréttablaðið/Valli Listakonan Hekla Dögg Jónsdóttir er þekkt fyrir síbreytileg og marglaga verk og ólíkar aðferðir við að fá aðra til að taka þátt í þeim. Nú opnar hún sýninguna Evolvement klukkan 18 í dag í Kling & Bang í Marshallhúsinu, Grandagarði 20. Samhliða kemur út vegleg bók með yfirliti um feril hennar.Hekla Dögg, á hvað leggur þú áherslu í þessari sýningu? „Ég er svolítið að einblína á sköpunarþáttinn og nú kalla ég til samstarfs skáld og aðra listamenn. Skáldin til að semja af og til ljóð fyrir ljósa- og hljóðskúlptúr sem heitir 2018 og er eins og fréttaveita. Þeir sem hlusta upplifa líðandi stund í gegnum orð skáldsins.“ Skúlptúrinn er með grænum ljósum sem blikka í takt við hrynjanda ljóðanna, að sögn Heklu Daggar. „Þegar fólk hefur dvalið við skúlptúrinn dálitla stund þá sér það bleikt fyrst eftir að það labbar í burtu. Alltaf þegar maður hlustar á ljóð verður maður fyrir hughrifum. Þarna verða áhrifin líka sjónræn.“Hekla Dögg undir pappírsagnaregninu sem gengið er í gegnum að uppsprettu sköpunarinnar.Mynd/Lilja BirgisdóttirÞarf ekki fólk að sitja lengur og lengur við skúlptúrinn eftir því sem á sýninguna líður ef alltaf bætast ljóð í skúlptúrinn? „Ég mundi mæla með því að fólk kæmi oftar en einu sinni, því sýningin breytist alltaf,“ svarar Hekla Dögg og færir sig svo skref til baka. „Í anddyrinu er vatnslitaverk sem ég vann með marbling-tækni sem var oft notuð til að prenta á bókarkápur. Þá eru litirnir fljótandi í vatni og pappírsörk dýft ofan í til að fanga þá. Ég gerði mismunandi mynstur á eins stór blöð og ég gat. Þau eru það fyrsta sem fólk sér þegar það kemur, eins og kápa utan um sýninguna fyrir innan. Ljósmyndarar geta notað þessar arkir sem bakgrunn fyrir eitthvað sem þeir vilja mynda.“Á leið inn úr anddyrinu lenda gestir undir glitrandi pappírsögnum sem hrynja á þá úr loftinu. Hvað táknar sá gjörningur? „Þá er fólk að ganga inn að uppsprettu sköpunarinnar því þar tekur ljósa- og ljóðaskúlptúrinn við. Svo er haldið áfram inn í næsta rými. Þar er hvít súla sem snýst löturhægt í 360 gráður á þremur mínútum. Á henni er myndavél og á sýningartímanum munu listamenn gera þriggja mínútna vídeóverk þar sem þeir virkja allt rýmið á einhvern hátt, það er áskorun, en listamenn eru alltaf tilbúnir í áskoranir. Ég byrja á þremur verkum sem verða tilbúin á opnuninni. Þau verða sýnd í einu rýminu enn. Þar geta gestir sest og notið þeirra.“ Menning Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Listakonan Hekla Dögg Jónsdóttir er þekkt fyrir síbreytileg og marglaga verk og ólíkar aðferðir við að fá aðra til að taka þátt í þeim. Nú opnar hún sýninguna Evolvement klukkan 18 í dag í Kling & Bang í Marshallhúsinu, Grandagarði 20. Samhliða kemur út vegleg bók með yfirliti um feril hennar.Hekla Dögg, á hvað leggur þú áherslu í þessari sýningu? „Ég er svolítið að einblína á sköpunarþáttinn og nú kalla ég til samstarfs skáld og aðra listamenn. Skáldin til að semja af og til ljóð fyrir ljósa- og hljóðskúlptúr sem heitir 2018 og er eins og fréttaveita. Þeir sem hlusta upplifa líðandi stund í gegnum orð skáldsins.“ Skúlptúrinn er með grænum ljósum sem blikka í takt við hrynjanda ljóðanna, að sögn Heklu Daggar. „Þegar fólk hefur dvalið við skúlptúrinn dálitla stund þá sér það bleikt fyrst eftir að það labbar í burtu. Alltaf þegar maður hlustar á ljóð verður maður fyrir hughrifum. Þarna verða áhrifin líka sjónræn.“Hekla Dögg undir pappírsagnaregninu sem gengið er í gegnum að uppsprettu sköpunarinnar.Mynd/Lilja BirgisdóttirÞarf ekki fólk að sitja lengur og lengur við skúlptúrinn eftir því sem á sýninguna líður ef alltaf bætast ljóð í skúlptúrinn? „Ég mundi mæla með því að fólk kæmi oftar en einu sinni, því sýningin breytist alltaf,“ svarar Hekla Dögg og færir sig svo skref til baka. „Í anddyrinu er vatnslitaverk sem ég vann með marbling-tækni sem var oft notuð til að prenta á bókarkápur. Þá eru litirnir fljótandi í vatni og pappírsörk dýft ofan í til að fanga þá. Ég gerði mismunandi mynstur á eins stór blöð og ég gat. Þau eru það fyrsta sem fólk sér þegar það kemur, eins og kápa utan um sýninguna fyrir innan. Ljósmyndarar geta notað þessar arkir sem bakgrunn fyrir eitthvað sem þeir vilja mynda.“Á leið inn úr anddyrinu lenda gestir undir glitrandi pappírsögnum sem hrynja á þá úr loftinu. Hvað táknar sá gjörningur? „Þá er fólk að ganga inn að uppsprettu sköpunarinnar því þar tekur ljósa- og ljóðaskúlptúrinn við. Svo er haldið áfram inn í næsta rými. Þar er hvít súla sem snýst löturhægt í 360 gráður á þremur mínútum. Á henni er myndavél og á sýningartímanum munu listamenn gera þriggja mínútna vídeóverk þar sem þeir virkja allt rýmið á einhvern hátt, það er áskorun, en listamenn eru alltaf tilbúnir í áskoranir. Ég byrja á þremur verkum sem verða tilbúin á opnuninni. Þau verða sýnd í einu rýminu enn. Þar geta gestir sest og notið þeirra.“
Menning Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“