Skírði sigurmark tvíburasystur sinnar eftir lagi Britney Spears Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2018 13:00 Jocelyne og Monique Lamoureux fagna saman með gullið um hálsinn. Vísir/Getty Tvíburasysturnar Jocelyne og Monique Lamoureux voru konurnar á bak við langþráðan sigur bandaríska íshokkílandsliðsins á Ólympíuleikunum en Bandaríkin unnu gull á ÓL í PyeongChang í morgun. Bandaríska liðið var búið að tapa úrslitaleiknum á tveimur Ólympíuleikjum í röð og hafði ekki náð að vinna gullið eftirsótta í tuttugu ár. Bandaríska liðið vann hinsvegar 3-2 sigur á Kanada í úrslitaleiknum en leikurinn fór alla leið í bráðabana í vítakeppni.VIDEO: Jocelyne Lamoureux-Davidson's deke named after @britneyspears song #TeamUSA#Olympics#BestofUShttps://t.co/ebDWYFwa8Bpic.twitter.com/Um7RpTbcfN — NBC Sports (@NBCSports) February 22, 2018 Monique Lamoureux skoraði annað marka bandaríska liðsins í leiknum sjálfum en það var tvíburasystir hennar Jocelyne sem tryggði sigurinn í bráðabananum með mögnuðu marki. Tvíburasysturnar Jocelyne og Monique Lamoureux voru teknar í viðtal hjá NBC eftir leikinn og þar var Monique Lamoureux búin að finna nafn á sigurmark systur sinnar. Hún kallaði það „Oops!... I Did It Again“ eftir einu frægasta lagi söngkonunnar Britney Spears en Jocelyne hafi nefnilega skorað svipað mark í leik á móti rússneska liðinu fyrr í keppninni."Oops, I Did It Again" is the name of the move Jocelyne Lamoureux-Davidson used to make #TeamUSA golden again in women's hockey. https://t.co/p93CPWhKuUpic.twitter.com/WOGo9OSjcC — Sporting News (@sportingnews) February 22, 2018 Tvíburasysturnar eru fæddar árið 1989 og voru því ellefu ára þegar Britney Spears sló í gegn með laginu „Oops!... I Did It Again“ árið 2000. Jocelyne og Monique Lamoureux voru báðar í silfurliðum Bandaríkjanna á síðustu tveimur Ólympíuleikum í Vancouver og Sotsjí og voru því búnar að bíða lengi eftir að fá loksins gullið um hálsinn. Þær hafa aftur á móti unnið sex heimsmeistaratitla saman.“The last shootout against Canada, I looked like an idiot,” Jocelyne Lamoureux-Davidson says, explaining why she worked hard to get better. #USAvsCANpic.twitter.com/kqtDKgtOpf — Bill Chappell (@publicbill) February 22, 2018 Þær töluðu líka um að hafa unnið markvisst að því að bæta sig í vítakeppni en Jocelyne viðurkenndi að hún hafi litið út eins og algjör fífl í síðustu vítakeppni á móti Kanada eins og sjá má hér fyrir ofan.U.S. women as good as gold https://t.co/PzrcVY1x1lpic.twitter.com/mpJVuUkKfv — New York Post Sports (@nypostsports) February 22, 2018Jocelyne Lamoureux played with Shannon Szabados' heart, scoring the gold medal-winning goal by using a move called "Oops, I did it again." https://t.co/oHY4zJ6c2opic.twitter.com/KJHRJTqO2U — USA TODAY Sports (@usatodaysports) February 22, 2018 Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Sjá meira
Tvíburasysturnar Jocelyne og Monique Lamoureux voru konurnar á bak við langþráðan sigur bandaríska íshokkílandsliðsins á Ólympíuleikunum en Bandaríkin unnu gull á ÓL í PyeongChang í morgun. Bandaríska liðið var búið að tapa úrslitaleiknum á tveimur Ólympíuleikjum í röð og hafði ekki náð að vinna gullið eftirsótta í tuttugu ár. Bandaríska liðið vann hinsvegar 3-2 sigur á Kanada í úrslitaleiknum en leikurinn fór alla leið í bráðabana í vítakeppni.VIDEO: Jocelyne Lamoureux-Davidson's deke named after @britneyspears song #TeamUSA#Olympics#BestofUShttps://t.co/ebDWYFwa8Bpic.twitter.com/Um7RpTbcfN — NBC Sports (@NBCSports) February 22, 2018 Monique Lamoureux skoraði annað marka bandaríska liðsins í leiknum sjálfum en það var tvíburasystir hennar Jocelyne sem tryggði sigurinn í bráðabananum með mögnuðu marki. Tvíburasysturnar Jocelyne og Monique Lamoureux voru teknar í viðtal hjá NBC eftir leikinn og þar var Monique Lamoureux búin að finna nafn á sigurmark systur sinnar. Hún kallaði það „Oops!... I Did It Again“ eftir einu frægasta lagi söngkonunnar Britney Spears en Jocelyne hafi nefnilega skorað svipað mark í leik á móti rússneska liðinu fyrr í keppninni."Oops, I Did It Again" is the name of the move Jocelyne Lamoureux-Davidson used to make #TeamUSA golden again in women's hockey. https://t.co/p93CPWhKuUpic.twitter.com/WOGo9OSjcC — Sporting News (@sportingnews) February 22, 2018 Tvíburasysturnar eru fæddar árið 1989 og voru því ellefu ára þegar Britney Spears sló í gegn með laginu „Oops!... I Did It Again“ árið 2000. Jocelyne og Monique Lamoureux voru báðar í silfurliðum Bandaríkjanna á síðustu tveimur Ólympíuleikum í Vancouver og Sotsjí og voru því búnar að bíða lengi eftir að fá loksins gullið um hálsinn. Þær hafa aftur á móti unnið sex heimsmeistaratitla saman.“The last shootout against Canada, I looked like an idiot,” Jocelyne Lamoureux-Davidson says, explaining why she worked hard to get better. #USAvsCANpic.twitter.com/kqtDKgtOpf — Bill Chappell (@publicbill) February 22, 2018 Þær töluðu líka um að hafa unnið markvisst að því að bæta sig í vítakeppni en Jocelyne viðurkenndi að hún hafi litið út eins og algjör fífl í síðustu vítakeppni á móti Kanada eins og sjá má hér fyrir ofan.U.S. women as good as gold https://t.co/PzrcVY1x1lpic.twitter.com/mpJVuUkKfv — New York Post Sports (@nypostsports) February 22, 2018Jocelyne Lamoureux played with Shannon Szabados' heart, scoring the gold medal-winning goal by using a move called "Oops, I did it again." https://t.co/oHY4zJ6c2opic.twitter.com/KJHRJTqO2U — USA TODAY Sports (@usatodaysports) February 22, 2018
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Heimsmethafinn hélt út Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Sjá meira