Fallegustu og ljótustu bókakápurnar 2018 Benedikt Bóas skrifar 15. desember 2018 12:00 Allt er þetta auðvitað aðeins til gamans gert og engin ástæða til að taka þetta of hátíðlega. Fréttablaðið/Anton Brink Það ætti aldrei að dæma bók eftir kápunni en hún skiptir samt máli. Bókarkápa er nefnilega hluti af heildarupplifun lesandans og svo skiptir líka máli að hún sé bæði söluvænleg og eiguleg. Hér hefur því galvösk sveit álitsgjafa tekið að sér að velja fallegustu og ljótustu bókarkápur jólabókaflóðsins í ár. Allt er þetta þó auðvitað aðeins til gamans gert og engin ástæða til að taka þetta of hátíðlega.BestuFallegust 1. sæti 60 kíló af sólskini „Þessi kápa er virkilega vel heppnuð, falleg litasamsetning og letur. Myndin í miðjunni, í gatinu er heillandi. Litirnir og leturnotkunin laðar mann að. Gatið á kápunni er vel útfært með fallegri íkónískri skipamynd fyrir miðju.“ Það er gaman að sjá karaktermikið letur aftan á kápunni sem er líka notað í kaflaheitum þar sem að sterkur karakter letursins mætir rólegu lesletrinu. „Kápan í heild sinni er algjör sprengja sem gengur upp.“ „Það fallega við hana er einnig að ef kápan væri öll prentuð svarthvít þá gæti þetta verið eldgömul bók.“ „Glaðlegir litir kápunnar ríma vel við bjartan titilinn. Uppsetningin er nútímaleg en vísar jafnframt í tíma torfkofanna á Íslandi. Teikningin af skipinu er ævintýraleg og í samhengi við leturgerðina og litavalið vekur hún forvitni um innihald bókarinnar. Mjög vel heppnuð bókarkápa sem maður myndi gjarnan vilja hafa nálægt sér.“2. sætiSagan um Skarphéðin Dungal sem setti fram nýjar kenningar um eðli alheimsins. „Kápan er í senn frumleg og einföld. Í stað þess að gefa nánari hugmynd um innihald bókarinnar er kápan hér einskonar sýnidæmi um stíleinkenni innsíðanna, þ.e. mjúkar línur teikninganna, hornótt form klippimyndanna og barnslegan leik týpógrafíunnar.“ „Skemmtilegur og áhugaverður stíll.“ „Sterk og skemmtilega upp sett fyrir það sem hún er.“ „Sterkir litir sem grípa eflaust yngri kynslóðina og festast auðveldlega í minninu.“ „Appelsínuguli liturinn er gegnumgangandi í bókinni með fallegum teikningum eftir Rán Flygenring. Leturval flott og titillinn einnig skondinn, hann er þrykktur ofan í kápuna með glansi sem gefur þessu smá auka “touch”.“ „Undirtitillinn er á flugi á réttan hátt og heldur sér á afmörkuðu svæði í samtali við heildina.“3. sætiKláði „Þessi kápa er eins og listaverk. Væri til að eiga hana innrammaða upp á vegg, það er góðs viti. Vil lesa bókina út af fegurð kápunnar - er þá ekki tilgangi náð?“ „Skil ekkert hvað er í gangi þarna en það svínvirkar.“Aðrar góðar í umræðunniBlóð engill „Stílhrein kápa sem fer beint að kjarna málsins með einfaldri mynd og réttum litum.“Brúðan „Skólabókardæmi um hvernig kápa á metsölubók er.“Krýsuvík „Klassískur Stefán Máni. Þarna býr mikið myrkur og ég elskaða.“Krossfiskar „Kápan er leyst á snjallan hátt með einfaldleikanum, leturval er í takt við munstrið á kápunni og þetta tvennt er í góðu jafnvægi. Einhvers konar hiti og kuldi mætast á kápunni.“Verstu1. sæti 104 „sannar“ Þingeyskar lygasögur „Ég er fullviss um að þessi kápa hafi verið hönnuð í Paint. Það fær mig reyndar til að vilja lesa hana enn frekar.“ „Það er mikill misskilingur að það þurfti að setja alla höfunda á forsíðuna, eða eru þetta höfundar, það kemur ekkert fram?“ „Bara myndir af fullt af fólki. Mjög skrýtið.“2. sætiMojfríður einkaspæjari „Það sem er verst við kápuna er hversu illa er farið með allt plássið. Stafabilin í orðinu „MOJFRÍÐUR“ eru mjög ójöfn og orðið „EINKASPÆJARI“ er staðsett svo nálægt „MOJFRÍÐUR“ að J-ið fer á milli N-sins og K-sins sem lætur augunum ekki líða vel. Höfundarnafnið er síðan staðsett næstum alveg ofan í lógói forlagsins og bleiku fótsporin svo langt til hægri að þau lenda næstum út af bókarkápunni. Hér hefði mátt vanda betur til verks.“ „Bleiki liturinn gæti gripið mann en nær því ekki því hann er flatur með ljósbleikum og illa útfærðum dýrasporum sem eru í lélegri fjarvídd; koma varla úr fjarska. Dínamíkin í sporunum hefur enga spennu. Leturval og uppsetning er þreytt og fljótfærnisleg. „Það er eins og tíminn hafi verið orðinn of naumur og kápunni hafi verið hent upp. Ég myndi ekki borga mikið fyrir þessa.“ 3 .sætiÆvintýrið í Austurvegi „Hvernig er hægt að gera svona slæma kápu úr öðru eins ævintýri? Fyrir utan það að titill bókarinnar er skelfilegur er letrið forljótt og öll kápan týnist í netinu í markinu. “ „Eins mikið og ég elska hugtakið „strákarnir okkar“ finnst mér kápan af „Ævintýri í Austurvegi” vægast sagt hrikaleg. Ljósmyndin gæti hafa verið fengin af fótbolti.net og heildin lýsir sér eins og afmælisboðskort frá 12 ára krakka.“Aðrar vondar Útkall „Með ljótari kápum sem ég hef séð. Það er eins og maðurinn í forgrunni sé að fara að fremja röð innbrota í litlu sjávarplássi. Tengist skipbroti ekkert og skipin fyrir aftan sjást varla.“Stúlkan hjá brúnni „Arnaldur er búinn að gefa út svo margar bækur að kápuhönnuðir hans eru orðnir uppi skroppa með hugmyndir. Svo er nafn hans í 20 punkta stærra letri en nafnið á sjálfri bókinni. Furðulegt.“Drottningin á Júpíter „Liturinn á letrinu tónar absúrd illa við bakgrunninn. Fæ á tilfinninguna að þetta sé vond erótísk ástarsaga.“Hrauney „Það sem er slæmt við þessa kápu er sennilega ofgnótt á notkun tóla og tækja myndvinnsluforritsins Photoshop. Hraun og gull gæti í sjálfu sér verið góð blanda – en ef til vill er þá betra að sleppa djúpu svartholi með sjálflýsandi augum og útlínum Íslands spegluðum í miðjunni.“„Óttalegur Júlli ertu“ – Eyfirsk kímni og gamanmál „Er þetta virkilega ný bók? Eins og eitthvað sem maður finnur í bókaskápum sumarbústaða, frá níunda áratugnum. Og hvað, voru bara fyndnir karlar á þessum slóðum?“ Álitsgjafar Fréttablaðsins Tómas Þór Þórðarson - Íþróttafréttamaður Álfrún Pálsdóttir - ritstjóri Hrafnhildur Agnarsdóttir - Lífupplýsinga-og kerfislíffræðingur Elín Edda Þorsteinsdóttir - Grafískur hönnuður Ólafur Þór Kristinsson - Grafískur hönnuður Erna Hreinsdóttir, Grafískur Hönnuður og Markaðsstjóri Geysis Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira
Það ætti aldrei að dæma bók eftir kápunni en hún skiptir samt máli. Bókarkápa er nefnilega hluti af heildarupplifun lesandans og svo skiptir líka máli að hún sé bæði söluvænleg og eiguleg. Hér hefur því galvösk sveit álitsgjafa tekið að sér að velja fallegustu og ljótustu bókarkápur jólabókaflóðsins í ár. Allt er þetta þó auðvitað aðeins til gamans gert og engin ástæða til að taka þetta of hátíðlega.BestuFallegust 1. sæti 60 kíló af sólskini „Þessi kápa er virkilega vel heppnuð, falleg litasamsetning og letur. Myndin í miðjunni, í gatinu er heillandi. Litirnir og leturnotkunin laðar mann að. Gatið á kápunni er vel útfært með fallegri íkónískri skipamynd fyrir miðju.“ Það er gaman að sjá karaktermikið letur aftan á kápunni sem er líka notað í kaflaheitum þar sem að sterkur karakter letursins mætir rólegu lesletrinu. „Kápan í heild sinni er algjör sprengja sem gengur upp.“ „Það fallega við hana er einnig að ef kápan væri öll prentuð svarthvít þá gæti þetta verið eldgömul bók.“ „Glaðlegir litir kápunnar ríma vel við bjartan titilinn. Uppsetningin er nútímaleg en vísar jafnframt í tíma torfkofanna á Íslandi. Teikningin af skipinu er ævintýraleg og í samhengi við leturgerðina og litavalið vekur hún forvitni um innihald bókarinnar. Mjög vel heppnuð bókarkápa sem maður myndi gjarnan vilja hafa nálægt sér.“2. sætiSagan um Skarphéðin Dungal sem setti fram nýjar kenningar um eðli alheimsins. „Kápan er í senn frumleg og einföld. Í stað þess að gefa nánari hugmynd um innihald bókarinnar er kápan hér einskonar sýnidæmi um stíleinkenni innsíðanna, þ.e. mjúkar línur teikninganna, hornótt form klippimyndanna og barnslegan leik týpógrafíunnar.“ „Skemmtilegur og áhugaverður stíll.“ „Sterk og skemmtilega upp sett fyrir það sem hún er.“ „Sterkir litir sem grípa eflaust yngri kynslóðina og festast auðveldlega í minninu.“ „Appelsínuguli liturinn er gegnumgangandi í bókinni með fallegum teikningum eftir Rán Flygenring. Leturval flott og titillinn einnig skondinn, hann er þrykktur ofan í kápuna með glansi sem gefur þessu smá auka “touch”.“ „Undirtitillinn er á flugi á réttan hátt og heldur sér á afmörkuðu svæði í samtali við heildina.“3. sætiKláði „Þessi kápa er eins og listaverk. Væri til að eiga hana innrammaða upp á vegg, það er góðs viti. Vil lesa bókina út af fegurð kápunnar - er þá ekki tilgangi náð?“ „Skil ekkert hvað er í gangi þarna en það svínvirkar.“Aðrar góðar í umræðunniBlóð engill „Stílhrein kápa sem fer beint að kjarna málsins með einfaldri mynd og réttum litum.“Brúðan „Skólabókardæmi um hvernig kápa á metsölubók er.“Krýsuvík „Klassískur Stefán Máni. Þarna býr mikið myrkur og ég elskaða.“Krossfiskar „Kápan er leyst á snjallan hátt með einfaldleikanum, leturval er í takt við munstrið á kápunni og þetta tvennt er í góðu jafnvægi. Einhvers konar hiti og kuldi mætast á kápunni.“Verstu1. sæti 104 „sannar“ Þingeyskar lygasögur „Ég er fullviss um að þessi kápa hafi verið hönnuð í Paint. Það fær mig reyndar til að vilja lesa hana enn frekar.“ „Það er mikill misskilingur að það þurfti að setja alla höfunda á forsíðuna, eða eru þetta höfundar, það kemur ekkert fram?“ „Bara myndir af fullt af fólki. Mjög skrýtið.“2. sætiMojfríður einkaspæjari „Það sem er verst við kápuna er hversu illa er farið með allt plássið. Stafabilin í orðinu „MOJFRÍÐUR“ eru mjög ójöfn og orðið „EINKASPÆJARI“ er staðsett svo nálægt „MOJFRÍÐUR“ að J-ið fer á milli N-sins og K-sins sem lætur augunum ekki líða vel. Höfundarnafnið er síðan staðsett næstum alveg ofan í lógói forlagsins og bleiku fótsporin svo langt til hægri að þau lenda næstum út af bókarkápunni. Hér hefði mátt vanda betur til verks.“ „Bleiki liturinn gæti gripið mann en nær því ekki því hann er flatur með ljósbleikum og illa útfærðum dýrasporum sem eru í lélegri fjarvídd; koma varla úr fjarska. Dínamíkin í sporunum hefur enga spennu. Leturval og uppsetning er þreytt og fljótfærnisleg. „Það er eins og tíminn hafi verið orðinn of naumur og kápunni hafi verið hent upp. Ég myndi ekki borga mikið fyrir þessa.“ 3 .sætiÆvintýrið í Austurvegi „Hvernig er hægt að gera svona slæma kápu úr öðru eins ævintýri? Fyrir utan það að titill bókarinnar er skelfilegur er letrið forljótt og öll kápan týnist í netinu í markinu. “ „Eins mikið og ég elska hugtakið „strákarnir okkar“ finnst mér kápan af „Ævintýri í Austurvegi” vægast sagt hrikaleg. Ljósmyndin gæti hafa verið fengin af fótbolti.net og heildin lýsir sér eins og afmælisboðskort frá 12 ára krakka.“Aðrar vondar Útkall „Með ljótari kápum sem ég hef séð. Það er eins og maðurinn í forgrunni sé að fara að fremja röð innbrota í litlu sjávarplássi. Tengist skipbroti ekkert og skipin fyrir aftan sjást varla.“Stúlkan hjá brúnni „Arnaldur er búinn að gefa út svo margar bækur að kápuhönnuðir hans eru orðnir uppi skroppa með hugmyndir. Svo er nafn hans í 20 punkta stærra letri en nafnið á sjálfri bókinni. Furðulegt.“Drottningin á Júpíter „Liturinn á letrinu tónar absúrd illa við bakgrunninn. Fæ á tilfinninguna að þetta sé vond erótísk ástarsaga.“Hrauney „Það sem er slæmt við þessa kápu er sennilega ofgnótt á notkun tóla og tækja myndvinnsluforritsins Photoshop. Hraun og gull gæti í sjálfu sér verið góð blanda – en ef til vill er þá betra að sleppa djúpu svartholi með sjálflýsandi augum og útlínum Íslands spegluðum í miðjunni.“„Óttalegur Júlli ertu“ – Eyfirsk kímni og gamanmál „Er þetta virkilega ný bók? Eins og eitthvað sem maður finnur í bókaskápum sumarbústaða, frá níunda áratugnum. Og hvað, voru bara fyndnir karlar á þessum slóðum?“ Álitsgjafar Fréttablaðsins Tómas Þór Þórðarson - Íþróttafréttamaður Álfrún Pálsdóttir - ritstjóri Hrafnhildur Agnarsdóttir - Lífupplýsinga-og kerfislíffræðingur Elín Edda Þorsteinsdóttir - Grafískur hönnuður Ólafur Þór Kristinsson - Grafískur hönnuður Erna Hreinsdóttir, Grafískur Hönnuður og Markaðsstjóri Geysis
Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira