Innlent

Líkbrennslur aldrei fleiri á Íslandi en í ár

Sighvatur Jónsson skrifar
Kári Aðalsteinsson garðyrkjustjóri hjá Kirkjkugörðum Reykjavíkur.
Kári Aðalsteinsson garðyrkjustjóri hjá Kirkjkugörðum Reykjavíkur. Vísir/Baldur

Kári Aðalsteinsson, garðyrkjustjóri hjá Kirkjkugörðum Reykjavíkur, segir að Íslendingar séu enn nokkrum árum á eftir nágrönnunum annars staðar á Norðurlöndum varðandi fjölda bálfara. Vöxturinn sé þó stöðugur.

Íbúar hvaðanæva af landinu geta óskað eftir bálför, hægt er að gera það rafrænt í gegnum vefsíðuna kirkjugarðar.is.

Á vefsíðunni segir að duftker séu að jafnaði grafin í sérstakan duftgarð sem er í tengslum við kirkjugarð. En einnig er algengt að dutfkerin séu grafin ofan á kistugrafir með leyfi umsjónarmanns leiðis.

Kári Aðalsteinsson hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur segir að fleiri nýti orðið eldri leiði í tengslum við bálfarir. „Það eru komnar um 800 líkbrennslur á þessu ári sem er algjört met. Í Fossovogskirkjugarði er meirihluti af jarðsetningunum duftker, fjöldi þeirra nemur um 50% hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur,“ segir Kári í samtali við fréttastofu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.