Sport

Róbert Ísak Norðurlandsmeistari

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Róbert Ísak Jónsson.
Róbert Ísak Jónsson. Mynd/ifsport.is/Jón Björn Ólafsson

Róbert Ísak Jónsson tryggði sér í dag Norðurlandsmeistaratitilinn í 200 metra skriðsundi á NM fatlaðra í sundi í 25 metra laug sem fer fram þessa dagana í Oulu í Finnlandi. Þórey Ísafold Magnúsdóttir fékk silfur.

Róbert Ísak kom í mark á 2:00:60 mínútum en hann var á undan Finnanum Nader Khalili og Svíanum Tobias Klasson.

Róbert Ísak keppir í S14 flokki en hann vann tvenn silfurverðlaun á Evrópumeistaramótinu fyrr á þessu ári.

Þórey Ísafold Magnúsdóttir fékk silfurveðrlaun í 100 metra bringusundi þegar húj kom í mark á 1:26:22 mínútum. Thelma Björg Björnsdóttir varð fjórða á 1:56:58 mínútum. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.