Sport

Sara og Björgvin eru bæði aðeins tveimur stigum frá öðru sætinu fyrir lokadaginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir.
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Mynd/Instagram/sarasigmunds

Sara og Björgvin bæði aðeins tveimur stigum frá öðru sætinu fyrir lokadaginn

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson áttu mjög fínan þriðja dag á alþjóðlega CrossFit mótinu í Dúbaí og eru þau bæði í verðlaunsæti fyrir lokadaginn á morgun.

Sara hækkaði sig um þrjú sæti í dag og er aðeins tveimur stigum frá öðru sætinu. Þar er hin ástralska Jamie Greene með 475 stig en Sara er komin upp í 473 stig.

Björgvin Karl Guðmundsson er áfram í þriðja sætinu í karlaflokki eftir að hafa náð fimmta sætinu í grein sex. Björgvin Karl er með 493 stig eða aðeins tveimur stigum minna en Willy Georges.

Mathew Fraser er með 535 stig og 39 stiga forskot í karlaflokki. Fraser endaði í 1. sæit tvisvar og 2. sæti einu sinni í greinunum á þriðja keppnisdeginum. Hann hefur verið óstöðvandi á síðustu heimsleikjum og er mjög sigurstranglegur í þessu móti.

Björgvin Karl átti góðan dag eins og Sara en hann endaði í 6. sæti, 2. sæti og 5. sæti í greinum dagsins.

Ragnheiður Sara varð í fjórða sæti í lokagrein dagsins og fékk fyrir það 85 stig. Jamie Greene var aftur á móti aðeins í 15. sæti og missti toppsætið aftur til Samönthu Briggs.

Samantha Briggs náði öðrum besta árangrinum í sjöttu grein mótsins sem hún kláraði á 5 mínútum og 33 sekúndum. Sara kláraði á 5 mínútum og 37 sekúndum og það munaði því ekki miklu á þeim.

Samantha Briggs er með 509 stig eða 34 stigum meira en Greene og 36 stigum meira en Sara.

Sara endaði í 9. sæti í fyrstu grein dagsins og var með annan besta árangur í grein tvö. Greinarnar þrjár voru því allar að skila henni fullt af stigum.

Oddrún Eik Gylfadóttir datt niður um þrjú sæti eftir sjöttu greinina þar sem hún náði 21. besta árangrinum. Eik er með 369 stig í 12. sæti fyrir lokadaginn.

Þrjár síðustu greinarnar fara fram á morgun og hefst keppni í fyrramálið.

Staða og stig íslensku keppendanna eftir sex fyrstu greinarnar:

Björgvin Karl Guðmundsson
1. grein: 4. sæti (85 stig)
2. grein: 4. sæti (85 stig)
3. grein: 7. sæti (73 stig) - er í 2. sæti með 243 stig
4. grein: 6. sæti (75 stig) - er í 3. sæti með 318 stig
5. grein: 2. sæti (95 stig) - er í 3. sæti með 418 stig
6. grein: 5. sæti (80 stig) - er í 3. sæti með 493 stig

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir
1. grein: 1. sæti (100 stig)
2. grein: 16. sæti (55 stig)
3. grein: 9. sæti (69 stig) - er í 6. sæti með 224 stig
4. grein: 9. sæti (69 stig) - er í 4. sæti með 293 stig
5. grein: 2. sæti (95 stig) - er í 4. sæti með 388 stig
6. grein: 4. sæti (85 stig) - er í 3. sæti með 473 stig

Oddrún Eik Gylfadóttir
1. grein: 15. sæti (57 stig)
2. grein: 8. sæti (71 stig)
3. grein: 8. sæti (71 stig) - er í 9. sæti með 199 stig
4. grein: 26. sæti (40 stig) - er í 13. sæti með 239 stig
5. grein: 4. sæti (85 stig) - er í 9. sæti með 324 stig
5. grein: 21. sæti (45 stig) - er í 12. sæti með 369 stigAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.