Daniel Cormier fór létt með Derrick Lewis Pétur Marinó Jónsson skrifar 4. nóvember 2018 06:00 Daniel Cormier tekur Derrick Lewis niður. Vísir/Getty Daniel Cormier varði þungavigtartitilinn sinn með sigri á Derrick Lewis í nótt. Cormier var ekki í miklum vandræðum með Lewis og kláraði bardagann með hengingu í 2. lotu. UFC 230 fór fram í nótt í Madison Square Garden í New York. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Daniel Cormier og Derrick Lewis en þetta var fyrsta titilvörn Cormier í þungavigt UFC. Daniel Cormier gerði nákvæmlega það sem hann átti að gera gegn hinum höggþunga Derrick Lewis. Cormier náði snemma fellu í 1. lotu og átti Lewis í erfiðleikum með að komast upp. Cormier stjórnaði ferðinni allan tímann í 1. lotu. Það sama var upp á teningnum í 2. lotu en Lewis reyndi að lenda sínum þungu höggum í meistarann en Cormier varðist höggunum. Cormier fór fljótlega aftur í felluna og kom Lewis niður í gólfið. Þegar Lewis reyndi að standa upp komst Cormier á bakið á honum og læsti hengingunni. Lewis neyddist því til að tappa út eftir 2:14 í 2. lotu og fyrsta titilvörn Cormier í þungavigt UFC staðreynd. Áður en Cormier vann þungavigtartitilinn í sumar var hann ríkjandi meistari í léttþungavigt. Cormier hefur ekki barist í léttþungavigt síðan í janúar og verður sviptur titlinum þegar þeir Jon Jones og Alexander Gustafsson mætast í lok desember. Nú bíður Cormier væntanlega bardagi gegn Brock Lesnar á næsta ári en Cormier ætlar að hætta þegar hann verður fertugur í mars á næsta ári. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins sáum við Ronaldo ‘Jacare’ Souza klára Chris Weidman með tæknilegu rothöggi í 3. lotu. Weidman var á góðri leið með að vinna bardagann þó jafn hafi verið en í 3. lotu smellhitti Jacare með góðu höggi og kláraði Weidman. Jacare vildi stoppa bardagann fyrr en dómarinn var heldur seinn að stöðva bardagann. Þetta var fjórða tap Weidman í síðustu fimm bardögum. Öll önnur úrslit kvöldsins má nálgast á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Fimmta lotan | Hlakka til að sjá Gunna svæfa Oliveira Í nýjasta UFC-þætti Vísis, Fimmtu lotunni, er farið yfir mál Gunnars Nelson, Conor McGregor og svo spáð í leikmannaskiptin er Ben Askren kom í UFC í stað Demetrious Johnson. 2. nóvember 2018 12:00 Fær lífstíðarbirgðir af Popeyes ef hann vinnur Cormier Það er mikið undir hjá þungavigtarkappanum Derrick Lewis er hann mætir UFC-meistaranum Daniel Cormier í bardaga um helgina. 1. nóvember 2018 21:00 Óvænt skyndibitastríð setur mark sitt á þungavigtartitilinn UFC 230 fer fram í Madison Square Garden í nótt. Þungavigtarmeistarinn Daniel Cormier freistar þess að verja titilinn sinn í fyrsta sinn þegar hann tekst á við Derrick Lewis. 3. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sjá meira
Daniel Cormier varði þungavigtartitilinn sinn með sigri á Derrick Lewis í nótt. Cormier var ekki í miklum vandræðum með Lewis og kláraði bardagann með hengingu í 2. lotu. UFC 230 fór fram í nótt í Madison Square Garden í New York. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Daniel Cormier og Derrick Lewis en þetta var fyrsta titilvörn Cormier í þungavigt UFC. Daniel Cormier gerði nákvæmlega það sem hann átti að gera gegn hinum höggþunga Derrick Lewis. Cormier náði snemma fellu í 1. lotu og átti Lewis í erfiðleikum með að komast upp. Cormier stjórnaði ferðinni allan tímann í 1. lotu. Það sama var upp á teningnum í 2. lotu en Lewis reyndi að lenda sínum þungu höggum í meistarann en Cormier varðist höggunum. Cormier fór fljótlega aftur í felluna og kom Lewis niður í gólfið. Þegar Lewis reyndi að standa upp komst Cormier á bakið á honum og læsti hengingunni. Lewis neyddist því til að tappa út eftir 2:14 í 2. lotu og fyrsta titilvörn Cormier í þungavigt UFC staðreynd. Áður en Cormier vann þungavigtartitilinn í sumar var hann ríkjandi meistari í léttþungavigt. Cormier hefur ekki barist í léttþungavigt síðan í janúar og verður sviptur titlinum þegar þeir Jon Jones og Alexander Gustafsson mætast í lok desember. Nú bíður Cormier væntanlega bardagi gegn Brock Lesnar á næsta ári en Cormier ætlar að hætta þegar hann verður fertugur í mars á næsta ári. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins sáum við Ronaldo ‘Jacare’ Souza klára Chris Weidman með tæknilegu rothöggi í 3. lotu. Weidman var á góðri leið með að vinna bardagann þó jafn hafi verið en í 3. lotu smellhitti Jacare með góðu höggi og kláraði Weidman. Jacare vildi stoppa bardagann fyrr en dómarinn var heldur seinn að stöðva bardagann. Þetta var fjórða tap Weidman í síðustu fimm bardögum. Öll önnur úrslit kvöldsins má nálgast á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Fimmta lotan | Hlakka til að sjá Gunna svæfa Oliveira Í nýjasta UFC-þætti Vísis, Fimmtu lotunni, er farið yfir mál Gunnars Nelson, Conor McGregor og svo spáð í leikmannaskiptin er Ben Askren kom í UFC í stað Demetrious Johnson. 2. nóvember 2018 12:00 Fær lífstíðarbirgðir af Popeyes ef hann vinnur Cormier Það er mikið undir hjá þungavigtarkappanum Derrick Lewis er hann mætir UFC-meistaranum Daniel Cormier í bardaga um helgina. 1. nóvember 2018 21:00 Óvænt skyndibitastríð setur mark sitt á þungavigtartitilinn UFC 230 fer fram í Madison Square Garden í nótt. Þungavigtarmeistarinn Daniel Cormier freistar þess að verja titilinn sinn í fyrsta sinn þegar hann tekst á við Derrick Lewis. 3. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sjá meira
Fimmta lotan | Hlakka til að sjá Gunna svæfa Oliveira Í nýjasta UFC-þætti Vísis, Fimmtu lotunni, er farið yfir mál Gunnars Nelson, Conor McGregor og svo spáð í leikmannaskiptin er Ben Askren kom í UFC í stað Demetrious Johnson. 2. nóvember 2018 12:00
Fær lífstíðarbirgðir af Popeyes ef hann vinnur Cormier Það er mikið undir hjá þungavigtarkappanum Derrick Lewis er hann mætir UFC-meistaranum Daniel Cormier í bardaga um helgina. 1. nóvember 2018 21:00
Óvænt skyndibitastríð setur mark sitt á þungavigtartitilinn UFC 230 fer fram í Madison Square Garden í nótt. Þungavigtarmeistarinn Daniel Cormier freistar þess að verja titilinn sinn í fyrsta sinn þegar hann tekst á við Derrick Lewis. 3. nóvember 2018 08:00