Sólveig Anna nýr formaður Eflingar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. mars 2018 00:30 A-listinn fékk 519 atkvæði en B-listi Sólveigar Önnu 2099 atkvæði. Vísir/Ernir Sólveig Anna Jónsdóttir er nýr formaður Eflingar stéttarfélags eftir að B-listinn hafði betur gegn A-listanum í kosningum til stjórnar félagsins með 80 prósent greiddra atkvæða. Niðurstöður lágu fyrir nú um miðnætti. A-listinn fékk 519 atkvæði en B-listi Sólveigar Önnu 2099 atkvæði. Kosningin stóð yfir í tvo daga og lauk kosningunni klukkan 20 í kvöld. „Nei, ég átti ekki von á þessu,“ segir Sólveig í viðtali við Vísi um yfirburðarsigurinn. „Við vorum farin að leyfa okkur að vera bjartsýn en auðvitað bjuggumst við ekki við þessu. Þetta er ótrúlegt en við erum þá komin með umboð frá þeim sem kjósa okkur að gera það sem við höfum verið að tala um. Að heyja þessa róttæku, markvissu og herskáu stéttarbaráttu.“ Í fyrsta sinn í sögu félagsins börðust tveir listar um hylli kjósenda. Ingvar Vigur Halldórsson var formannsefni A-listans, en Sólveig Anna var formannsefni B-listans. Óhætt er að segja að nokkuð föst skot hafi gengið á milli fylkinganna tveggja í kosningabaráttunni. Frambjóðendur A-listans hafa meðal annars gagnrýnt stuðning einstaklinga í sósíalistaflokknum við B-lista Sólveigar en á móti hafa frambjóðendur B-listans sagt ójafnræði ríkja í baráttunni og að núverandi stjórn Eflingar standi ótvírætt með A-listanum.Sjá einnig: Sólveig í skýjunum með sigurinn en mætir á leikskólann í fyrramálið Í gær greindi Vísir frá yffirlýsingu tveggja einstaklinga sem lýstu því hvernig starfsmaður á skrifstofu Eflingar, sem sá um kosningu utan kjörfundar, reyndi að telja konu sem er af erlendu bergi brotin inn á að kjósa A-listann. Í yfirlýsingu í gærkvöldi sagði Magnús M. Norðdahl, formaður kjörstjórnar Eflingar, að þeir starfsmenn sem rætt hafi verið við vegna meints áróðurs á kjörstað hafi ekki kannast við atvikið. Þeir sem voru með Sólveigu Önnu á lista og taka sæti í stjórn Eflingar eru Magdalena Kwiatkowska hjá Café Paris, Aðalgeir Björnsson, tækjastjóri hjá Eimskip, Anna Marta Marjankowska hjá Náttúru þrif, Daníel Örn Arnarsson hjá Kerfi fyrirtækjaþjónustu, Guðmundur Jónatan Baldursson, bílstjóri hjá Snæland Grímsson, Jamie Mcquilkin hjá Resource International ehf. og Kolbrún Valvesdóttir, starfsmaður búsetuþjónustu Reykjavíkurborgar. Á kjörskrá voru 16.578 félagsmenn og af þeim greiddu 2.618 atkvæði. B listi Sólveigar Önnu Jónsdóttur fékk 2099 atkvæði. A listi stjórnar og trúnaðarráðs fékk 519 atkvæði. Auðir seðlar voru 6 og ógildir voru 4. Kjaramál Tengdar fréttir Látum ekki hafa okkur að fíflum Barbara er í tveimur störfum, stundum vinnur hún nánast allan sólarhringinn. Daníel segist vera að missa af börnunum sínum, vinnudagurinn er svo langur. Guðmundur starfar sem rútubílstjóri á lágum launum. 3. mars 2018 10:00 Segjast vilja breytingar fyrir verkafólk á Íslandi Jöfn kosningaþátttaka hefur verið í formanns- og stjórnarkjöri í Eflingu sem stendur til kl. 20 í kvöld. Kjósendur sem Fréttablaðið ræddi við vilja breytingar. 6. mars 2018 06:00 Kosningar í Eflingu: Segjast ekki kannast við áróður á kjörstað Magnús M. Norðdahl, formaður kjörstjórnar verkalýðsfélagsins Eflingar, segir að þeir starfsmenn félagsins sem rætt hafi verið við vegna meints áróðurs á kjörstað utan kjörfundar kannist ekki við atvikið. 5. mars 2018 19:05 „Það eina sem þetta B-listafólk vill er verkfall, verkfall og aftur verkfall“ B-listi hyggst kæra kosningar í Eflingu vegna áróðurs á kjörstað. 5. mars 2018 10:31 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir er nýr formaður Eflingar stéttarfélags eftir að B-listinn hafði betur gegn A-listanum í kosningum til stjórnar félagsins með 80 prósent greiddra atkvæða. Niðurstöður lágu fyrir nú um miðnætti. A-listinn fékk 519 atkvæði en B-listi Sólveigar Önnu 2099 atkvæði. Kosningin stóð yfir í tvo daga og lauk kosningunni klukkan 20 í kvöld. „Nei, ég átti ekki von á þessu,“ segir Sólveig í viðtali við Vísi um yfirburðarsigurinn. „Við vorum farin að leyfa okkur að vera bjartsýn en auðvitað bjuggumst við ekki við þessu. Þetta er ótrúlegt en við erum þá komin með umboð frá þeim sem kjósa okkur að gera það sem við höfum verið að tala um. Að heyja þessa róttæku, markvissu og herskáu stéttarbaráttu.“ Í fyrsta sinn í sögu félagsins börðust tveir listar um hylli kjósenda. Ingvar Vigur Halldórsson var formannsefni A-listans, en Sólveig Anna var formannsefni B-listans. Óhætt er að segja að nokkuð föst skot hafi gengið á milli fylkinganna tveggja í kosningabaráttunni. Frambjóðendur A-listans hafa meðal annars gagnrýnt stuðning einstaklinga í sósíalistaflokknum við B-lista Sólveigar en á móti hafa frambjóðendur B-listans sagt ójafnræði ríkja í baráttunni og að núverandi stjórn Eflingar standi ótvírætt með A-listanum.Sjá einnig: Sólveig í skýjunum með sigurinn en mætir á leikskólann í fyrramálið Í gær greindi Vísir frá yffirlýsingu tveggja einstaklinga sem lýstu því hvernig starfsmaður á skrifstofu Eflingar, sem sá um kosningu utan kjörfundar, reyndi að telja konu sem er af erlendu bergi brotin inn á að kjósa A-listann. Í yfirlýsingu í gærkvöldi sagði Magnús M. Norðdahl, formaður kjörstjórnar Eflingar, að þeir starfsmenn sem rætt hafi verið við vegna meints áróðurs á kjörstað hafi ekki kannast við atvikið. Þeir sem voru með Sólveigu Önnu á lista og taka sæti í stjórn Eflingar eru Magdalena Kwiatkowska hjá Café Paris, Aðalgeir Björnsson, tækjastjóri hjá Eimskip, Anna Marta Marjankowska hjá Náttúru þrif, Daníel Örn Arnarsson hjá Kerfi fyrirtækjaþjónustu, Guðmundur Jónatan Baldursson, bílstjóri hjá Snæland Grímsson, Jamie Mcquilkin hjá Resource International ehf. og Kolbrún Valvesdóttir, starfsmaður búsetuþjónustu Reykjavíkurborgar. Á kjörskrá voru 16.578 félagsmenn og af þeim greiddu 2.618 atkvæði. B listi Sólveigar Önnu Jónsdóttur fékk 2099 atkvæði. A listi stjórnar og trúnaðarráðs fékk 519 atkvæði. Auðir seðlar voru 6 og ógildir voru 4.
Kjaramál Tengdar fréttir Látum ekki hafa okkur að fíflum Barbara er í tveimur störfum, stundum vinnur hún nánast allan sólarhringinn. Daníel segist vera að missa af börnunum sínum, vinnudagurinn er svo langur. Guðmundur starfar sem rútubílstjóri á lágum launum. 3. mars 2018 10:00 Segjast vilja breytingar fyrir verkafólk á Íslandi Jöfn kosningaþátttaka hefur verið í formanns- og stjórnarkjöri í Eflingu sem stendur til kl. 20 í kvöld. Kjósendur sem Fréttablaðið ræddi við vilja breytingar. 6. mars 2018 06:00 Kosningar í Eflingu: Segjast ekki kannast við áróður á kjörstað Magnús M. Norðdahl, formaður kjörstjórnar verkalýðsfélagsins Eflingar, segir að þeir starfsmenn félagsins sem rætt hafi verið við vegna meints áróðurs á kjörstað utan kjörfundar kannist ekki við atvikið. 5. mars 2018 19:05 „Það eina sem þetta B-listafólk vill er verkfall, verkfall og aftur verkfall“ B-listi hyggst kæra kosningar í Eflingu vegna áróðurs á kjörstað. 5. mars 2018 10:31 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Látum ekki hafa okkur að fíflum Barbara er í tveimur störfum, stundum vinnur hún nánast allan sólarhringinn. Daníel segist vera að missa af börnunum sínum, vinnudagurinn er svo langur. Guðmundur starfar sem rútubílstjóri á lágum launum. 3. mars 2018 10:00
Segjast vilja breytingar fyrir verkafólk á Íslandi Jöfn kosningaþátttaka hefur verið í formanns- og stjórnarkjöri í Eflingu sem stendur til kl. 20 í kvöld. Kjósendur sem Fréttablaðið ræddi við vilja breytingar. 6. mars 2018 06:00
Kosningar í Eflingu: Segjast ekki kannast við áróður á kjörstað Magnús M. Norðdahl, formaður kjörstjórnar verkalýðsfélagsins Eflingar, segir að þeir starfsmenn félagsins sem rætt hafi verið við vegna meints áróðurs á kjörstað utan kjörfundar kannist ekki við atvikið. 5. mars 2018 19:05
„Það eina sem þetta B-listafólk vill er verkfall, verkfall og aftur verkfall“ B-listi hyggst kæra kosningar í Eflingu vegna áróðurs á kjörstað. 5. mars 2018 10:31