„Svo margir dagar þar sem ég átti erfitt með að halda mér gangandi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2018 13:15 Serena Williams. Vísir/Getty Serena Williams, besta tenniskonan allra tíma, er að koma sér aftur af stað eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Fæðing dóttur hennar reyndi mikið á hana og hún viðurkennir að það hafi verið mjög erfitt að komast sér aftur af stað í tennisinum. Serena Williams mun keppa á Indian Wells WTA mótinu í Kaliforníu í þessari viku en um tíma leit út fyrir að hún kæmi ekki aftur í tennis. Þetta verður fyrsta mótið hennar í endurkomunni. „Þetta er búið að vera erfitt,“ sagði Serena Williams í viðtali við BBC."As long as I'm moving forward, even if it's at a turtle's pace, then I'm OK with that." Serena Williams is back More from her here: https://t.co/LuaNMVaKC6pic.twitter.com/Ac2CZ6rit1 — BBC Sport (@BBCSport) March 6, 2018 „Það hafa verið svo margir dagar þar sem ég átti erfitt með að halda mér gangandi,“ sagði Serena. Serena er 36 ára gömul og eignaðist dóttur sína Alexis Olympia Ohanian 1.september síðastliðinn. Hún hafði áður sett nýtt met með því að vinna 23 risamót á sigursælum ferli sínum. „Það hefur því verið mjög erfitt um að halda sér gangandi og ég veit að ég er ekki komin í mitt besta form en ég nálgast það. Hver dagur er nýr dagur og og á hverjum degi ætti ég að geta orðið betri,“ sagði Serena. „Svo framarlega sem ég er á leiðinni áfram og að bæta mig þá er mér sama þótt að ég fari á skjaldbökuhraða,“ sagði Serena.WTA beware... Serena is back! pic.twitter.com/njCUjsVIXO — BBC Sport (@BBCSport) March 6, 2018 Serena tók þátt í sýningarleik í Abú Dabí í lok desember og spilaði tvíliðaleik fyrir bandaríska landsliðið í Fed bikarnum í síðasta mánuði. Í þessari viku reynir hún hinsvegar við fyrsta mótið. „Ég er tilbúin því annars væri ég ekki hérna. Ef ég er ekki tilbúin núna þá verð ég aldrei tilbúin. Ég verð samt miklu betri eftir tvo mánuði en einhvers staðar verður maður að byrja. Ég er búin að fá nóg af því að fylgjast með á hliðarlínunni og hugsa um það að byrja aftur,“ sagði Serena. Tennis Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Sjá meira
Serena Williams, besta tenniskonan allra tíma, er að koma sér aftur af stað eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Fæðing dóttur hennar reyndi mikið á hana og hún viðurkennir að það hafi verið mjög erfitt að komast sér aftur af stað í tennisinum. Serena Williams mun keppa á Indian Wells WTA mótinu í Kaliforníu í þessari viku en um tíma leit út fyrir að hún kæmi ekki aftur í tennis. Þetta verður fyrsta mótið hennar í endurkomunni. „Þetta er búið að vera erfitt,“ sagði Serena Williams í viðtali við BBC."As long as I'm moving forward, even if it's at a turtle's pace, then I'm OK with that." Serena Williams is back More from her here: https://t.co/LuaNMVaKC6pic.twitter.com/Ac2CZ6rit1 — BBC Sport (@BBCSport) March 6, 2018 „Það hafa verið svo margir dagar þar sem ég átti erfitt með að halda mér gangandi,“ sagði Serena. Serena er 36 ára gömul og eignaðist dóttur sína Alexis Olympia Ohanian 1.september síðastliðinn. Hún hafði áður sett nýtt met með því að vinna 23 risamót á sigursælum ferli sínum. „Það hefur því verið mjög erfitt um að halda sér gangandi og ég veit að ég er ekki komin í mitt besta form en ég nálgast það. Hver dagur er nýr dagur og og á hverjum degi ætti ég að geta orðið betri,“ sagði Serena. „Svo framarlega sem ég er á leiðinni áfram og að bæta mig þá er mér sama þótt að ég fari á skjaldbökuhraða,“ sagði Serena.WTA beware... Serena is back! pic.twitter.com/njCUjsVIXO — BBC Sport (@BBCSport) March 6, 2018 Serena tók þátt í sýningarleik í Abú Dabí í lok desember og spilaði tvíliðaleik fyrir bandaríska landsliðið í Fed bikarnum í síðasta mánuði. Í þessari viku reynir hún hinsvegar við fyrsta mótið. „Ég er tilbúin því annars væri ég ekki hérna. Ef ég er ekki tilbúin núna þá verð ég aldrei tilbúin. Ég verð samt miklu betri eftir tvo mánuði en einhvers staðar verður maður að byrja. Ég er búin að fá nóg af því að fylgjast með á hliðarlínunni og hugsa um það að byrja aftur,“ sagði Serena.
Tennis Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Sjá meira