Loksins hipp og kúl að ganga á skíðum 16. janúar 2018 10:00 Óskari finnst útiveran einn stærsti kosturinn við að ganga á skíðuum. MYND/ANTON BRINK Óskar Jakobsson gengur á skíðum og hleypur maraþon. Hann kennir byrjendum grunnatriði í skíðagöngu og segir íþróttina njóta sífellt meiri vinsælda. Skíðakappinn, maraþonhlauparinn og prentarinn Óskar Jakobsson hefur lagt stund á íþróttir frá unga aldri. Hann fór fyrst á gönguskíði þegar hann var sex ára gamall og eftir það varð ekki aftur snúið. Fyrir rúmum áratug tók Óskar áskorun um að taka þátt í Vasagöngunni í Svíþjóð og hóf að hlaupa langar vegalengdir til að undirbúa sig sem best. Í dag hefur hann tekið þátt í 14 maraþonhlaupum og er hvergi nærri hættur.Skíðaganga reynir á allan líkamann, eykur úthald, þol og styrk. MYND/ANTON BRINKÞótti ekki töff „Ég kynntist skíðagöngu í gegnum æskuvin minn Sigurð Oddsson en faðir hans var mikill skíðagöngumaður. Svo fékk ég góðan þjálfara, Þröst Jóhannesson, og það varð ekki til að draga úr áhuganum. Um sjö ára aldurinn fór ég að keppa og tók þátt í flestum mótum á Ísafirði og auðvitað Andrésar Andar leikunum á Akureyri,“ segir Óskar Jakobsson um tildrög þess að hann batt á sig gönguskíðaskóna en hann er alinn upp í skíðaparadísinni Ísafirði. „Á þessum árum voru flestir á svigskíðum og það þótti ekki töff að vera á gönguskíðum. Undanfarin átta ár eða svo hefur íþróttin sannarlega sótt í sig veðrið þannig að núna, eftir fjörutíu ár, er ég loksins orðinn hipp og kúl,“ segir Óskar hlæjandi.Óskar og Auður taka fagnandi á móti öllum sem vilja læra á gönguskíði. Kennslan fer fram í Bláföllum og þar eru margar afbragðsgönguleiðir.Tilvalið fjölskyldusport Skíðaganga hefur marga góða kosti og er tilvalið fjölskyldusport, að sögn Óskars. „Þetta er holl hreyfing sem reynir alhliða á líkamann, auk þess að auka þol, úthald og styrk. Skíðaganga er miklu skemmtilegri en fólk á von á. Margir halda að þetta sé erfið og leiðinleg íþrótt en komast síðan að því að svo er ekki. Mér finnst útiveran einn stærsti kosturinn og maður fær mikla útrás á skíðunum.“ Óskar stundar íþróttina af miklu kappi þótt hann sé hættur að keppa. Hann stendur fyrir námskeiðum fyrir byrjendur á gönguskíðum í samvinnu við Auði Ebenezersdóttur sem einnig er frá Ísafirði og margfaldur Íslandsmeistari í greininni. „Við tökum fagnandi á móti öllum sem vilja læra á gönguskíði. Kennslan fer fram í Bláföllum og þar eru margar afbragðsgönguleiðir. Í byrjun mars ætlum við að skipta um umhverfi, taka frí frá hversdagsamstrinu og halda til Tékklands þar sem við verðum með vikulangt skíðagöngunámskeið,“ upplýsir Óskar.Óskar fór að stunda langhlaup til að undirbúa sig fyrir Vasagönguna í Svíþjóð. MYND/ANTON BRINKMaraþon í jakkafötum Þrátt fyrir miklar annir gefur Óskar sér líka tíma fyrir langhlaup en hann hefur tekið þátt í 14 maraþonhlaupum víða um heim og þjálfað hlaupahóp Fjölnis. „Í fyrrasumar tók ég þátt í Reykjavíkurmaraþoni sem var eftirminnilegt. Pétur Ívarsson, verslunarstjóra í Boss og einn hlaupafélaga minn, langaði að hlaupa í þágu góðs málefnis og úr varð að við vorum nokkrir saman í hóp sem hlupum í Boss-jakkafötum og söfnuðum fyrir Einstök börn. Það var gaman að taka þátt og láta um leið gott af sér leiða,“ segir Óskar sem er þegar farinn að undarbúa sig fyrir næsta hlaup. Senda má póst á skidagongunamskeid@gmail.com og fá nánari upplýsingar um skíðanámskeiðið. Einnig má hafa samband í gegnum Facebook: https://www.facebook.com/groups/1000704526658116/ Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Óskar Jakobsson gengur á skíðum og hleypur maraþon. Hann kennir byrjendum grunnatriði í skíðagöngu og segir íþróttina njóta sífellt meiri vinsælda. Skíðakappinn, maraþonhlauparinn og prentarinn Óskar Jakobsson hefur lagt stund á íþróttir frá unga aldri. Hann fór fyrst á gönguskíði þegar hann var sex ára gamall og eftir það varð ekki aftur snúið. Fyrir rúmum áratug tók Óskar áskorun um að taka þátt í Vasagöngunni í Svíþjóð og hóf að hlaupa langar vegalengdir til að undirbúa sig sem best. Í dag hefur hann tekið þátt í 14 maraþonhlaupum og er hvergi nærri hættur.Skíðaganga reynir á allan líkamann, eykur úthald, þol og styrk. MYND/ANTON BRINKÞótti ekki töff „Ég kynntist skíðagöngu í gegnum æskuvin minn Sigurð Oddsson en faðir hans var mikill skíðagöngumaður. Svo fékk ég góðan þjálfara, Þröst Jóhannesson, og það varð ekki til að draga úr áhuganum. Um sjö ára aldurinn fór ég að keppa og tók þátt í flestum mótum á Ísafirði og auðvitað Andrésar Andar leikunum á Akureyri,“ segir Óskar Jakobsson um tildrög þess að hann batt á sig gönguskíðaskóna en hann er alinn upp í skíðaparadísinni Ísafirði. „Á þessum árum voru flestir á svigskíðum og það þótti ekki töff að vera á gönguskíðum. Undanfarin átta ár eða svo hefur íþróttin sannarlega sótt í sig veðrið þannig að núna, eftir fjörutíu ár, er ég loksins orðinn hipp og kúl,“ segir Óskar hlæjandi.Óskar og Auður taka fagnandi á móti öllum sem vilja læra á gönguskíði. Kennslan fer fram í Bláföllum og þar eru margar afbragðsgönguleiðir.Tilvalið fjölskyldusport Skíðaganga hefur marga góða kosti og er tilvalið fjölskyldusport, að sögn Óskars. „Þetta er holl hreyfing sem reynir alhliða á líkamann, auk þess að auka þol, úthald og styrk. Skíðaganga er miklu skemmtilegri en fólk á von á. Margir halda að þetta sé erfið og leiðinleg íþrótt en komast síðan að því að svo er ekki. Mér finnst útiveran einn stærsti kosturinn og maður fær mikla útrás á skíðunum.“ Óskar stundar íþróttina af miklu kappi þótt hann sé hættur að keppa. Hann stendur fyrir námskeiðum fyrir byrjendur á gönguskíðum í samvinnu við Auði Ebenezersdóttur sem einnig er frá Ísafirði og margfaldur Íslandsmeistari í greininni. „Við tökum fagnandi á móti öllum sem vilja læra á gönguskíði. Kennslan fer fram í Bláföllum og þar eru margar afbragðsgönguleiðir. Í byrjun mars ætlum við að skipta um umhverfi, taka frí frá hversdagsamstrinu og halda til Tékklands þar sem við verðum með vikulangt skíðagöngunámskeið,“ upplýsir Óskar.Óskar fór að stunda langhlaup til að undirbúa sig fyrir Vasagönguna í Svíþjóð. MYND/ANTON BRINKMaraþon í jakkafötum Þrátt fyrir miklar annir gefur Óskar sér líka tíma fyrir langhlaup en hann hefur tekið þátt í 14 maraþonhlaupum víða um heim og þjálfað hlaupahóp Fjölnis. „Í fyrrasumar tók ég þátt í Reykjavíkurmaraþoni sem var eftirminnilegt. Pétur Ívarsson, verslunarstjóra í Boss og einn hlaupafélaga minn, langaði að hlaupa í þágu góðs málefnis og úr varð að við vorum nokkrir saman í hóp sem hlupum í Boss-jakkafötum og söfnuðum fyrir Einstök börn. Það var gaman að taka þátt og láta um leið gott af sér leiða,“ segir Óskar sem er þegar farinn að undarbúa sig fyrir næsta hlaup. Senda má póst á skidagongunamskeid@gmail.com og fá nánari upplýsingar um skíðanámskeiðið. Einnig má hafa samband í gegnum Facebook: https://www.facebook.com/groups/1000704526658116/
Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira