Innlent

Segir Ólaf og Karl Gauta hafa verið búna að færa sig til Miðflokksins

Samúel Karl Ólason skrifar
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm

Þingmennirnir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason voru búnir að færa sig yfir í Miðflokkinn áður en þeir voru reknir úr Flokki fólksins í kjölfar opinberunar upptökunnar á Klausturbar á Austurvelli. Þetta sagði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins í dag. Hún segir þingflokkinn hafa verið orðinn óstarfhæfan.

„Það sem er að gerast þarna er að okkar menn voru farnir yfir í Miðflokkinn, þó það hafi ekki að forminu verið komið svo langt,“ sagði Inga þegar hún hringdi inn í símatíma á Útvarpi Sögu í morgun.

Þá spurði hún Pétur Gunnlaugsson, þáttastjórnanda, hvort nokkur stjórnmálaflokkur hefði getað starfað á þingi „með svona svikum eins og augljóslega voru í gangi gagnvart okkur á þessum tímapunkti og búið að vera í rauninni miklu lengur.“

Hún sagðist hafa séð það betur eftir á, hver raunveruleikinn hefði verið.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.