Sport

Fær lífstíðarbirgðir af Popeyes ef hann vinnur Cormier

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lewis er hrikalegur.
Lewis er hrikalegur. vísir/getty

Það er mikið undir hjá þungavigtarkappanum Derrick Lewis er hann mætir UFC-meistaranum Daniel Cormier í bardaga um helgina.

Þungavigtarbelti UFC er að sjálfsögðu undir og svo fær hann frían kjúkling frá Popeyes það sem eftir er ef hann vinnur. Ekki lítil gulrót þar fyrir stóra manninn.Þess utan fá allir viðskiptavinir ákveðins Popeyes-staðar í Texas frítt að éta í tvo tíma á sunnudag ef Lewis klárar dæmið.

Hann er ekki sigurstranglegur í bardaganum en er mikið ólíkindatól sem kann þá list vel að koma á óvart.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.