Sarkozy ákærður fyrir spillingu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. mars 2018 23:19 Nicolas Sarkozy, þáverandi forseti Frakklands, og Muammar Gaddafi, þáverandi einræðisherra í Líbíu, í París árið 2007. vísir/getty Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, var í dag ákærður fyrir spillingu og að hafa fjármagnað kosningabaráttu sína á ólöglegan hátt. Talið er að þáverandi einræðisherra Líbíu, Muammar Gaddafi, hafi látið fé af hendi rakna í kosningasjóði Sarkozy árið 2007. Greint er frá málinu á vef frönsku fréttastofunnar AFP. Eftir fimm ára rannsókn og tvo daga af yfirheyrslum yfir Sarkozy á meðan hann var í haldi lögreglu telja dómarar í málinu að þeir hafi nú næg sönnunargögn til þess að ákæra forsetann fyrrverandi. Sarkozy var handtekinn í gær en látinn laus í kvöld. Hann neitar sök.Sonur Gaddafi haldið því fram að Sarkozy hafi fengið fé frá föður hans Sarkozy var forseti Frakklands á árunum 2007 til 2012. Auk spillingar og ólöglegrar fjármögnunar í kosningabaráttunni er hann einnig ákærður fyrir að leyna opinberu fé Líbíu. Sarkozy hefur sex mánuði til að áfrýja ákærunni. Talið er líklegt að hann geri það og þá þurfa dómararnir í málinu að ákveða hvort sönnunargögnin gegn forsetanum fyrrverandi séu næg til þess að fram fari réttarhöld yfir honum. Rannsakendur hafa unnið að málinu frá árinu 2013 en ýmsir sem tengjast Gaddafi hafa sagt að Sarkozy hafi þegið peninga frá honum árið 2007. Fjórum árum síðar studdi Frakkland, undir forystu Sarkozy, uppreisnarmenn í Líbíu í arabíska vorinu sem steyptu Gaddafi af stóli. Á meðal þeirra sem hafa haldið því fram að Sarkozy hafi tekið við fé frá Gaddafi er sonur einræðisherrans , Seif al-Islam.Ekki fyrsta málið sem Sarkozy er ákærður fyrir Sarkozy hefur áður sætt ákæru í tveimur öðrum málum. Annað snýr að fölsuðum reikningum sem gefnir voru út til þess að hylma yfir að of miklu fé hafði verið eytt í kosningabaráttu hans árið 2013. Hitt málið tengist dómara og snýr að áhrifum sem Sarkozy á að hafa reynt að beita. Flokksfélagar Sarkozy virðast styðja hann og hefur einn þeirra látið hafa það eftir sér að hann telji að málið allt sé hefndaraðgerð fyrrum stjórnvalda í Líbíu og frönsku dómarastéttarinnar sem eldaði grátt silfur við Sarkozy þegar hann sat á forsetastól. Tengdar fréttir Sarkozy handtekinn fyrir að taka við peningum frá Gaddafi Rannsókn hefur staðið yfir frá 2013 og er þetta í fyrsta sinn sem forsetinn fyrrverandi er yfirheyrður. 20. mars 2018 09:36 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, var í dag ákærður fyrir spillingu og að hafa fjármagnað kosningabaráttu sína á ólöglegan hátt. Talið er að þáverandi einræðisherra Líbíu, Muammar Gaddafi, hafi látið fé af hendi rakna í kosningasjóði Sarkozy árið 2007. Greint er frá málinu á vef frönsku fréttastofunnar AFP. Eftir fimm ára rannsókn og tvo daga af yfirheyrslum yfir Sarkozy á meðan hann var í haldi lögreglu telja dómarar í málinu að þeir hafi nú næg sönnunargögn til þess að ákæra forsetann fyrrverandi. Sarkozy var handtekinn í gær en látinn laus í kvöld. Hann neitar sök.Sonur Gaddafi haldið því fram að Sarkozy hafi fengið fé frá föður hans Sarkozy var forseti Frakklands á árunum 2007 til 2012. Auk spillingar og ólöglegrar fjármögnunar í kosningabaráttunni er hann einnig ákærður fyrir að leyna opinberu fé Líbíu. Sarkozy hefur sex mánuði til að áfrýja ákærunni. Talið er líklegt að hann geri það og þá þurfa dómararnir í málinu að ákveða hvort sönnunargögnin gegn forsetanum fyrrverandi séu næg til þess að fram fari réttarhöld yfir honum. Rannsakendur hafa unnið að málinu frá árinu 2013 en ýmsir sem tengjast Gaddafi hafa sagt að Sarkozy hafi þegið peninga frá honum árið 2007. Fjórum árum síðar studdi Frakkland, undir forystu Sarkozy, uppreisnarmenn í Líbíu í arabíska vorinu sem steyptu Gaddafi af stóli. Á meðal þeirra sem hafa haldið því fram að Sarkozy hafi tekið við fé frá Gaddafi er sonur einræðisherrans , Seif al-Islam.Ekki fyrsta málið sem Sarkozy er ákærður fyrir Sarkozy hefur áður sætt ákæru í tveimur öðrum málum. Annað snýr að fölsuðum reikningum sem gefnir voru út til þess að hylma yfir að of miklu fé hafði verið eytt í kosningabaráttu hans árið 2013. Hitt málið tengist dómara og snýr að áhrifum sem Sarkozy á að hafa reynt að beita. Flokksfélagar Sarkozy virðast styðja hann og hefur einn þeirra látið hafa það eftir sér að hann telji að málið allt sé hefndaraðgerð fyrrum stjórnvalda í Líbíu og frönsku dómarastéttarinnar sem eldaði grátt silfur við Sarkozy þegar hann sat á forsetastól.
Tengdar fréttir Sarkozy handtekinn fyrir að taka við peningum frá Gaddafi Rannsókn hefur staðið yfir frá 2013 og er þetta í fyrsta sinn sem forsetinn fyrrverandi er yfirheyrður. 20. mars 2018 09:36 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Sarkozy handtekinn fyrir að taka við peningum frá Gaddafi Rannsókn hefur staðið yfir frá 2013 og er þetta í fyrsta sinn sem forsetinn fyrrverandi er yfirheyrður. 20. mars 2018 09:36